— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 2/11/07
Íslandsminni Sigurhæðaskáldsins

Á þessum síðustu tímum finnur maður sterkar tengingar við kveðskap Matta. Mér þótti við hæfi að birta þetta kvæði óstytt, þó ég viti að kveðskapur annarra sé ekki vel liðinn hér þá finnst mér samt fullt tilefni til að birta þetta, ykkur til hugvakningar.

Eitt er landið ægi girt
yzt á Ránar slóðum,
fyrir löngu lítils virt,
langt frá öðrum þjóðum.
Um þess kjör og aldarfar
aðrir hægt sér láta,
sykki það í myrkan mar,
mundu fáir gráta.

Eitt er landið, ein vor þjóð,
auðnan sama beggja;
eina tungu, anda, blóð,
aldir spunnu tveggja:
Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra,
tár þín líka tárin vor,
tignar landið kæra.

Þú ert allt, sem eigum vér
ábyrgð vorri falið.
Margir segja: sjá, það er
svikið, bert og kalið!
Það er satt: með sárri blygð
sjá þín börn þess vottinn,
fyrir svikna sátt og tryggð
sorg þín öll er sprottin.

Fóstra, móðir, veröld vor,
von og framtíð gæða,
svíði oss þína sáraspor,
svívirðing og mæða!
Burt með lygi, hlekk og hjúp,
hvað sem blindar andann;
sendum út á sextugt djúp
sundurlyndis fjandann!

Græðum saman mein og mein,
metumst ei við grannann,
fellum saman stein við stein,
styðjum hverjir annan;
plöntum, vökvum rein við rein,
ræktin skapar framann.
Hvað má höndin ein og ein?
Allir leggi saman!

Líkt og allar landsins ár
leið til sjávar þreyta,
eins skal fólksins hugur hár
hafnar sömu leita.
Höfnin sú er sómi vor,
sögufoldin bjarta!
Lifni vilji, vit og þor,
vaxi trú hvers hjarta!

   (15 af 51)  
2/11/07 04:01

Eflaust átti það vel við þá, en ég efa að það eigi síður við núna.

2/11/07 04:01

Kífinn

Þetta er fallegt, sniðugt af þér að beygja reglur. Mun þetta eftir Matta yngri eða Matta eldri?

2/11/07 04:01

Huxi

Það veitir ekki af að birta alvöru kveðskap fyrir óuppdreginn og menningarsnauðan flenniflatskjáaglápandi pizzulýðinn. Það hefur sem betur fer verið töluvert streymi af fagurri ljóðlist úr ranni Gestapóa sjálfra, en það er þó allt í lagi að svona mikið og fallegt kvæði sé uppritað fyrir okkur. Sérstaklega þegar þörf að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum...
H.karl: Matthías Jochumson er höfundur þessa ljóðs. Hver er Matti yngri?

2/11/07 04:01

Kífinn

Sammála Huxi.
MJ myndi vera yngri en MJ. Atómskáld og fyrrv. ritstj.

2/11/07 04:02

Datt hórkarli í hug að þessi skáldskapur væri eftir atómskáld?

2/11/07 04:02

hvurslags

Að sjálfsögðu er þetta Matthías Jochumsson, hinn gæti e.t.v. kallast Hádegismóaskáldið.

2/11/07 04:02

hlewagastiR

Annar er það kvæði M.Joch sem helst kemur upp í hugan þessa dagana svohljóðandi:
Volaða land,
horsælu hérvistar-slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!

Tröllriðna land,
spjallað og sprungið af eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!

Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!

Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!

Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi kaunum,
stórslysa land!

Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!

Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!

Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!

Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!

2/11/07 04:02

Skabbi skrumari

Já... nú er sko sannarlega tilefni til að ryfja þetta upp... Skál

2/11/07 04:02

Günther Zimmermann

Matthías þessi inn yngri er nú Jóhannessen, en ekki Jochumsson. Sonur hans er Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri og übergasmann. Segið svo að Flokkurinn hugsi ekki vel um sína.

Þetta minnir mig á sögu frá 8. áratugnum (því nú er hann orðinn eldgamall brandarinn um að sá ágæti áratugur sé kominn aftur). Ungur lögreglumaður fékk sitt fyrsta verk: að ganga um miðbæ Reykjavíkur og sekta ökutæki sem ekki var lagt eftir reglum. Nú, okkar maður gengur um bæinn og telur sig heldur betur komast í feitt á Austurvelli, þar fellur hvert ökutækið á fætur öðru fyrir sektarpenna hans. Er hann svo er aftur snúinn á lögreglustöðina réttir hann yfirvarðstjóranum sektabunkann, hróðugur. Yfirvarðstjóri lítur á bílnúmerin á miðunum, og hendir allnokkrum úr, tautandi: Óli Thors, Gunnar Thoroddssen, Geir Hallgríms…

2/11/07 05:01

Kífinn

Góður G(u með tveimur punktum yfir)nther Z.
Pó: já, Matthías Joh. færir sig ætíð nær bragfræðinni og verður sífellt meira hugað um land sbr. Hrunadansinn.
Konkur: Geggjað ljóð en ef ég vissi ekki betur var spúan þín fyrir ofan merkisberi óæðri hugsanagangs. Ertu ekki orðinn aðall og gætir að þér sem slíkur?

2/11/07 05:01

hlewagastiR

Jú, Hórkarl, ég þarf að gæta konunglegrar virðingar svo að ég fjarlægði spýjun (án þess að hafa þó skipt um skoðun).

2/11/07 07:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skál í botn !

hvurslags:
  • Fæðing hér: 21/8/03 19:36
  • Síðast á ferli: 11/6/23 18:21
  • Innlegg: 7684
Eðli:
Fræðasvið:
Ég er nú sosum ágætur að bakka með kerru.
Æviágrip:
Það rættist bærilega úr okfrumunni.