— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/08
Ríkissvíar

Það var siðla mai í fyrra. 'Eg var á vappi á bryggjunni í heimahöfn, þar sem við búum frekar neðst í kaupstanðum. Svo tók ég eftir stærri skútu með blágulan fána og hugsaði, að Svíar eru ekki vanir að sækjast hingað upp svona snemma. Rölti í áttina til þeirra, þar voru tveir gráhærðir kallar um borð. Heilsaði og sagði eitthvað að þeir ættu flotta skútu, enda dekkið sérlega vandað. Þeir svöruðu og annar þeirra, sem virtist að vera eigandinn og skipstrjórinn, útskýrði að báturinn hafði verið í viðgerð í vetur. Hann hafði látið að leggja nýtt dekk úr tékkviði á skútuna og það í Jakobstad, sem á finnsku heitir Pietarsaari, og nú væru þeir á leiðinni heim til sín.
(Nú verður að útskýra fyrir ágætu Gestapóa: Sviabyggðir í Finnlandi eru aðallega á suðurströndinni í kringum Helsinki, norðarlega á vesturströndinni báðum megin við Vaasa og svo á Álandseyjum og á eyjum þar í kring; sunnar á vesturströndinni er svæði sem er aðallega finnskt og sagan gerist þar)
Svo vorum við að dásama dekkið og lægni smiða í Jakobsbænum, en svo segir annar þeirra, að þeir lentu í smá örðuleikum á leiðinni. Þeir keyrðu út úr höfninni og tóku beygju suður og þá lentu þeir i fiskigildru, svona netaflækju. Og hún var svo illa merkt að þeirra mati að var ekki leið að sjá hana...
Ég sagði að fyrir fólkið þar uppi var það kannski ekki svo naujið, þar sem allir vissu að Jói á Norrgrannas (eða hver sem þetta nú var) hefur sina fiskigildru einmitt þar. Svona taldi ég að vera trúlegasta skýringin... en ekki voru þeir alveg sáttir við það.
Svo héldu þeir áfram í sögunni, netið hafði flækst í skrúfunni hjá þeim og þeir þurftu að fá landhelgisgæsluna sér til bjargar. Og viti menn, þeir urðu bara fréttaefni í héraðsblaðinu. Vasablaðið skrifaði með fyrirsögn: Två rikssvenska seglare bärgades av sjöbevakningen, eða Landhelgisgæslan bjargaði tveimur ríkissænskum siglingamönnum.
Og enn voru þeir undrandi, af hverju voru þeir kallaðir "Ríkissvíar". Af hverju ekki bara "Svíar". 'Eg reyndi að útskýra fyrir þá, að Finnlandsmegin er gert mun á því, hvort einhver sé "Finnlandssænskur" eða Ríkissænskur, þá er viðkomandi frá Svíaríki. En svona er þetta bara. Vildi nú ekki vera andstyggilegur við saklausa ferðamenn og segja, að sérstaklega þá á að taka það fram, að þetta voru einhverjir klaufar frá Stokkhólmi og alls ekki okkar drengir, ef einhver fer og lætur sig flækjast á netið hans Jóa á Norrgrannas...

   (23 af 43)  
2/12/08 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Rikssvenska er notuð í Svíþjóð og Finlandsvenska yfir tungumálið . og Finlands og riksvenskar hef ég margoft heyrt talað um svo Svíarnir ættu að þekkja orðið .
Annars eru Svíar engir klaufar og ágætisfólk upptilhópa og þú líka og sagan þín

2/12/08 04:01

Regína

Mér finnst alveg merkilegt með Svía, og ég þekki þá marga, hvað þjóðarkarakterinn er leiðinlegur, en einstaklingarnir geta verið alveg ágætir (nema þegar þjóðarkarakterinn sleppur í gegn).

2/12/08 04:01

Regína

Finnar eru hins vegar bara skemmtilegir.

2/12/08 04:01

Kiddi Finni

Svíar eru ágætisfólk, GEH minn, þeir eru bara næsta nágranni við okkur til að gera grín um og maður meinar ekkert meira með því.
Ég verð eiginlega samþykkja kenningu Regínu. Í þjóðarkarakternum hjá annars ágætu Svíum er einhver hroki. Kannski hroki frá storveldistímanum?
Finnar og Íslendingar eiga auðveldlega gott saman, það er kannski útaf því að það er svo stutt í sveitamanninn í okkur...

2/12/08 04:01

Rattati

Og vodkaflöskuna...

2/12/08 04:01

Fíflagangur

Iss! Svíar eru asnar.

2/12/08 04:01

Huxi

Ha, ha. Héldu þeir kannski að það væri verið að gera grín að þeim?
Það þykir líka góð lenska að sigla ekki um ókunnuar slóðir án þess að spyrja staðkunnuga um lönd og leiðir...
Góð saga og takk fyrir það.

