— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 1/12/09
Hundrakallinn

Hér er gömul saga sem einn héraðshöfundur skráði á sinum tíma. En hún er þess virði að verða endursögð í Lútnum, ekki síst á siðustu og verstu tímum 'Islands. Sagan gerist á kaupstaðnum í Finnlandi fyrir meira en 100 árum síðan.

Nú var komið að því að stórbóndinn í Yngstastöðum kom í kaupstaðinn. Hann var auðugur bóndi og athafnamaður mikill, seldi korn og timbur og hafði ymis erindi við kaupmenn og útgerðamenn og þar að auki var hann afar félagslyndur og málglaður maður. Var vetur og bóndinn okkar kom með hesti og sleða, hann batt hestinn við staurinn á litla torginu og gekk inn í vertshús þar sem hann ætlaði að gista. Við skulum aðeins að ímynda okkur hann: hér er vel vaxinn karlmaður á miðjum aldri, ekki með hávaxnari mönnum en breiður mjög, hann er með loðhúfu á hnakkanum, síðan pelsfrakka opinnn að framan og í gljáandi leðustígvélum, þegar hann kjagar inn í vertshúsið og býður góðan dag. Öllum er ljóst að stórbóndinn sjálfur er kominn, hann hendir gamanmál við gestgjafann og skellir hundrakall á borðið sem fyrirframgreiðslu fyrir gistinguna.
Svo fór stórbóndinn í Yngstastöðum á útimarkaðinn til að hitta kunningja og heyra fregnir, en greiðarsalinn greip í hundrakallinn. Hann lét piltinn að vara með seðilinn til ekilsins, enda skuldaði hann honum hundrakall fyrir eldiviðinn sem hann hafði komið með um daginn.
Ekillinn fagnaði hundrakalli, nú gat hann borgað bátasmiði fyrir viðgerðina á árabátinn sinn. Bátasmiðurinn varð glaður að fá hundrakallinn, loksins gat hann losað sig við skuldina við kaupmanninn, sem hann hafði keypt segldúk hjá. Kaupmaðurinn hugsaði að nú væri tími til kominn að borga gluggameistaranum fyrir nýjar rúður sem hann setti upp í staðinn fyrir þær sem brotnar voru. Gluggameistarinn hafði nýjan arinn heima hjá sér, en skuldaði ennþá múraranum hundrakall og var manna fegnastur þegar hann gat borgað honum. Kona múrarans hafði verið lasin lengi og múrarinn skuldaði apótekaranum fyirir lyf og mixtúrur og gat nú greitt þá skuld. Og gamlí apótekarinn hafði fyrir jól gift dóttur sina og hafði haldið dýrindis veislu, og margir ættmenn hans höfðu komið langar leiðir og gist í vertshúsinu og hann skuldaði ennþá greiðarsalanum. Svo lét hann vinnukonuna fara um leið til greiðarsalans til að borga skuldina, sem var sléttur hundrakall.
Vinnukona apótekarans setti hundrakallin á afgreiðsluborðið og hnigði kurteislega þegar stórbóndinn í Yngstastöðum kom ínn og heilsaði öllum eins og hann var vanur að gera, enda með alminlegustu mönnum. En nú vantaði bóndann ekki lengur gistingu, hann hafði hitt á torginu útgerðamanninn sem heimtaði að fá hann heim til sín og hann þáði bóðið.
Og stórbóndinn í Yngstastöðum kjagaði að afgreiðsluborðinu, tók hundrakallinn sinn eins og hann hefði verið þar alla tíð, hafði ekki hugmynd um það hve margir höfðu greitt skuldina sina á stuttum tíma, stakk honum í vasa sinn, bauð öllum að vera sæl gekk út í lafandi pelsfrakka og gjáandi stígvélum.
Enda með alminlegustu mönnum.

   (15 af 43)  
1/12/09 20:02

Upprifinn

góð saga og segir okkur nákvæmlega hvers virði seðlar eru.

1/12/09 20:02

Kargur

Hvað varð um allan virðisaukaskattinn? Þvílík endemis skattsvik hefi ég aldrei heyrt um...

1/12/09 20:02

Jarmi

GEGGJUÐ SAGA! Vá hvað þetta er magnað, svona upp sett. Sem mikill áhugamaður um hagfræði þá auglýsi ég hér með þjófnað minn á þessari sögu.

1/12/09 20:02

Anna Panna

Ég stóð mig að því að leita að ”like„ hnappinum við þetta rit. Stórgott, ég sæki hér með um inngöngu í aðdáendaklúbb Kidda!

1/12/09 21:00

Valþjófur Vídalín

Ansi hreint góð saga hjá yður hr. Finni.

1/12/09 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórgott. Hér innstimplar félagsritari sig, ennáný, sem einn af traustustu sagnamönnum hérumslóðir...

1/12/09 21:00

Heimskautafroskur

Afbragð! Takk fyrir þessa Kiddi. Þarna voru stundaðar stórfelldar afskriftir skulda án þess að nokkur kurr yrði í samfélaginu.

1/12/09 21:00

Billi bilaði

<Skellir hundrað böggum á borðið sem fyrirframgreiðslu upp í næstu sögu>

1/12/09 21:01

krossgata

Alltaf gaman að koma við hjá Kidda og fá sögu. Klikkar aldrei.

1/12/09 21:01

Regína

Skilvísir Finnar. Gaman að því.

1/12/09 21:02

Sófus

Góða saga. En fáum við svo framhald þegar greiðasalinn vill fá borgað hjá apótekaranum fyrir greiðasöluna?

1/12/09 22:00

Huxi

Þetta er frábært. Það verður skálað fyrir Kidda og finnskri hagfræði, næst þegar ég finn einhverja flösku til að súpa af.
Sófus: þú verður að lesa söguna aftur. Það er alveg á Ittalakristaltæru að apótekarinn er búinn að borga vertinum. Hvernig átti vertinn annars að hafa pening til að endurgreiða stórbóndanum frá Yngstastað, fyrst hann var búinn að nota fyrirframgreiðslu hans til að greiða fyrir eldiviðarflutninginn.

1/12/09 22:00

Kiddi Finni

Til þess að ég yrði ekki of mikið skuldugur, ég verð að viðurkenna að ég tók þessa sögu af bórði hjá Hjalmar Nortamo héraðshöfundi og lét hana ganga í hring eins og hundrakallinn. Og Finnland er ekki svo stórt: nú rifjaðist upp fyrir mig að siðast sem ég bjó í Helsinki, áðuren ég flutti til Íslands, leigði ég í kjallaranum hjá fólki sem var ættuð úr sveitinni fyrir vestan, af Yngstastöðum...

1/12/09 23:01

Offari

Ég hef heyrt sömu sögu sagða með öðrum persónum. Skemtileg dæmisaga um hringrásarferli peningana sem nú virðist vera að stöðvast.

2/12/09 03:01

Grýta

Þetta er góð saga.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.