— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/05
Kraminn Maur.

Hér úti í garði þar sem ég bý er lítið maurabú sem sem betur fer er alltsaman neðanjarðar. Maurarnir príla upp á borðum og stólum og eru meir og minna allsstaðar.
Í dag sat ég úti í garði og þóttist kunna meta sólina meðan ég málaði og hugsaði og lét mér líða eins vel og á var kosið. Þá kom dóttir mín og horfði á mig og sagði svo. "Mamma. Maurar klifra á þér mamma!" (Lauslega þýtt.) "Já." sagði ég og lét niður á mig og sá í maur som prílaði niður af bolnum mínum niður á milli brjóstana á mér. Ég ákvað það að vera ekkert að láta þetta príl fara í pirrurnar á mér og hélt áfram að mála þó að ég fynni fyrir nokkrum forvitnum klifrurum hér og þar.
Svo í kvöld fer ég í snögga sturtu til að skola af mér svitann og finn þá brjóstaskoðunarmaurinn kraminn í haldaranum mínum. Aumingja greyið hafði ábyggilega bara villst. En samt, agalega er ég feginn að þetta var eini maurinn.

   (32 af 39)  
5/12/05 10:02

Offari

Þessi maur hafði sömu áhugamál og ég.

5/12/05 10:02

Herbjörn Hafralóns

Blessuð sé minning maursins, sem endaði líf sitt í Paradís.

5/12/05 10:02

Dexxa

Mála? Ertu byrjuð að mála?

5/12/05 10:02

Nermal

Dead ant..dead ant...

5/12/05 10:02

Hakuchi

Þvílíkur dýrindis yndælis stórkostlegur dauðadagi.

5/12/05 10:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Tek heilshugar undir með vorum hávelborna konungi.

Þá er heldur ekki úr vegi að líta um öxl & rifja upp stórgóðan sálm eftir einn af okkar öndvegisskáldbræðrum, Sundlaug Vatne. Einkum er það þriðja & síðasta erindið sem mér þykir eiga vel við í þessu samhengi:
-----------------
Ein er þrá mín hringa hrund,
hlusta á mig, kvinna:
Mætti ég leika litla stund
læra á milli þinna.

Eftir okkar ástarfund,
einnig vild' eg þiggja
eina ljúfa óttustund
í örmum þínum liggja.

Og er mig Drottinn æpir á
og ævi lætur linna,
mætti eg kafna mega þá
milli brjósta þinna.

5/12/05 11:01

Gaz

Takk fyrir vinaleg viðbrögð.
Og GiR, já, ég hef byrjað að sulla með liti aðeins. Er ennþá bara að venja mig við að hafa pensil á milli fingrarna samt.

5/12/05 12:01

ZiM

Er pensillinn þá að koma í staðinn fyrir annað sem að er oft á milli fingra þinna?

5/12/05 13:00

Jóakim Aðalönd

Össs...

5/12/05 16:00

hunandar

Ant's in the pants ANTS IN THE PANTS ANTS IN THE PANTS UHIGIHUIGITHIIIIIIIIIIIII HAPPY BIRTHDAY CARTMAN

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533