2/12/08 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Fíflagangur er þettað í þér Fíflagangur .

2/12/08 04:02

Skreppur seiðkarl

Þeir hafa haldið að verið væri að gera grín að þeim og haft rétt fyrir sér - en auðvitað voru þeir að auki nógu vitlausir til að trúa lyginni í þér <og hlær dátt að Svíans heimsku>

2/12/08 05:00

The Shrike

Skemmtilegt. Mjög skemmtilegt.

2/12/08 05:00

Texi Everto

RíkisTexi!

2/12/08 05:01

Fíflagangur

Neibb, enginn Fíflagangur. Hef starfað með Svíum, Norðmönnum, Finnum og Dönum á sama stóra vinnustaðnum og niðurstaða samanburðarrannsókna leiddi ótvírætt í ljós að Svíarnir voru mestu asnarnir.
Ég myndi blákalt raða þessum þjóðum í þessa röð með mestu asnana efst:
1. Svíar
2. Danir
3.Norðmenn
4. Íslendingar
5. Finnar

Það breytir því ekki að flestallir ofangreindra voru ágætismenn.

2/12/08 05:02

krossgata

Ég þurfti einu sinni að bíða í 3 klst í flugstöðinni á/í? Arlanda og dundaði mér við að labba vítt og breitt þar um. Þarna var hvert fríhafnarsvæðið á fætur öðru, öll eins. Ríkisfríhöfn?

2/12/08 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Aumingja þið sem ekki hafa kynst þessu ágætis fólki. Ég hef aldrei mætt neinu fólki sem er svo lítið montið af sjálfum sér eins og Svíum . altaf er verið að sýna í blöðum hér hversu ylla þeir taki á málonum .Svíar taka á móti fleiri flóttamönnum frá Írak enn öll amírkanska heimsálfan til samans . Svíþjóð tekur hlutfalslega séð ða móti flestum flóttamönnum enn nokkurt annað ríki . og gefur mest peninga til þróunnar fátækum þjóðum. Mér finst það aumingjaskapur afð sjá þjóðir eins og Finnland og Ísland sem ekki leggja sitt til málana. Svíar eru jafn ólíkir hverjir öðrum og allir aðrir . og það er lítilmenska að
gera gis af þeim . Dóttir mín er að hálfu leiti Sænsk og að ölluleiti Sænskur ríkisborgari . Hún hefur áhuga á að flytja til íslands og er forvitinn á að kynnast föðurlandinu nánar enn ég get ekki annað enn ráðið henni til að forðast það þrönsýnta klímat sem ræður þar . Skömm er

2/12/08 05:02

Kargur

Smá hugleiðing kæri GEH; ert þú Ríkissvíi eða tilheyrir þú einhvurjum öðrum áður ónefndum hóp Svía? Líta Svíar á þig sem Svía? Líta Finnar á þig sem Svía?

2/12/08 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég veit bara eitt og Svíar haf altaf boðið mig velkominn.
enginn hefur nokkru sinni fett fingur út í þjóðerni mitt .
í þá fáu mánuði sem ég hef búið í danmörku þá mætti ég oft óvild í garð Íslendinga að ekki tala um þávarandi unnustu minni frá grænlandi . Fólk hrækti á hana . ég hef ferðast um í Finlandi í tvo og mér var vel tekið við ströndina sem sænskumælandi en hótað með kjaftshöggi inn í Tampere því fólk hélt ég væri Svíi.

2/12/08 05:02

Regína

Eins og ég sagði, ég þekki fullt af góðum Svíum. En það sem ég meina með þjóðarkarakter er einhvers konar yfirlæti eða hroki, eins og þeim finnist þeir bestir og með besta kerfið, og þær þjóðir sem hafa það öðruvísi (ekki með eins gott socialkerfi eða menntakerfi eða innflytjandastefnu) séu klikk, fífl eða kjánar. Það er svo skrýtið hvað þetta fer alltaf jafnmikið í taugarnar á mér, jafnvel þegar ég er sammála því að það sé betra í Svíþjóð.
En ef ég fer að hugsa um það, þá er það minnihluti þeirra sem ég hef kynnst sem talar svona.

2/12/08 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég hef búið í Svíþjóð í yfir þrjátíu ár og aldrei hitt Svía sem hefur montað sig af að vera Svíi . Þvert á móti finst mér Svíar gera í því að gera lítið úr sjálfum sér , um of . Þó svo að við séum ekki á sama máli hér þá hef ég ekkert vont að segja um Japani né Belgíubúa. og á vini
frá Sómalíuog Afganistan og þekki konu frá Nýja Sjálandi
mér dettur ekki til hugar að gera grín að þjóðerni þeirra .

