— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/06
Heilsan og Aldurinn

Eftir mikið pæl og hugs hef ég áhveðið að skrifa um það sem er "efst á baugi" hjá mér í dag.

Af hverju er það svoleiðis að það er til fólk sem virðist trúa því að það sé hægt að áhveða heilsufar manneskju með að líta á aldur hennar?

Ég er 24 ára gömul. Það er ekki mikið og fyrir þessi 24 ár fæ ég ekki mikið. Ég hef ekki menntað mig almennilega en ég er að vinna í því. Ég hef ekkert rosalega mikla reynslu í atvinnulífinu en ég hef samt lært mikið og er alltaf tilbúin að læra meira.
Hinsvegar er eitt sem ég hef náð mer í, og það eru hundlélegir liðir.
Mér er næstum alltaf illt í bakinu eða hnjánum eða bæði. Ég fæ einnig mígrenisköst (oft útaf sterkri sól). Þrátt fyrir þetta er ég frekar hraust. Verð sjaldan veik og þá ekki lengi.
Nú gerðist það hér á föstudeginum að ég datt og það alveg svakalega harkalega. Ég var á leið niður brekkuna að stöppistöðinni þegar vinstri ökkli beyglaðist og heila vinstri löppin hrundi undan mér og ég féll niður á hægri hné. Ég er hvorki lítil né mögur þannig að þetta var yfir hundrað kíló sem voru í falli.
Það þarf kanski ekki að nefna að hnéð skrapaðist afar illa og að buxurnar urðu blóðugar, slitnar og skítugar, allt á einu bretti. En ég reif mig upp, haltaði niður á stoppistöðina og varð bara að gjöra svo vel að bíða eftir næsta strætó. Þegar ég kom niður í bæ, þar sem ég skipti vanalega yfir í sporvagn, þá fór ég inn í næsta apótek og keypti mér umbúðir og svo bjó ég um hnéð.
Eftir því sem leið á daginn varð ég aumari í sjálfum liðnum en þar sem helgin var í nánd hafði ég engar áhyggjur. Vandamálið varð samt verra.
Á leiðinni til skólanns á mánudeginum heyrði ég svona "klikk" hljóð í hnénu og allt í einu kom aftur allur sársauki föstudagsinns og svolítið í viðbót. Ég haltaði eins og fífl allann daginn og aftur í gær, talaði svo við lækni sem sagði mér það sem ég hafði fattað sjálf. "fáðu þér svona hólk utanum hnéð sem styður vel vil og náðu þér í staf og notaðu hann þegar þú ert í skólanum en helst ekki heima..." Ókey, stafurinnn var ekki eitthvað sem ég hafði hugsað mér en samt.

Hér kemur málið. Á mánudeginum sat ég í sporvagninum á leiðinni heim. Ég hafði valið mér stað þar sem ég gæti rétt svolítið úr löppinni, til að minnka álagið á hnéð og reyndi að láta fara vel um mig, þegar þar að kemur fullorðin kona sem var byrjuð að verða svolítið gráhærð. Hún horfði á mig og mitt bláa hár og hvæsti næstum "Afsakið" að mér. Mér krossbrá. Ég svaraði henni að ég gæti ekki staðið í hnéð og kæmi þess vegna ekkert til með að færa mig. Og þvílíkur hneykslunar og pirrings svipur sem kom á konuna. Hún gekk öruggum stegum í sporvagninum sem nú var á ferð aftur til lausra sæta sem voru svolítið fyrir aftan mig og satti sig þar og byrjaði að tala við aðra fullorðna konu um "hrokann" í sumum krökkum. Þær gengu svo báðar af sporvagninum samtímis sem ég og ýttu sér framhjá mér þar sem ég haltraði í áttina að strætisvögnunum, ennþá að tala un "krakkana í dag".
Þegar heim var komið og "stafur" var nefndur heyrði ég fullorðna konuna á efri hæðinni skammast útí að svona ung stelpa, eins og ég, væri með svona asnaskap og aumingjaskap að láta sér detta það í hug að kanski kaupa staf (og þar með fylgja ráði læknis).

