— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/05
Virðingarleysi og dónaskapur.

Ég er í vondu skapi núna.
Ég er uppalin við það að maður á að bera virðingu fyrir foreldrunum og að maturinn sem er hafður á borð er sá eini sem er í boði. Maður á að segja til ef eitthvað er ekki eins og maður vill hafa það OG maður á að vera maður til að standa við sín orð. Ef þú villt kvarta yfir matnum skalt þú vera tilbúinn til að laga mat sjálfur í staðinn. Ef þig vantar hjálp við heimilishaldið berð þú ábyrgð á því að tala við fólk og segja til.
Þetta þekkist ekki í þessu húsi.
Ég eldaði mat í dag og reyndi að laga góðann og hollann mat. Ég passaði upp á að það var til nægilegt kjöt handa öllum og að það væri mikið af pasta og grænmeti til til að borða með. Það fyrsta sem nokkur sagði svo um matinn var. "Þú hefur tekið framm of lítið kjöt." Þetta pirraði mig mikið svo að ég sagði til um það að ef að þetta var vandamál þá getur viðkomandi bara andskotas til þess að elda matinn sjálfur. Þá kom næsta manneskjan inn í samtalið og sagði "Borðið bara." í þannig tón að mér leið eins og það væri verið að skamma mig fyrir að segja til. Það er nógu andskoti pirrandi að fólki finnst það vera bara alveg eðlilegt að ná í krydd sem ekki stendur á borðum og krydda matinn eftir að borið er á borð, jafnvel án þess að bragða á matnum.
Ég þarf að flytja og komast héðan og í mitt eigið heimili þar sem ég get sagt til að ég þoli ekki svona hegðun. Andskoti er það pirrandi að vera í þannig aðstöðu að maður getur ekki stjórnað neinu í eigin heimili.

   (31 af 39)  
5/12/05 23:01

Dexxa

Já ég er sko alveg sammála þér um þessa ókurteisi við matarborðið.. það má alveg segja sína skoðun en það er algjör óþarfi að vera ókurteis!!

5/12/05 23:01

Don De Vito

Hvað væl er þetta? Má maður ekki kvarta yfir lélegri þjónustu?

5/12/05 23:01

Gaz

Ef þú kvartar yfir þeim mat sem ég ber á borð Dúddi þá getur þú bara borðað einhversstaðar annarsstaðar. Ég fæ ekki borgað fyrir að þjóna þér!

5/12/05 23:01

Don De Vito

...Grín!...

5/12/05 23:02

Nermal

Laun heimsins eru vanþakklæti!

5/12/05 23:02

Hvæsi

Það hefur enginn lifað það af að kvarta undan matnum mínum.
[starir þegjandi útí loftið og stálar hnífinn sinn]

6/12/05 00:00

Jóakim Aðalönd

Borðið bara!

6/12/05 00:01

Don De Vito

{Hvæsi sagði: ,,Það hefur enginn lifað það af að kvarta undan matnum mínum.
[starir þegjandi útí loftið og stálar hnífinn sinn]''}

Enda er matareitrunin svo fljót að virka hjá þér.

6/12/05 00:02

Andmæla

Bara láta þau finna fyrir því!

6/12/05 00:02

Vladimir Fuckov

[Bíður spenntur eftir að sjá afleiðingarnar af orðum Dúdda]

6/12/05 01:01

ZiM

Ég skil sko að þú skulir vera pirruð. Ég væri ekki tilbúin til að elda fyrir svona dóna. Það er hægt að benda manni kurteisislega á eitthvað án þess að það sé kvart en sumir eru bara dónalegir.

6/12/05 01:02

Upprifinn

Eruð þið Gaz Dúddi og Jóakim öll vistmenn á sama sambýlinu?

[veltist um öskrandi af hlátri.]

6/12/05 02:01

Cro Magnum

En af þessu má draga lærdóm, bera fram helling af kjeti í næsta skipti
[brosir breitt]

6/12/05 02:02

krumpa

Ég fæ aldrei nema botnlaust hrós þegar ég elda - sem er gaman og hvetur mig til að vanda mig enn meira. Þannig að...annaðhvort eru heimilismenn hjá þér óuppdregnir og óuppaldir dónar - eða þú bara hroðalegur kokkur (sem er alls ekki svo óalgengt...).

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533