— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/11/06
Pöbbarölt

Ég hafði ekki mikið álit á Reykjavík fyrir, og eftir gærkvöldið er það enn minna. Næst þegar valið stendur á milli bóklesturs og pöbbarölts vel ég námsbækurnar.

Í ölvun minni í gærkvöldi samþykkti ég að fara til Reykjavíkur með félögum mínum. Ég er lítt hrifinn af pöbbarölti þar en ákvað að slást í hópinn þar sem sumir drengjanna búa í öðrum landshluta og ég sé þá sjaldan. Við byrjuðum á að fara á Næsta Bar þar sem einhverjir tónleikar voru í gangi. Einn úr hópnum vildi endilega gefa mér einhvern kokteil, sem ég man ekki hvað heitir, en hann var ekki í boði á þeim bænum. Þá röltum við yfir götuna og fórum á Sólon. Við buðum dyravörðunum góða kvöldið og röltum inn að barnum en á meðan félaginn bar fram ósk sína við barþjóninn kom einn af dyravörðunum og sagði mér að ég yrði að fara út. Mér var nokkuð brugðið og spurði hvers vegna. "það er dress code hér inni, þú ert ekki nógu fínt læddur". Ég leit í kringum mig og gat ekki með nokkru móti skilið að rifnar gallabuxur, stuttermabolur sem sendir manni fingurinn fleiri flíkur í svipuðum dúr gætu talist fínar, en ekki lopapeysan sem tengdó prjónaði á mig í fyrra. Ég spurði hvort ég ætti að taka ofan derhúfuna (sem er reyndar John Deere derhúfa og því mjög smekklegt höfuðfat) en hann hló vísaði mér á dyr. Ég ætla aldrei á Sólon aftur.

Félagi minn elti mig út og fórum við á næsta stað, Prikið. Ekki var kokteillinn í boði þar heldur en okkur bent á bar aðeins ofar í götunni, Q-bar. Fyrir nokkrum árum kom ég inn í það hús og borðaði ljómandi góða fiskisúpu, þá hét staðurinn Ari í Ögri. Kokteilinn fengum við þar, hann var vondur. Eftir að hafa skellt honum í okkur drifum við okkur út, þarna var bara skrýtið fólk.

Við lögðum leið okkar niður í Austurstræti og sáum þar einhvern voða fínan stað og ákváðum til gamans að láta á það reyna hvort okkur yrði hleypt inn. Svarið sem við fengum frá dyraverðinum var mjög staðlað og þaulæft, "Ekkert persónulegt en hér er dress code sem þú uppfyllir ekki". Ég sætti mig vel við það, enda sá ég bara vel til haft fólk inn um dyrnar.

Því næst fórum við inn á einhvern "írskan" bar til að fá bjór. Síðan fórum við og fundum afganginn af hópnum sem var samferða okkur í bæinn. Þeir stungu upp á því að fara á Thorvaldsen. Þangað fórum við og enn einu sinni var mér meinaður inngangur, vegna þess að ég var í lopapeysu. Dyravörðurinn sagði að ég mætti fara inn ef ég héldi á peysunni, sem er mér skiljanlegt því peysan var mun snyrtilegri en bolurinn sem ég var í innanundir. Ég ætla aldrei aftur á Thorvaldsen. Á þessum tímapunkti var mér nóg boðið og fór heim.

Dyraverðirnir leiðinlegu mega þó eiga það að enginn þeirra sá nokkuð athugavert við gúmmískóna.

   (10 af 19)  
2/11/06 16:02

Aulinn

Yndislegt! En ekki fara á Sólon... þú færð pottþétt ekki að ríða og drykkjarverð er of mikið. Heldur mæli ég með Hressó fyrir svona sætan sveitastrák eins og þig.

2/11/06 16:02

blóðugt

Ojbara, þvílík vitleysa. Ég þoli heldur ekki pöbbarölt í Reykjavík, eða djammið þar yfir höfuð. Ég er orðin allt of vön því að ganga inn á bar og hálfur salurinn öskri nafnið mitt af fögnuði yfir að sjá mig, þannig er það ekki í Reykjavík hehe.

Lopapeysa og gúmmískór eru flottar flíkur!

2/11/06 16:02

Skabbi skrumari

Er búið að loka Keisaranum?

2/11/06 16:02

Aulinn

Þannig er það víst í Reykjavík blóðugt... maður þarf bara að þekkja nógu andskoti mikið af fólki.

2/11/06 16:02

Herbjörn Hafralóns

Þarna þykir mér að herra Útvarpsstjóri hafi verið heldur grátt leikinn. Það er skömm að þessu.

2/11/06 16:02

Útvarpsstjóri

Ég fæ víst að ríða þó ég fari á Sólon, enda hérumbil harðgiftur. Drykkjarverðið truflaði mig lítið í gær, enda með örlátum félaga.

2/11/06 16:02

Kondensatorinn

Best að halda sig við Fellahverfið. Ég bjó í miðbænum í mörg ár og þar er leiðinlegt.

2/11/06 16:02

Huxi

Ég spyr bara eins og fíflið sem ég er. Hvað er það sem þú færð á pöbb sem þú getur ekki fengið betur útilátið fyrir lægra verð heima hjá þér?

