— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 1/12/06
Sigurinn er MINN!

Svo sit ég hér og dansa í stólnum mínum.

Það tók sinn tíma, næstum tvær vikur, en ég hef unnið stóran sigur. Ég kemst inn á netið í skólanum!
Já það tók tíma. Þrjár heimsóknir til IT strákanna uppi á þriðju hæð (sem heitir önnur hæð í svíþjóð) er allt sem þurfti til.
Í fyrstu heimsókn var mér lofað að ég kæmist inn bara ef ég lét þá vita kóðann fyrir þráðlausa gumsið í tölfunni minni. Í annari heimsókn, 3 dögum seinna, sagði drengurinn bara "ha?" (jah, að vísu "va?") og var ekki að skilja af hverju ég var ekki að geta tengst netinu. Hann skoðaði og athugaði og lofaði að leggja mig inn á netverk tvö. Það gerði það bara að verkum að skilaboðin breyttust frá "There was an error..." í "You do not have clearance..." og ég varð pirruð.
Í dag var síðasta heimsóknin. Allt er þegar þrennt er.
Og hér er ég!
Þetta gerir mikið að verkum fyrir það hvernig ég er hér á lútnumm. Hugsanir mínar sem mig langar að skrifa inn og troða upp á fólk í gegn um lútinn eru vanalega flognar út um gluggan ef ég er ekki orðin allt of þreytt þegar ég vel er komin heim.
[Hlær kvikyndislega.]
Nú lossnið þið ekkert við mig...

   (20 af 39)  
1/12/06 17:00

Dula

Velkomin krúttadúllubossahnoðrarúsínan okkar [gruppeknus]

1/12/06 17:01

B. Ewing

[Æðir í kruppeknusið og knúsar alla]

1/12/06 17:01

krossgata

Ekki við öðru að búast af fólki sem kallar 3. hæð 2. hæð.

1/12/06 17:01

Altmuligmanden

Þetta er kraftaverk!

1/12/06 17:01

Offari

Glæsilegt. Nú geturðu spurt okkur ráða þegar prófin byrja.

1/12/06 17:01

Nornin

Og ég sem hélt að svíjar væru óendanlega skipulagðir og að allt virkaði í sverge... augljóslega ekki.
En gott að IT gaurarnir hafi reddað þér að lokum.

1/12/06 17:01

Sæmi Fróði

Hefði ekki verið fallegra að segja: Ég sigraði eða ég vann?

1/12/06 17:01

Nermal

Þetta er bara stórt norskt samsæri. Svo er bara vesen að vera með Apple.......

1/12/06 17:01

Gaz

[Slær Nermal í hausinn með upprúlluðu dagblaði.]

Og sjá, ég hef uppgötvað kaffihús með fríkeipis interneti.
(Að vísu er það langt frá þeim stöðum sem ég vanalega er á... en samt.. alltaf eitthvað.)

Í svíðjóð ræður þykisturegla. Það er, hér er allt raðað og fínt á yfirborðinu, en undir blása vindar ringulreiðarinnar. Meira um það seinna.

1/12/06 17:01

U K Kekkonen

Enda er þu titlaður fastagestur.

1/12/06 17:02

Gaz

Það er rétt hjá þér Kekkonen. Ég var barasta ekkert búin að taka eftir því.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533