— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 4/12/07
Brandari ársins frá Eistlandi

Þessi brandari var tilkynntur sem brandari ársins í vetur í dagblaðinu Postimees í Tarto í Eistlandi. Þar sem fæstir hafa lesið hann ætla ég nú birta hann og gagrýna.

Einu sinni var litil matvörubúð í Tallinn. Eigandinn sem var miðaldra kall réð sér ungan mann til aðstoðar. Hann reyndist mjög flinkur til allra verka og allt gekk vel. Svo kom einn daginn gamall maður í búðina og vildi kaupa hálfan kálhaus. Þar sem eigandinn hafði sagt við búðarsveininn, að öll grænmeti ætti að selja í heilu lagi, vildi hann ekki selja, en gamli maðurinn hélt áfram að biðja um hálfan, sagiðst ekki hafa efni á heilan.
Jæja þá, sagði strákurinn og fór inn til eigandans.
"Einhver hálfviti vill kaupa hálfan kálhaus", byrjaði sveinninn áttaði sig á, að gamili maðurinn hafði elt hann og heyrði hvað hann sagði, og hélt því áfram:
"En þessi herramaður hérna bauðst til að kaupa hinn helminginn".
Þegar strákurinn var búinn að afgreiða kom eigandinn fram og sagði:
"Þú ert flinkur til að leysa þér úr vanda. Hvaðan ertu?"
"Að austan, frá Narva"
"Og af hverju fórstu þaðan?"
"Æ, ömurlegt að eiga heima þar. Þar eru bara íshokkihetjur og hórur sem eiga heima þar."
"Krhm. Konan mín er nú reyndar frá Narva."
"Er það? Og í hvaða lið lék hún?"

Mér fannst þetta vel fyndið, en svo fór ég að hugsa, hvernig þessi brandari speglar vel sögu og nútíma Eistlands. Þessir frændur okkar hafa þurft að lífa undir harðræði, fyrst margar aldir undir þýskum barónum og nú siðast undir Sovétmönnum. Þá verður maður gæta tungu sinnar og vera flinkur til ð bjarga sér úr vandræðum. Og núna í siðustu tímum bil milli rikra og fátækra hefur stækkað, og erú sumir hetjur á ymsum svíðum, sumar neyðast til að selja sig (einkum i Narva þar sem er mikið af Rússum og mikið atvinnuleysi) og ellilifeyrisþegar sem unnu lifeyrið sitt inn á gamla tímanum þurfa að passa hverja krónu og kaupa bara hálfan kálhaus.

   (41 af 43)  
4/12/07 17:00

Álfelgur

[Glottir]

4/12/07 17:01

Hexia de Trix

Þetta er ágæt saga. Mér finns samt eins og ég hafi heyrt hana nokkrum sinnum áður, í mismunandi útgáfum. Getur verið að þetta sé svokölluð flökkusögn?

4/12/07 17:01

Kiddi Finni

Jújú, mikil ósköp. Margar sögur flakka á milli landa og verða staðfærðar um leið, gerast í Hafnafirði, Árósum eða Turku, eða þess vegna Tallinn.

4/12/07 17:01

Bleiki ostaskerinn

Ég hef einmitt örugglega heyrt svipaða sögu áður. Góð samt.

4/12/07 17:01

Garbo

Góður.

4/12/07 17:01

Golíat

Betri

4/12/07 17:01

Huxi

Mig minnir mjög sterklega að ég hafi fyrst lesið skrítlu þessa í fræðsluriti því er Leikdrengur heitir og gefið er út í Bandaríkjahreppi. Það mun hafa verið fyrir a.m.k. 12 árum síðan og þá voru íshokkímellurnar allar ættaðar frá Minni-Sóda. Mér fannst þetta frekar skondið þá og því er eðlilegt að þessi skemmtisaga hafi verið valin sú fyndnasta Eistnalandi. En það er athyglivert hversu langan tíma það tekur fyrir svona sögur að berast um heiminn.

4/12/07 17:02

Skabbi skrumari

Bestur...

4/12/07 17:02

Skreppur seiðkarl

Ég heyrði þessa sögu fyrst fyrir meira en 20 árum, þetta er einn af þessu þekktustu bröndurum. Rosalega eru þeir lengi á eftir þarna í útlöndum...

4/12/07 18:00

Rattati

Huxi minn. Ekki REYNA að segja okkur að þú hafir verið að lesa einu einustu grein í Leikdrengnum.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.