— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/07
Sagnfræði

Vísur um mitt daglega líf. Fyrri vísuna hef ég birt áður á einhverjum þræði, en sú seinni er ný.

Ég les í sögu litlaus drög
um líf á dögum fornu,
um kvæði fögur, lævís lög
á landi ögurskornu,

um ær í högum, frjósöm flög
á frelsisdögum áa,
um árin mögur, orðaslög
og yrki bögu smáa.

   (9 af 19)  
2/12/07 15:01

Regína

Gott. Ágætt.

2/12/07 15:01

Texi Everto

Ég vildi að ég gæti orkt svona. <Dæsir mæðulega og starir út í fjarskann>

2/12/07 15:01

Snabbi

Bravó! Þetta minnir mig svei mér þá á gömlu góðu Skólaljóðin. Það vantar að vísu eitt oggulítið "a" aftan á lokaorðið.

2/12/07 15:02

Upprifinn

Fínt hjá þér strákur.

2/12/07 15:02

krossgata

Ég tek undir með ofanskráðum, þá sérstaklega Snabba. (Líka þetta með a-ið).

2/12/07 15:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Skál !

2/12/07 15:02

Andþór

Alltaf góður!

2/12/07 15:02

Útvarpsstjóri

Búinn að laga.

2/12/07 15:02

Garbo

Glæsilegt!

2/12/07 16:00

Diotallevi

Til fyrirmyndar

2/12/07 16:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Afar vandað & velkveðið.

2/12/07 16:02

Skabbi skrumari

Glæsilegt... Skál...

2/12/07 17:00

Jóakim Aðalönd

Tek í sama streng og ofanritaðir. Stórgóðar vísur!

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.