— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Pistlingur - 6/12/06
Polyamorous

Fyrst ættla ég að þýða orðið.
Eftir miklar pælingar áhvað ég að bara taka beinu þýðinguna.
Fjöl-ásta.
Voðalega skrítið kannski en ég er ekki ein af þeim sem trúir á hina "einu sönnu" ást. Ég held ekki að þarna úti einhversstaðar sé ein manneskja sem passar svo fullkomið fyrir mig og ég fyrir hana eða hann að við komum til með að vera eins og ástfangnir fjórtánára krakkar þar til að við bæði deyjum og þá að sjálfsögði bara með stuttu millibili þar sem við getum hvorug lifað án hins.
Nei ég trúi ekki á svoleiðis rugl.
Heldur trúi ég ekki því að það sé ómögulegt fyrir manneskjuna að vera ástfangin í fleiri en einni/einum í einu.
Og þar kemur inn þetta orð, fjölásta.
Það er til fólk sem hefur valið að ganga þann veg og stofna till nána sambanda milli sín og fleiri maka og oft þá makarnir hver með öðrum í svolítð flókið net. Það er einnig til fólk sem reynir að berjast á móti tilfinningum sínum af því að það er "rangt" að gera svona.
Það er til fólk sem er svo ástfangið að það óskaði einskins heitar en að sjá hinn brosa, þó að það sjálft væri ekki valdur til ánægju hinns, og jafnvel þá getur þessi tilfinning verið til staðar gagnvart fleiri en einni manneskju samtímis.
Ég sjálf hef upplifað þá slítandi tilfinningu að vilja ekkert heitar en bæði eina og hina manneskjuna. Ekki bara í kynferðislegu samanhangi heldur einnig þessi ósk að geta faðmað og heilsað þegar hann eða hún kemur heim. Að deila með þeim lífi mínu og að fá að vera með í þeirra. Að vilja hlæja og segja barnabörnunum auðmjúkandi sögur af foreldri þeirra þegar sá eða sú var bara lítil. Og samtímis sjá öll þau vandamál sem geta fylgt því að vera með tveim í einu. Og hverjum er svo sem ekki sama þótt að það sé einhver önnur manneskja með í spilinu, þó að sú sé ekki mín? Það er ekki eins og ég verði övundssjúk. Á meðan að makanum líður vel og fer vel með sig þá er þetta ekkert vandamál fyrir mig.
Hvað ef þeim er illa við hvorn/hvort annað? Hvað ef einum/einni finnst þetta vera ekki í lagi? Hvað ef annað hvort þeirra áhveður að þetta er ekker annað en svik?

Kanski væri lífið einfaldara ef við gátum valið hvaða manneskju við elskum?
Er ekki bara allt í lagi að vera í svona flóknu sambandi, þar sem hún er með honum og henni sem er meði hinum sem er líka með honum og einni annari, ef að allir aðilar eru ánægðir, glaðir jafnvel, og hraustir?
Af hverju er svo erfitt fyrir fólk að samþykkja önnur sambönd en 1+1?

   (10 af 39)  
6/12/06 00:00

dordingull

Djörf vangavelta. Var það ekki annars himnapabbinn sjálfur sem sagðist elska alla, en bannar þér það?
[Glottir eins og api]

6/12/06 00:00

krossgata

Athyglisvert.
Ég held þetta sé nú bara í eðli okkar. Við fjölgum okkur og við eins og öll dýr höfum eitthvað í okkur til að sinna ungviðinu og vernda. Tilhneigingin til eins pars með ungana er held ég ríkari og náttúrunni finnst hún farsælli fyrir viðhald tegundarinnar. Síðan er það annað að við erum komin langt frá grunneðli um viðhald tegundarinnar og það flækir málin, rekast á menning, eðli og forvitni mannsins.

Mér er annars nokk sama hvort einhver hópur fólks vill vera í einhverri alls herjar orgíu félagslega og kynferðislega, meðan ég er ekki í þeim hóp eða neinn sem kemur að mínu persónulega lífi. Ég hef grun um að það finnist varla hópur þar sem allir eru sáttir við málið. En ef allir í hópnum eru sáttir er þá nokkur á móti þessu? Er þá nokkuð vandamál.