2/12/08 06:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Annars er ég sammála því að Skotar séu nýskir og Júðarnir peningagráðugir og

2/12/08 06:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég hef líka heyrt að þjóðverjar séu feitir og éti upp allan morgunverðin fyrir hinum túristunum á Mæljjorku og styngi restinni í rassvasan á leðurhosonum sínum og séu hundleiðinlegir allir saman nema frauline Helga sem
er með rosa stórar túttur og spilar í klámmyndum

2/12/08 06:00

The Shrike

Ég held ég þekki engan svía.
Ég man þó að ég var sá eini sem hélt með svíum (af þeim sem ég þekkti) í úrslitaleiknum á móti rússum þegar þeir urðu fyrst heimsmeistarar í handbolta. (Ég horfði á leikinn með liðsfélögum mínum eftir að við höfðum spilað leik við Völsung á Húsavík.) Ég hélt líka með dönum þegar þeir urðu evrópumeistarar í fótbolta. Mikið var gaman að horfa á þessar keppnir.
Annars voru svíar óþolandi í handbolta á meðan þeir unnu okkur alltaf. <Starir þegjandi út í loftið>

2/12/08 06:00

Texi Everto

Tonto er allavegana ekki sænskur. Það er öruggt.

2/12/08 06:01

Kiddi Finni

Til að hafa það nú á hreinu:
1) Svíar eru ágætisfólk
2) Slæmt er að lemja aðra bara fyrir þjóðerni eða ágískaða þjóðerni eiins og kom fyrir GEH;
3) 'i minni sögu reyndi ég bara lýsa einn atburð og einnig mun á hugarfar, mentalitet á sænsku, á milli Ríkissvía og Finnlandssvía og Finna
4)Auðvitað eru menn alltaf einstaklingar og allir eiga mannlega framkomu og virðingu skilið
5) Hitt er þó að þegar maður elst upp í einhverju landi og einhverjum menningarheimi, sama sem mannlifið í þeim landi, þá tileinkar maður sér meðvítað og sérstaklega ómeðvitað ákveðna heimsmynd og ákveðið hugarfar. Og er það ekki þetta sem kallast þjóðarkarakter, þó að þetta hugtak ber að nota varlega
6) það er mjög gaman að mannfólkið er ekki eins, leiðinlegt væri ef við værum allir eins... (fær hroll)
7) Það má nú hafa smá gaman...
Takk fyrir umræðuna...

2/12/08 06:01

Regína

Ég hef heldur aldrei hitt Svía sem montar sig af því að vera Svíi. Það eru miklu fleiri Íslendingar sem monta sig af að vera Íslendingar.
En ég er kannski bara svona viðkvæm þegar Svíi glottir yfir molbúahætti Íslendinga, eða konan sem vissi ekki hvert hún ætlaði þegar hún frétti að fæðingarorlof á Íslandi væri aðeins 6 mánuðir (nema það sé svo langt síðan að það var styttra). Svíar gera sér sumir ekki grein fyrir að þeir eru mjög framarlega í svo mörgu. Þeir þurfa ekkert að gapa yfir því framan í aðra þegar það rennur upp fyrir þeim. Það er það sem mér finnst vera hroki.

2/12/08 06:01

Regína

En þarna er ég bara að setja út á eitt einasta atriði sem mér líkar ekki í fari Svía, þú þarft ekkert að taka það nærri þér GEH. Svíar eru upp til hópa ágætis fólk.

2/12/08 06:01

Kiddi Finni

Það sem Regína lýsir finnst mér vera einmitt ómeðvitað viðhorf, sem maður fær í uppvexti og sér ekki sjálfur. Ég hef annars tekið eftir því hvað Svíar geta verið mjög sjálfgagnrýnir, stundum jafnvel einum of.
Annars um þjóðernisklisjur: stundum sér maður fólk sem er eins og frumtýpa af sinni þjóðerni, ég hef séð þýska túrista í leðurbuxum og hermannaskóm og með myndavél hangandi á bringunni. þó að ég veit að ekki eru þeir allir svona.

2/12/08 06:02

Huxi

Svíar eru ótrúlega sænskir í huxun... Þegar Abba vann söngkeppnina með laginu um Waterloo þá var ein fyrsta spurningin sem þau fengu frá sænsku blaðurmönnunum: Vitið þið ekki hve margir dóu við Waterloo...? Hafið þið enga sómatilfinningu?

2/12/08 08:01

Fíflagangur

Múhahahahahaha!!

2/12/08 11:01

Sundlaugur Vatne

Eitthvað svo skemmtilega norræn saga. Takk, Kiddi.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.