— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/05
Þetta er bara leikur...

Já já. Vertu ekki að taka þetta svona alvarlega. Ég veit að þú hefur verið rændur og svikinn. Ég veit að fólk baktalar þig og kallar þig öllum illum nöfnum. Ég veit að þú færð hvergi hjálp sama hvað er að og sama hvernig þú biður. Taktu það ekki svona alvarlega. Þetta er bara leikur.

Eru nokkur takmörk fyrir virðingarleysi og kvikindis skap í fólki?
Ég spila á netinu svona 10-12 tíma í viku og þá svokallaða MMORPG leiki. (Massive Multiplayer Online Role Playing Game.. Við þurfum íslenskt orð fyrir þetta fyrirbæri!) Hvert svo sem á er litið er annað fólk sem er að spila sama leik. Sem er að gera sömu hluti og að spjalla. Þetta er heilt samfélag í tölfuværðu umhverfi. Eins og í öllum öðrum samfélögum er þar að finna allar tegundir fólks. Það eru snillingar, hálfvital, englar og glæpamenn. En í "leik" virðast allaf vera fleiri hálfvitar og glæpamenn en hvað það er fyrir utann leikin og þá meina ég hlutfallslega séð. Þetta pjakk felur sig bakvið "Þetta er bara leikur." og annað pjakk hamast við að reyna að fá fólk að láta ekki hálfvita og glæpamenn trufla sig og í raun afsakar þá með "Þetta er bara leikur.".
Ég veit að þetta er leikur en þetta er ekki "bara" leikur. Þetta er leikur þar sem þú ert að spila með heilum helling af öðru fólki og það á að minnsta kosti skilið pínulítið tillit og virðingu. Þó að þetta sé leikur þá er á bak við hvern einn og einasta annann kall, sem hleypur um skjáin, hugsandi tilfinningavera. Allt þetta fólk sem er svindlað á og stolið frá er alvöru fólk. Og þó að þetta séu bara spilapeningar þá er það rétt að sá sem stelur litlu er líka þjófur! Þó að þú sért fleiri hundruð kílómetra í burtu þá geta þín orð samt sært eins og ef þú stæðir í sama herbergi.

Fólk sem felur sig á bak við "bara leikur" eru heigulir asnar og það ætti alltsaman að skammast sín!

   (34 af 39)  
5/12/05 02:01

B. Ewing

Sammála. Ertu semsagt að spila WOW allan daginn?

5/12/05 02:01

Ugla

Það er akkúrat þetta sem Halli segir við mig þegar hann er að betla í mér að taka þátt í sjúku vitleysunni sem honum dettur endalaust í hug...
"Þetta er bara leikur Ugla mín"
Ohhh ég fæ bara hroll!

5/12/05 02:01

Haraldur Austmann

Þér finnst það nú gaman Ugla mín. Hver fann upp leikinn Gaddakylfuhjúkkan önnur en þú?

5/12/05 02:01

bauv

Wow er skeemtilegut leikur í hófi.

5/12/05 02:01

Finngálkn

Æðislegt! - Bólfimi eldri borgara!

5/12/05 02:02

Ugla

G L Æ T A N að gaddakylfuhjúkkan sé komin frá mér Haraldur!
Hún var með þvottaklúta og hitamæli þegar ég stakk upp á þessum leik en auðvitað var það ekki nógu mikið fútt fyrir þig.
Auðvitað ekki!

5/12/05 02:02

Haraldur Austmann

Já...og þá sagðir þú: Á ég kannski að sækja gaddakylfuna...ha?

5/12/05 02:02

Bjargmundur frá Keppum

Aðgát skal höfð í nærveru skálar

5/12/05 02:02

Brauðfótur

Þá sjaldan sem ég kemst í svona MOrgpoRGForg klæmist ég, drep þá sem eru með mér í liði og hendi sprengjum í allt sem hreyfist... Orðin "wtf n00b" eru sem fagrasti söngur engla í mínum eyrum.

Annars fæ ég að mestu leiti útrás fyrir þessar hvatir mínar með því að teikna typpi og píkur í alnetspictionary, þekktu sem iSketch.

5/12/05 02:02

Glúmur

MMORPG er auðvitað bölvað afskræmis orð.
HFGHSL væri mun betra (Heljarinnar Fjölmennir Gagnvarpaðir Hlutverka-Spils Leikir)

5/12/05 03:01

feministi

HeFGaHaSL eða Hefgahasl er þjált og gott orð.

5/12/05 03:01

Gaz

Hefgahasl!
Ég spilaði WoW og það í hófi og hætti því að spilararnir voru flestir eiginhagsmunaseggir af verstu gerð og Blizzard fór með sína viðskiptavini eins og þeir væru verðlausir hálfvitar! Ef fyrirtæki kann ekki að meta mig og mína peninga þá tek ég þá og fer annað. Ég vill ekki borga fyrir að láta fara illa með mig.
Nei í dag spila ég Púslu Sjóræningja spilið allræmda sem að vísu er ekki að virka í dag, og einnig er ég öðru hverju í Entrópíu.

5/12/05 03:01

B. Ewing

En hvað með Konunga Óreiðunnar? Reyndar er það frekar leiðinlegur leikur með tölur.

5/12/05 03:01

Bjargmundur frá Keppum

Championship Manager, og ennfremur Football Manager, er eini tölvuleikur alheimsins sem blívur.

5/12/05 03:02

Dexxa

Sumt fólk ber ekki snefil af virðingu fyrir neinu.. það ætti bara að skjóta það allt saman.. *brosir sakleysislega*

5/12/05 04:00

Jarmi

Á maður sumsé ekki að stela? Og heldur ekki að vera vondur?

Mikið var nú gott að þú komst og sagðir okkur frá þessu. Ég var nefnilega búinn að gleyma þessum reglum. Móses var hreinlega búinn að skolast úr hausnum á mér.

5/12/05 04:00

Gaz

*potar í jarma*
Maður á að bera nægilega virðingu fyrir fólki til að vera ekki að hamast að gera þeim það sem maður vildi aldrey láta gera við sig.
Og það kemur Móses bara andskotann ekkert við!

5/12/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Svona nú, þetta er nú bara leikur.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533