— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 9/12/06
Sólarljóđ hin síđari

Ég hugsađi mig töluvert um hvort ég ţyrđi ađ láta jafn persónulegan kveđskap og ţennan inn á Gestapóiđ, ţó einkum af ţví mitt rétta nafn kemur fyrir í ţví. En ćtli viđ höfum nokkuđ hrćđilegt ađ fela innst inni, sérstaklega ef ţađ er um ástina sem bíđur á Íslandi?

Ţađ kom morgunn!

Sumardagurinn fyrsti
og ég sólina fađmađi og kyssti.
b
“Horđu ekki beint í hana,”
var fóstru minni tamt
ađ tönnlast á
eins og af gömlum vana
(en ég gerđi ţađ samt)
ţví glađur ég sá

stćrsta af stjörnufestingum
standandi efst á himninum
og í morgunbirtunni rósrauđum
ryđur hún inn í mig geislunum.

Ţađ hlýna fer
í hjarta mér.

Ţađ kom hádegi!

Vorrigningin klárast
jafnvel veturinn tárast
(og vötn og lćkir hćtta ađ gárast.)

Viđ sólin blikkum hvort til annars
og byrjum ađ flissa
ţví beint yfir höfđi mér
skín hún ađeins til Kristján Hrannars
sem kannski er hissa
hvernig athyglin beinist ađ sér

Ţótt ég langförull legđist
léti hún mig ekki í friđi
og í sífellu segđist
vera stöđugt á iđi
(full óţreyju eftir mér biđi.)

Ég flauta lag, kćruleysislega
um miđjan dag.

Ţađ kom kvöld!

Ţađ sefar ţó tregann
síđasta útilegan.

Viđ hlćjum í hálfkveđnu gríni
ég er hrćddur ađ klára erindiđ
sem viđ bćđi vitum hvernig endar.
Hún býđur mér ber sem ég tíni
og bakar hörundiđ
holdlegrar kenndar.

Hún bađar mig rauđum kvöldlokkum.

Hrađar en fuglinn flýgur
fćra örlögin mig til hliđar
og ég varnarlaus horfi er hún hnígur
til viđar.

...................

Ţađ kom nótt.

Eftir hinsta kvöld
kemur hélan köld.

Til skiptis ég frýs eđa brenn
Til skiptis verđ hrćddur og feginn
og fylgist međ fréttunum.
Fjúff, hún skín ţó enn
einhvers stađar hinum megin
á hnettinum.

Ég fć ađ sjá hana aftur.

Í myrkrinu hungrađir hrafnar
heppnina síst eiga ađ bođa
mitt hjarta er ţakiđ ís.

En vonin í dögginni dafnar
og í dimmunni dreyrir af rođa
í austri hún aftur rís!

   (24 af 51)  
9/12/06 18:01

Skabbi skrumari

Ţađ er bragđ af ţessu... salút...

9/12/06 18:01

Anna Panna

Ţetta er kraftmikiđ samband og verđur vonandi langlíft! Skál! [Tegir sig yfir hnöttinn til ađ skála]

9/12/06 18:01

Offari

Ég sé nú hvergi nafniđ ţitt í ţessu kvćđi Gulli minn.

9/12/06 18:01

Skabbi skrumari

Skrítiđ... hann heitir Guđmundur og kallađur Gulli...

9/12/06 18:01

The Shrike

Ţetta ţarf ađ lesa hćgt. [Fćr glampa í augun]

9/12/06 18:01

Regína

Ég ćtlađi ađ reyna ađ skrifa eitthvađ gáfulegt, en .. ţetta er bara magnađ. Hún er heppin stúlkan sem fékk ţig ţví ţú ert yndi.
.
Og ég sakna gömlu myndarinnar af ţér.

9/12/06 18:02

Tigra

Ţú ert greinilega góđur í fleiru en bara ađ bakka međ kerru.

9/12/06 18:02

krossgata

Alveg hreint ljómandi.

9/12/06 18:02

Grýta

Fallegt og flott kveđiđ.

hvurslags:
  • Fćđing hér: 21/8/03 19:36
  • Síđast á ferli: 11/6/23 18:21
  • Innlegg: 7684
Eđli:
Frćđasviđ:
Ég er nú sosum ágćtur ađ bakka međ kerru.
Ćviágrip:
Ţađ rćttist bćrilega úr okfrumunni.