6/12/06 00:01

Dula

Maðurinn er ekki einkvænisvera og það eru margir sem heilla okkur á marga mismunandi vegu, ég get verið hrifin og ástfangin af mörgum í einu en ekki á sama hátt af öllum. Það er hægt að elska manneskju, girnast aðra, þrá eina í viðbót og þarfnast eins í viðbót. Það er hægt að elska börnin sín , það er samt ekki sama ást og maður ber til maka síns. Ástin á sér margar hliðar og það er ekki hægt að segja að maður geti bara elskað eina manneskju rétt. Þannig að ef afbrýðismei og reiði mundi víkja þá lifðum við í fullkomnum heimi ástarlega séð.
Það er hægt að eiga marga sálufélaga af báðum kynjum og eins vini, ef maður leyfir því að þróast fram úr byrjunarhrifningunni og fer inná skynsemisstigið þá er hægt að láta mörg náin sambönd ganga upp, án misskilnings og flókinna siðferðisspurninga.
Það endar samt undantekningarlaust illa ef fólk er ekki heiðarlegt og er bara að vaða úr einu í annað án þess að geta gert nokkra grein fyrir því af hverju þetta er svona. Girndin má ekki fara út í bilun. Og einnig verða mörkin að vera skýr, en það er vandlifað í þessum svokallaða heimi og stundum vil ég halda eitthvað um maka minn sem hann mundi aldrei gera og öfugt en þar kemur biturleiki, reiði og afbrýðisemi inní.

þetta er mjög mikið áhugamál mitt og ég gæti haldið áfram í allan dag en hlífi ykkur við þessum pælingum áður en ég fer ða hljóma einsog biluð plata.

6/12/06 00:01

Jarmi

Hva'? Bara allir með öllum í liði? Það væri þá furðulegur fótboltaleikur.

6/12/06 00:01

Gvendur Skrítni

Já, þetta er asnalegur heimur - að velja sér bara eina manneskju til að elska.
Það væri auðvitað sniðugara að elska ALLA og velja sér svo eina manneskju til að hata.

6/12/06 00:01

Jóakim Aðalönd

Ég á bara erfitt með að samþykkja sambönd yfir höfuð.

6/12/06 00:02

Gaz

Önd í sambandsleysi

6/12/06 00:02

Jóakim Aðalönd

Akkúrat! Þú ert að ná þessu.

6/12/06 01:00

Hakuchi

Ég sé ekki hvað fólk ætti að hafa á móti því að annað fullorðið fólk velji að dreifa sinni ástarathygli á hvern þann sem það sýnist hverju sinni svo framarlega sem það er gert í algerum ærlegheitum.

Persónulega myndi ég aldrei nenna að standa í slíkri vitleysu með þeim veldisvaxandi flækjum og óhjákvæmilegum árekstrum sem því fylgdi.

Að hlaupa um sælgætisbúðina eins og óþekkur smákrakki og borða öll góðu sætindin sem mann langar í er kannski gott til skemmri tíma litið - en ekki hollt til lengri tíma litið.

6/12/06 01:00

Regína

Það er allavega ekki skemmtilegt að verða hrifinn af einhverjum, og komast svo að því seinna að viðkomandi er -hvað? - fjölásta?
Annars er margt til í þessu hjá Gaz.

6/12/06 01:01

Jóakim Aðalönd

Það er allavega ekki skemmtilegt að verða hrifinn af einhverjum.

6/12/06 02:01

Blástakkur

Nútímasamfélag er meira litað af úreltum trúarbrögðum en við gerum okkur yfirleitt almennilega grein fyrir.
Víða í heiminum tíðkast annars konar hegðunarmynstur án tiltölulegra vandkvæða. Þetta er náttúrulega allt saman spurning um hefðirnar sem við höfum komið okkur upp. Einyrkja sú er við búum við í dag er merkilegt nokk uppfynding feðraveldisins svokallaða og til þess ætluð að koma í veg fyrir rangfeðrun.
Þar sem svokölluð mæðraveldi hafa ríkt er yfirleitt meira kynferðislegt frelsi og þar af leiðandi minni spenna í þjóðfélaginu.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533