— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/06
Fimmtánda hagyrðingamót Baggalútíu.

Kæru Bagglýtingar, hagyrtir eður ei.

Að kvöldi fyrsta dags marsmánuðar mun fara fram hagyrðingamót. Hvort sem ykkur líkar betur eða verr mun ég stjórna mótinu og er það von mín að sem flestir mæti. Yrkisefni verða eftirfarandi:

1. Kynning (óhefðbundin)
2. Snow Gathering (samkoman sem nú hefur verið aflýst.)
3. Nýafstaðin Þorrablót (og hugsanlega Góugleði)
4. Kvart og kvein. (er eitthvað angra ykkur þessa dagana?)
5. Leikir í uppáhaldi (spil, íþróttir o.s.frv.)
6. Að vanda verður síðasta yrkisefnið kynnt þegar þar að kemur.

Mótið hefst kl. 22:30

Góðar stundir.

   (12 af 19)  
3/12/06 00:01

Hakuchi

Hvað er í verðlaun?

3/12/06 00:01

Útvarpsstjóri

Næstum full krukka af vestfirskum hákarli.

3/12/06 00:01

Offari

Ég lofa engu um árangur en líklega verð ég með þeim fyrstu á staðinn.

3/12/06 00:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hvernig er það . Er hægt að vera með þó maður kunni ekkert í þessu ? Hvar get ég lesið um allar reglur um rím? eru bara stóru strákarnir boðnir?

3/12/06 00:01

Billi bilaði

GEH, þú hefur verið með áður, og verið velkominn (a.m.k. af mér), og verður velkominn áfram.
En www.heimskringla.is og www.rimur.is eru ágætir staðir fyrir þá sem vilja stúdera formfestu íslensku bragarháttanna.
ES: Ég hef nóterað hjá mér tímasetninguna, og mun að öllum líkindum mæta (í hákarlinn).

3/12/06 00:02

krossgata

Ég stefni á að mæta.

3/12/06 01:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Gott mál - & skál !

3/12/06 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég er bara því miður alls ekki nógu hagorður til að eiga erindi. Því miður.

3/12/06 02:02

Skabbi skrumari

Ég mun reyna að mæta...

3/12/06 04:00

Bölverkur

Ég skal reyna að muna eftir mótinu og vaka fram eftir til að geta tekið þátt. Ég hlakka þegar til.

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.