— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Sálmur - 4/12/10
Snjórinn gerði engil í anddýrinu

Þetta lag er með frægustu lögum frá áttunda áratugnum síðustu aldar í Finnlandi. Það er eiginlega svo finnskt að meira getur ekki verið. En hér er bara textinn línuþýddur, frumtextinn er eftir söngvarann Hector sem var Bubbi Finnlands. Eða þannig. Laginu má nálgast td. ´You tube með heitið "Lumi teki enkelin eteiseen." Gjörið þið svo vel. <br />

Stúlkan leit á brúnni hve svart
var vatnið þarna einhverstaðar.
Mamman spyrði: "Af hverjur reynir hún að yrkja,
hún er eitthvað rugluð greyið."

Stúlkan grét um stund og leit um öxl
svo tryllt hljómaði andvarp borgarinnar.
Hvernig ætti maður að geta átt heima í þessu landi?
Vatnið var svart eins og tíminn sjálfur.

Og vatnið var svart
mamma gekk í svörtu
og prestinum var gefið kaffi til að drekka
Og pabbi var fullur, hvernig annars?
Einhver kom með blóm í anddýrið.

Sumir fara til tungslins og aðrir til Svíþjóðar
og enn aðrir hokra á láum launum.
Pabbi fór til Svíþjóðar fyrir fimm árum
og mamma var þá þegar óhamingjusöm.

'Eg setti pappaspjald í glugga
til þess að einhverstaðar væri hlýrra.
'i útvarpinu var sungið: "Þökk sé Dróttni".
'A sunnudaginn var mamma líka farin yfir.

Og pabbi fór til Svíþjóðar
og mamma til himnaríkis
Og prestinum var aftur gefið kaffi
Og bróðir minn var fullur
ég sá að hann hafði grátið
Snjórinn gerði engil í anddýrinu.

   (7 af 43)  
4/12/10 01:02

Regína

Hvað heitir lagið á finnsku?

4/12/10 02:00

Kiddi Finni

Afsakið mér alla mina daga. 'Eg setti nafnið á frummáli þarna fyrir ofan.

4/12/10 02:00

Regína

[Hlustar] Mjög sérstakt rím í fjórða erindi.
Mjög finnskur texti annars, Dapurlegur, en samt gamansamur.

4/12/10 02:02

Rattati

Finnar eru fremstir þegar kemur að framleiðslu tónlistar, ekki nokkur spurning. Þetta hérna var það sem að kom mér á bragðið með Finna, hrifningin hefur farið vaxandi síðan þá.
http://www.youtube.com/watch?v=Jydl8BbnfLM

4/12/10 04:01

Heimskautafroskur

Þetta var gaman. Útsetning þessa annars ágæta lags ansi mörkuð af tímabilinu þegar það kom út. Útsetningu sem eldist ekkert alltof vel. En bráðfínt Kiddi, takk fyrir þetta.

4/12/10 06:00

Hertoginn

Afskaplega finnskur texti. Takk fyrir þetta, mann langar bara að skella sér í saunu, eða jafnvel í einn kaldan á Saunabar við Eerikinkatu. Verð að láta fylgja með fyrstu hljómsveitina sem ég heyrði á finnsku, afskaplega frábrugðið þessu og líka því sem Rattati setti inn (dæmi hver fyrir sig um gæðin). http://url.is/4va

4/12/10 06:01

Kiddi Finni

Takk.
Hmm. Saunabar. Ætli hann sé ennþá til? Gaman væri að koma þangað.
Eða fara í sánu annars.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.