— GESTAPÓ —
ZiM
Fastagestur.
Sálmur - 3/12/05
Alkóhólismi

Nei, sjálf er ég ekki alkóhólisti.

Annan sopa tekur,
hún getur ekki hætt.
Fíknin hana rekur
sál hennar er tætt.

Meðferðin gerði ei neitt
hún ræður ekki við sig.
Henni þykir það leitt,
"Hvað verður um mig?"

Nú hefur hún misst alla
nema eina dóttir sína,
hún hættir ekki að falla
heldur velur á milli vína.

Hún öskrar og særir,
lætur skap sitt dynja.
Dóttir sína grætir,
stelpan er að hrynja.

"Nú hverf ég á braut,
úr mér er horfinn allur kraftur.
ég hef lifað í þjáningu og þraut
Nei mamma, ekki aftur."

   (5 af 7)  
3/12/05 11:01

Vímus

Þetta er hræðilegt.
Kann fólk sér ekki hófs í þessu brennivíns og dópsulli?

3/12/05 11:01

ZiM

Ned Kelly ég bíð spennt eftir að sjá þig gera betur.

3/12/05 11:01

Haraldur Austmann

Ég heiti Haraldur og ég er alkóhólisti. Skál!

3/12/05 11:01

Ned Kelly

Eyddi óþörfu kommenti mínu hér fyrir ofan. Ef kona getur ekki hrósað, á hún að þegja.

3/12/05 11:01

Dexxa

Æi elsku ZiM mín...

3/12/05 11:01

Nermal

Maður er einfaldlega orðlaus...

3/12/05 11:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég þekki þettað sorglegt en vel gert haltu áfram að skrifa það hjálpar . bráðum kemur vorið og við verðum að mæta því .

3/12/05 11:02

Nætur Marran

nú hverfur hún til grafar
og hversvegna ekki
ekki vildi hún hafa
alla þessa hlekki

3/12/05 11:02

Hakuchi

Alkóhólismi er betri en kommúnismi.

3/12/05 12:00

Offari

Ég held að ég kannist við móðir þína!

3/12/05 12:01

blóðugt

Kann enginn að fallbeygja lengur?

3/12/05 12:01

Gaz

Mér finnst þetta nokkuð vel skrifið. Hefði sagt "Skál!" en einhvernveginn passar það ekki.

ZiM:
  • Fæðing hér: 23/1/06 18:56
  • Síðast á ferli: 26/5/20 12:49
  • Innlegg: 223
Eðli:
Snarbrjáluð geimvera með veruleikafirringu og háleitar hugmyndir um eigið ágæti.
Fræðasvið:
Heimsyfirráð, viðgerðir á hátæknibúnaði, stjórnun heimskra vélmenna.
Æviágrip:
Fæddist á plánetunni IRK en var send í útlegð vegna smá misskilnings sem átti sér stað í hernum. Það getur víst komið fyrir alla að sprengja óvart upp eigin herstöð. Flúði til Jarðar og leitaði hælis á Baggalútíu og fer þar huldu höfði á meðan hún finnur leiðir til að ná heimsyfirráðum.