Að það sé til harðfullorðið fólk sem lítur á aldur manneskjunnar og áhveður heilsufar þeirra út frá því. Kannski ég ætti að setjast við hliðina á annari 24 ára stúlku og tala hátt um hrokan í eldri manneskjum.
"Að þetta fólk geti ekki asnast til að sitja á elliheimili og prjóna þar sem það á heima. Já eða barasta drepast..."

   (13 af 39)  
3/12/06 21:01

Nermal

Er ekki betra að fá sér hækju?

3/12/06 21:01

Grágrímur

Stafur er miklu flottari, hef lengi spáð í að fá mér staf bara upp á kúlið... |<s>Glottir<s>

3/12/06 21:01

Gaz

Hækjur eru ljótar og sjúkrahúsalegar...
[Hristir stafin að Nermal...] Vertu ekki að ybba þig..

3/12/06 21:01

B. Ewing

Þú hefur vonandi ekki rifið liðþófan í hnénu?

3/12/06 21:01

Útvarpsstjóri

Ég meiddi mig í hnénu í haust og hvet þig til að fara í myndatöku sem fyrst. Ég reif einmitt liðþófa í haust en það kom ekki ljós fyrr en læknirinn sendi mig í myndatöku 2 mánuðum seinna og þá hófst 2 mánuða bið eftir aðgerð (sem tók 15 mín).

3/12/06 21:01

krumpa

Jamm - þetta hefur alltaf pirrað mig. Auðvitað á virðing fyrir fólki að vera byggð á mannkostum en ekki hve lengi því hefur tekist að tóra...
Samt - hækja liti sennilega betur út en stafur í þessu sambandi, eða hvað?
Ég sleit liðbönd fyrir nokkrum árum og potaði í fólk með hækjunum og traðkaði á því og enginn sagði neitt ljótt ivð mig...

3/12/06 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Kæra Gaz Vonandi batnar þér bráðum í löppini
Að ferðast í sporvagni í Gautaborg er engin leikur
þessir skröltandi illalyktani skrímsli sem koma og fara þegar þeim sínist sífelt of senir vegna smá bilunnar og nokkra snjókorna .Að standa upp fyrir eldriborgurum er þó
það sem ég ýtreka mest fyrir börnunum mínum að flytja sig um einn rass fyrir þunguðum konum
og hjálpa hinum létuðu með barnavagnin og pittbullin sinn tilheyrir líka mentunn þeirra. Ég sé núna að á listann yfir tillitsemi þeirra þarf að bæta við bláhærðum stórum stelpum með verk í hnénu og skapvondum miðaldra kellingum og miðla þar á milli.

3/12/06 21:02

Jóakim Aðalönd

Steigstu ekki bara á frekjudolluna? Hvað ertu há? 182 cm? Stórar manneskjur eiga ekki að þurfa að hlusta á svona bull í litlu fólki...

3/12/06 21:02

Jóakim Aðalönd

...og já: Ég er ekki orðinn þrítugur og er með ónýtar axlir. Spáðu í það.

3/12/06 21:02

krossgata

Ég kannast við svona bara hér upp á útnáraskerinu Íslandi, enda löngu hætt að nota almenningssamgöngutæki. Það stendur stundum ekki utan á manni að það sé eitthvað að og í þessari óöld nútímans þá treystir enginn neinum og trúir því ekki að það sé eitthvað að þó maður segi það. Það geta auðvitað allir lent í slysi sama á hvaða aldri maður er. Það geta líka allir sýnt umburðarlyndi sama á hvaða aldri þeir eru. Við gerum það bara ekki.

3/12/06 22:00

Snabbi

Ég hélt að Jóakim væri með ónýt sundfit en svona er maður illa upplýstur.

3/12/06 22:01

Gvendur Skrítni

Já, þetta er eins og með ungt fólk á besta aldri sem er svo illa upp alið að það silast um í hjólastól allan daginn... hneykslanlegt. Varðandi heilsufarið þá skaltu bara éta ógeðslega mikið af Omega3, það er snákaolíulífselexír nútímans og fjandinn hafi það, það virkar!