2/11/06 16:02

Garbo

Dásamlegt, bara dásamlegt!

2/11/06 16:02

Upprifinn

Dress code. he he he he he heh eh Þú ert og verður töffari félagi og það breytist ekki.

2/11/06 16:02

Upprifinn

Já og Huxi akkúrat og víst.....

2/11/06 16:02

Útvarpsstjóri

Huxi, eins og ég útskýrði þá var ég að elta félaga mína sem höfðu farið langt með kjöt- og vínbyrgðir mínar og mér þótti helst til háværir fyrir fjölbýli.

2/11/06 16:02

blóðugt

Auli, ég meinti það sem snýr að mér. Það er ekki þannig hjá mér í Reykjavík.

2/11/06 16:02

Hóras

Hvað segiru, voru þeir að taka í kjötið þitt líka?

2/11/06 16:02

Útvarpsstjóri

[hendir Hórasi út]

2/11/06 16:02

Hóras

[Klæðir sig úr nærbuxunum og dansar fyrir utan gluggann]

2/11/06 16:02

Tigra

Tjah... Q-Bar er nú eins og stendur hommabar.
Það hefur enginn verið til í að taka í kjötið þitt þar?

2/11/06 16:02

Útvarpsstjóri

Þið eruð aðeins að misskilja þetta með kjötið. Við grilluðum nefnilega slatta af henni Lalíu, kvígu sem hélt ekki.

2/11/06 16:02

krossgata

Ég er löngu hætt að nenna á knæpur. Fyrir utan vandræðin sem Útvarpsstjóri lýsir þá er hávaðinn þar þannig að ekki er hægt að ræða saman. Hafi tilgangurinn með ferðinni verið að spjalla við vini yfir öli þá missir það algerlega marks. Betra heima setið, með ódýrari veigar og tónlistina hæfilega stillta til samræðna.

2/11/06 16:02

Jarmi

Ég fer næstum aldrei í bæinn að drekka lengur. Gott partý með hressu liði og fullt af hlátri er lang best. Trúið mér ég hef gert nóg af hvoru tveggja.

2/11/06 16:02

Lopi

Þetta er hneyksli að það megi ekki fara íklæddur lopapeysu á suma skemmtistaði!!

2/11/06 17:00

Kondensatorinn

Sammála þér Jarmi.
Best er heima haldið hóf.

2/11/06 17:00

Leiri

Ég hélt að hæstvirtur útvarpsstjóri væri á það góðum launum að hann gæti uppfyllt þann lásí dresskóða sem er hér á landi Ísa. En frásögnin er góð. Hraði og spenna allan tímann. Það vantaði bara eitt blóði drifið morð og þetta hefði verið fullkomið.

2/11/06 17:00

Jóakim Aðalönd

Ég er alveg sammála þér Útvarpsstjóri. Pöbbarölt í Reykjavík er viðbjóður.

2/11/06 17:00

Tígri

Komdu bara til Danmerkur. Þar verður þér vel tekið í gúmískóm og lopapeysan telst til flottra flíka.

2/11/06 17:00

Grágrímur

Ég vildi að það væri staður þar sem í staðinn fyrir 'Dresskód' væri IQ-kód, fólki með undir 50 væri ekki hleypt inn.

2/11/06 17:01

albin

Dresskód er bara snoobb. Hvað er flottara en ullarpeysa? Ekkert nema máski lopapeya.
Þetta er klassaflík, og frekar fer ég á staði sem hafa ekki klæðastaðal, heldur en að sleppa peysuni.

2/11/06 17:01

Andþór

Ófarir þínar urðu allavegana efni í góða frásögn!

2/11/06 17:01

Limbri

Pöbbarölt með pöbbum okkar.

-

2/11/06 18:00

Isak Dinesen

Hérna nú! Gúmmístígvél og lopapeysa frá tengdó? Ég sem hafði alltaf séð Útvarpsstjóra fyrir mér hafurtanaðan með a.m.k. tvö træbal tattó.

2/11/06 18:00

Anna Panna

Öss þig vantar nú bara nýja vini með betri skemmtanasmekk, sá sem myndi reyna að draga mig á Sólon fengi að fjúka af jólakortalistanum med dett samme!

2/11/06 18:00

Skabbi skrumari

Fóruð þið ekki á Skipperinn?

2/11/06 18:02

Huxi

2/12/07 06:01

Skreppur seiðkarl

Best er að bragða áfengið og sjúga sígarettur saman. Nú er búið að banna annan gjörninginn fyrir utan einhverjar skítakompur og þá er gamaninu lokið. Ef ég má ekki sjúga mér sígarettur í pakkavís á kvöldi samhliða hægu sötri af líters sveitasnakki, þá get ég allt eins verið heima hjá mér. Auk þess, þá er verðið á þessu drasli ekki blóðugt, heldur nánast morðdýrt. Heimapartýin eru best, þar ræður þú hraðanum, hávaðanum, reykingunum og klósettinu, allt í einum sekk. Helvítis skemmtistaðirnir bera rangnefni, það er ekkert skemmtilegt við þá, EKKERT!

1/11/08 13:02

Madam Escoffier

Nú er öldin önnur, tæpast yrði útvarpstjóra úthýst í dag þó hann mæti í lopapeysu og túttum.

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.