— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Sálmur - 8/12/12
Vertíðarlok

Hér er síðasta kvæðið í trennuna, Vor í vertið, Annan í sjómannadeginum og nú, Vertíðarlok. Allt byggist á minningum minum úr litlu þorpi fyrir vestn þegar allt lék í lundi.

Þegar grálúðuvertíðin
var fyrir bí
og löngu búð
að flétta karfana
bíta steinana
kæsa skötuna

og krían dansaði
yfir fjöru
skrikjandi
hlæjandi

Fóru útlendingar
rífa blöð
úr dagatalinu
og hræktu
í helvíti löngum bogum
á aðalstætinu

Í kaffihúsi þorpsins
maður með gítar
hann var kominn heim
frá stóra heiminum

Og eitt kvöldið
var fullt hús
af ungu liði
nú þegar ég er að minnast þess

Hinum megin
sátu Íslendingar
Jói stóri
meðal þeirra

Og hinum megin
útlendingar
hvítir Suður-Afrikubúar
Svíar
og svo einhverjir aðrir

Spilaðu, Siggi, fyrir okkur
og það gerði hann

How many roads
og kátir voru kallar

I am leaving

Hotel California
og stál og hnífur

I am leaving
on a jetplane

Svo mikið á förum
svo mikið að taka flugið
spilaðu enn Siggi

Svo mikið að taka flugið
að við fórum að dansa
á borðum
svo mikið á flugi

Íslendingarnir klöppuðu
því nú var útlendingapartíð
og fagnaðarstund

Svarthærða stúlkan sagði
að take off your pants
ég þorði því nú ekki
fór bara úr skyrtunni
þar sem við
dónsuðum þar á borðinu

Flestir okkar
þáverandi útlendinga
vorum brátt úr sögu þorpsins

í neðanmálsgreinina
komumst kanski við
ég og sú svarthærða

Ætli hún
eiginkona athafnamannsins
fyrir sunnan
muni stundum eftir því
hvernig við vorum
á leiðinni
að taka flugið

   (1 af 43)  
8/12/12 05:01

Billi bilaði

"Spilaðu lag fyrir mig..."

8/12/12 05:02

Regína

Þetta eru greinilega góðar minningar.

8/12/12 07:00

Mjási

Allavega mjög langar minningar.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.