3/12/06 22:01

Tigra

Svo virðist fólk einmitt ekki alltaf gera sér grein fyrir því að verkir geta verið mis slæmir og ýmis sjúkdómar og ástönd á mis slæmu stigi.
Ég er til að mynda með vöðvabólgu.
Jú? Hver er það ekki?
Allir með skrattans vöðvabólgu.
Ég er bara rétt skriðin upp úr tvítugu.. jah.. eða að skríða upp í 22 ára... en þessi vöðvabólga getur orðið helvíti slæm.
Yfirleitt er hún alveg bærileg, en ef ég sef eitthvað skakkt eða illa, þá hef ég lent í því að ég gat ekki risið upp úr rúminu daginn eftir.
Ég svaf eitthvað skakkt núna um helgina og á sunnudagsmorguninn var mér illt í allri hægri hliðinni eins og hún lagði sig, frá hálsi, öxl, allri hendinni, baki, síðu, læri, kálfa og tábergi.
Ég get ennþá í dag, á fimmtudegi, ekki farið úr bol án aðstoðar.
Ég veit ekki hvurn djöfulinn ég gerði, en þar sem að fóturinn jafnaði sig fljótt, og síðan og bakið skánuðu mikið, þá geng ég eðlilega og ber mig vel.
Ég þyrfti ekki að fá að sitja í strætó, en það má varla rekast í handlegginn á mér án óbærilegra kvala.
Samt er þetta bara vöðvabólga. (Held ég.. eða þá að ég hef slitið eitthvað eða tognað)
Kemur fyrir alla.

3/12/06 22:01

Gaz

Tígra mín,.. Náðu þér í kort í laugina og þvingaðu fólkið þitt að nudda þig! Hiti og nudd er algjört möst fyrir fólk með vöðvabólgu.
Mín er orðin svo slæm og gömul að ég tek varla eftir henni lengur, nema þegar hún setur í gáng mígrenisköst...

Kimi.. lengri en 182...

Takk Öllsömul...

3/12/06 22:01

Limbri

Auðvitað stendur maður upp fyrir þeim er maður telur að hafi meiri þörf fyrir sætið en maður sjálfur. Eldri konur falla oft í þann flokk. En finnist manni að maður sjálfur þurfi að sitja þá gerir maður það bara, óháð því hvað öðrum finnst. Maður ber það bara undir eigin samvisku og engra annara.

Ég vona að þú jafnir þig fljótt og þú skalt endilega drífa þig í myndatöku. Það er slæmt að láta slíkt dragast. (Og ekki bara "biðja" lækninn um myndatöku, fáðu myndatöku.)

-

3/12/06 23:00

Vímus

Ég ætti með réttu að vera löngu dauður en með réttri lyfjagjöf er ég hinn sprækasti. Takið eftir!
Ég stjórna þeirri lyfjagjöf sjálfur. Að vísu yfirgaf ég ekki skrifstofu landlæknis fyrr en hann hafði samþykkt allt sem ég sagði og vildi.

3/12/06 23:00

Vímus

Ég gleymdi að taka fram að ég er langelsti Gestapóin í árum talið.

3/12/06 23:00

krossgata

Ég veit um eldri Gestapóa í árum talið en Vímus.
[Brosir dularfullu brosi]

3/12/06 23:01

Gaz

Ár og aldur segir bara til um hversu oft þú hefur ferðast á þessum kletti i kirng um brennheita sólina. Það segir ekki til um gáfur, þroska, reynslu eða heilsu. Svo einfalt er það bara..

4/12/06 00:02

Kargur

Væl er þetta í ykkur. Ég man hvað Útvarpsstjóri var draghaltur þegar hann kom hingað í haust. Einhver var að undra sig á því að svona ungur maður væri haltur. Ég útskýrði það með því að hann hefði komið svona heim úr stríðinu. The big one.

4/12/06 00:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ertu að tala um þorskastríðið

4/12/06 01:00

Jóakim Aðalönd

Hvað ertu annars löng?

4/12/06 01:01

Gaz

187.5 cm... Og ég elska hæla! ;)

4/12/06 02:02

Dexxa

Úff.. ég kannast við þetta sjálf, þegar hnéið á mér var upp á sitt versta, (þar sem ég átti erfitt með að ganga og ný byrjuð í sjúkraþjálfun þar sem mér var sagt að nota hnéið sem minnst), þegar ég sat á fyrirlestri og eldri kona hnegslaðist á því að ég myndi ekki standa upp svo eldra fólk gæti sest niður, notabene, þessi "eldri" kona var einungis um fertugt og augljóslega heilsuhraust.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533