— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 1/11/07
Heimsstryrjöldin, fyrsta sagan: Spádómur

Þessi saga á að hafa gerst á dögum siðara heimstyrjaldar. En er svolitið efins hvort á að birta þetta hér, en ég er með nokkrar á lagernum. Með samþykki yðar ætla ég að birta nokkrar. Samt.

Tvær stelpur ganga á mjóum malarvegi. Þær eru í hlýjum fötum, enda það svalt að gufan sést þegar maður andar út. Nýplægðir akrar eru svartir, haustgul lauftré skera sig úr dökkgrænum bakgrunni greniskógarinnar. Fotatak þeirra hljóma á mölinni, þær eru eitthvað að spjalla í hálfu hljóði, þær eru að flýta sér í skólann, með bækur og nesti í bakpokanum.
Svo heyrist þrúsk úr skoginum. Brún belja kemur að veginum, svo önnur, þriðja. Búfé nágrannans gengur ennþá úti, eins lengi og hægt er, enda er hann með smala...
Strákurinn kemur á veginn eftir skepnum, hann er með birkihrís í hendinni. Hann er eldri en stelpurnar, einhverstaðar kringum fermingu, en hann fer ekki í skóla. Hefur aldrei gengið, það er sagt að hann sé skrýtinn. Að honum var ekki gefið eins vel og flestum. Eiginlega þarf ekki að segja það, maður sér það á honum.
- Ha, stelpurnar eru að fara í skóla, ha... bara flottar, ha...
Hann er í skitugum tötrum og með hor, en það gerir ekkert til. Hann brosir eins og hann væri í alsælu. Og kannski er hann.
-Já...
Þær vilja helst sleppa frá smalanum sem snöggvast, þær eru hálfssmeykar við gaurinn. Önnur þeirra tekur eftir því, að hann gengur berfættur, ennþá, og hefur hlýjað fæturnar sínar í volgri kúamýkju. Svo segir hann.
- Koma mikil stríð.
- Ha?
- Það kemur mikið stríð. Búmmbúmm og byssur. Fuglarnir flugu þannig.
Stelpan, sem tók eftir fótum hans, spyr svo seinna mömmu sína hvort strákurinn gæti vitað eitthvað.
- Uss, hann er ekki einu sinni læs.

En svo kom vetur og vor og sumar, og svo kom aftur haust. Þá sat stelpan á hestvagni, með nauðsýnlegustu eigur þeirra í pjönkum, ásamt bróður sínum og mömmu, og þau keyrðu þennan sama veg í vesturátt. Varaliðsmenn gengu austur, þöglir, allvarlegir, og heyrðist í fallbyssur í fjárskanum.

Að fuglarnir flugu þannig

   (35 af 43)  
1/11/07 03:01

Rattati

Þetta er vel skrifað og vekur athygli. Endilega komdu með fleiri.

1/11/07 03:01

Lopi

Svona saga á sannarlega erindi hingað.

1/11/07 03:01

Skabbi skrumari

Endilega komdu með meira... Skál

1/11/07 03:01

Billi bilaði

Flott.

1/11/07 03:01

krossgata

Skemmtileg saga.

1/11/07 03:01

Anna Panna

Virkilega vel skrifað, endilega leyfðu okkur að sjá það sem þú átt í handraðanum.

1/11/07 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Frábært . Kippis!

1/11/07 03:01

Þarfagreinir

Þú færð hiklaust samþykki fyrir því að birta restina.

1/11/07 03:01

Nermal

Meitlað nokk o já.

1/11/07 03:01

Kiddi Finni

Já, eiginlega ég spurði álits af því að þetta viðfangsefni er ekki venjulegt hér á Gestapó. En áframhaldið kemur á sinum tíma. Takk fyrir.

1/11/07 03:02

Bleiki ostaskerinn

Það að viðfangsefnið sé ekki venjulegt gerir söguna bara þeim mun áhugaverðari.

1/11/07 03:02

Huxi

"Að honum var ekki gefið eins vel og flestum."
Þó ekki væri fyrir annað en þessa einu setningu þá er það nóg til að setja þessa fallega teiknuðu smámynd í flokk ágætisrita Gestapó.
Ég mun bíða næstu sögu með óþreyju.

1/11/07 03:02

Kargur

Takk kærlega fyrir söguna.

1/11/07 03:02

Jóakim Aðalönd

Kiitos! Þetta er spennandi og ég hlakka til að heyra framhaldið.

1/11/07 04:01

Álfelgur

Flott

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.