— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/08
Fundinum slitið

Fórdæmi hleagastiZ fékk mig að velta fyrir mig annað: hvernig kæmi út að skrifa smá kafla með finnskum orðatiltækjum eins og þau leggja sig. Og þetta er sem sagt beint úr stjórnarfundi Nokias, ekki segja þeim að ég hef lekið það hér...

Nú var mikilvægur fundur í vinnunni en þar fóru skíðin á kross og ég var lengi að jafna mig. Rétt náði að opna tölvuna og pikka ínn nýjustu fregnirnar. Sko, fyrst sagði stjórinn að nú ætti að lyfta kettinum á borðið og kreppan er að skella á. Þá sagði Hakkarainen, sem hefur nú alltaf verið hálfgerður lirfugleypir í ströndinni fyrir handan, að ekki erum við á hérabaki. En það vissu nú margir að Hakkarainen átti nú vægast sagt sína eigin belju í skúrðinum, enda hefur deildin sem hann stjórnar verið lengi á aftustu þverbítanum á sleðanum. En hann var svo ósvifinn að voga sér að fullyrða að þar væru bollurnar vel í ofninum, þar væru bara nokkrir stubbar í sviðlendinu sem ætti að ryðja. Ég segi nú fyrir minni hálfu, að seint mun gala ærunnar hani þar.

   (25 af 43)  
1/12/08 12:02

krossgata

Hahaha.
Naked is anyone on the back unless he has a brother.

1/12/08 12:02

The Shrike

Frábært.

1/12/08 12:02

Regína

Ærunnar hani! Hehe.

1/12/08 13:00

Álfelgur

Sniðugt.

1/12/08 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þetta var ekki ónýtt; kiitos kærlega. Kippis ! [Tekur kipp]

1/12/08 13:00

hlewagastiR

Stórkostlegt! Þó að samhengið gefi manni sæmilega hugmynd um merkingu máltækjanna þá er ég ekki alveg viss. Sum þeirra eru svo skemmtileg að maður væri vís með að vilja bregða þeim fyrir sig á frónsku. Ég ímynda mér af lestrinum að þau merki:

Skíðin fóru í kross: allt fór í bál og brand

Lyfta kettinum á borðið: Koma hreint fram, svipta hulunni af öllu

Aborri í ströndinni fyrir handan: Einhver sem maður veit voða lítið um. Maður sem maður nær litlu sambandi við.

Við erum ekki á hérabaki: Það gengur ekki nógu vel hjá okkur, við erum staðnaðir.

Að eiga sína eigin belju í skúrðinum (skrúðnum? skúrnum?): bar sína ábyrgð á því hvernig komið var

Að vera á aftasta þverbitanum á sleðanum: Að vera mjög aftarlega á merinni.

Þar eru bollurnar vel í ofninum: Þar gengi allt afar vel.

Stubbar í sviðlendinu: hindranir.

Seint galar ærunnar hani: lítil er æran.

Ég tek skýrt fram að þetta eru tilgátur sem ég set fram með þetta félagsrit eitt að vopni en án hjálpar orðabóka eða Gúgúls. Það eru því ugglaust villur í þessu hjá mér, jafnvel meinlegar, og bið ég Kidda að leiðrétta þær.

1/12/08 13:01

Kiddi Finni

Já, eiginlega hvarflaði að mér að gefa orðalisti strax en flott að þú skyldir að hafa gert tilraun til að reikna út hvað þetta þýddi alt saman. Samhengi er ekki nogu skyr í þessari sögu þannig að skiljanlegt er að allt hefur ekki náð í heimahöfn: En:

Skiðin fóru í kross: mikil ágreining var, eða hagsmunaárekstur, mikið rifildi, allt fór í bál og brand.

Lyfta kettinum á borðið: koma hreint fram, tala um eitthvað óþagilegt sem þarf að afgreiða, likingin er tekin úr kettilngadrápi, hver fær að lífa og hverjum sé logað.

Aborri í ströndinni fyrir handan: (eiginlega litill fiskur skyldur aborra, mig vantaði orð) sá sem er alltaf á móti, besserwissser

Við erum ekki á hérabaki: við skulum nú ekkert að flyta okkur í óþarfi, liggur ekkert á

Að eiga sina eigin belju í skurðinum (afsakið ritvilluna): vera með einkahagsmuni í tilteknu máli, vera ekki hlutlaus útaf einkahagsmunum. Þetta orðatiltæki hefur annars farið úti Finnlandssænskuna, þeir segjast að hava sina egen ko í diket. Sem ku vera óskiljanlegt í Svíþjóð.

Allt hitt er rétt gískað. Þó að með stubbana tala menn oftast um siðsta og erfiðasta hindrun, sem er "stubburinn í svíðlendinu", ég aðeins teygði orðatiltækið núna.

1/12/08 13:01

Garbo

Skemmtilegt

1/12/08 13:02

U K Kekkonen

Kiiski (Gymnocephalus cernuus) er Lirfugleypir á Íslensku. Ekki svo að skilja að ég hafi vitað þetta... Fletti þessu upp.

1/12/08 14:00

Kiddi Finni

Kiitos, herra Tasavallan Presidentti. Ég breytti abborran í lirfugleypi í félagsritinu. Lirfugleypir er litill fiskur, sem líkist abborra í útlítinu. Og þeir eru báðir skyldir karfa, en eru bara öðruvísi á litinn, enda lífa í grunnu vatni. Ss. þeir eru ekki rauðir nema abborri í fenum og sporðinum.

1/12/08 17:02

Skreppur seiðkarl

Kiski koppa klippanen! Klaappa miikkið - veiveivei! Pekka Tillanen!

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.