— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 8/12/04
Bakkabræður - gagnrýni

Vísurnar um Bakkabræður eftir Jóhannes úr Kötlum kannast margir við, en þó ekki eins margir og ættu að þekkja. Hér verður hinn ódauðlegi kveðskapur Jóhannesar um flónskuþríeykið rakinn og kynnt fyrir lesendum kímnigáfa og innsæi skáldsins.

Vísurnar komu út árið 1941, nokkru eftir að kverið Jólin koma var birt. Þarna heldur Jóhannes áfram að gera sér þjóðsögur að yrkisefni og má nær ætla að honum takist einnig vel upp með Bakkabræðurna eins og raunin varð með jólavættirnar. Svona hefst kverið:

Bæjarkorn á Bakka heitir
blátær á þar fram hjá streymir
síli smá í hyljum hýsir
hvíta steina á botni geymir.

Alla daga áin rennur
alúðlega fram hjá Bakka
þylur þar um allar aldir
ævintýri fyrir krakka.

Þar ég heyrði þessar sögur,
þegar ég hlýddi á niðinn blíðan.
Einu sinni bjó á Bakka
bóndi, fyrir löngu síðan.

Sonu þrjá hann samtals átti,
sjálfsagt mestu órabelgi,
en þó gæðagrey, sem hétu
Gísli, Eiríkur og Helgi.

Bærinn Bakki mun hafa staðið í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð. Þeir bræður áttu að hafa búið þar ásamt föður sínum og merinni Brúnku.
Í næstu vísnaflokkum er meðal annars fjallað um Blöndukútinn, þegar þeir feðgar róa til fiskjar sem inniheldur hina frægu setningu "Gísli, Eiríkur, Helgi - faðir vor kallar kútinn!", Útförina af Bakkabóndanum, gerð hins nýja Bakkabæjar þar sem þeir komast upp á lag með að bera myrkrið úr bænum með húfunum sínum og flytja svo sólskinið með sömu aðferð inn í hann og þar fram eftir götunum.

Jóhannes sýnir þarna hvers megnugur hann er, því þrátt fyrir að kverið sé hugsað sem barnakvæði getur hver sem er notið þess til fullnustu. Í dag hugsum við oft til þessa tíma þegar svokallað barnaefni var af mjög skornum skammti og oftast óvandað. Vísurnar um Bakkabræður sýna fram á þveröfugt. Vonandi munu þessar vísur lifa með þjóðinni um ókomna tíð því ef íslenska þjóðin hættir að lesa þennan kveðskap fyrir börnin er illt í efni. Ég enda þennan pistil á seinni helming fyrsta kvæðaflokksins:

Ei þeir voru öðrum líkir
eftir því sem greinir frá þeim.
Ýmsum virtist vanta sjálfa
vitglóruna í kollinn á þeim.

Sumar þeirra svaðilfarir
samt eru mjög við barna hæfi.
Margt var það, sem skrítið skeði
og skemmtilegt á þeirra ævi.

Hnittin fannst mér heimska þeirra,
hún var sjálfsagt oft til baga,
en hefði vitið verið meira
væri kannske engin saga.

Betur en viskan djúp og döpur
dæmi flónsins oft er þegið.
Gott er að eiga Bakkabræður
bara til að geta hlegið.

Þeim, sem þykjast vitrir vera
væri hollast minna að láta;
stundum getur kænskan kalda
komið öðrum til að gráta.

   (46 af 51)  
8/12/04 21:02

hundinginn

Jóhannes úr Kötlum var snar rugluð fyllibitta.
Hann ljet einhvern danskan túrista ljúga að sjer bulli Þingeisks bóndadurgs um nafngift Goðafoss. Sú vitfyrra hefur verið í kennslubókum í hálfa öld. Vitanlega er Goðafoss nefndur í höfuð Óðni, eineygða guðnum, sem vakir yfir dalnum. Best jeg fái mjer bara sjúss.

8/12/04 23:01

Lómagnúpur

Já, og ekki eftir pulsuverksmiðjunni?

8/12/04 23:01

Sæmi Fróði

Þakka þér kærlega fyrir þennan þjóðlega fróðleik.

hvurslags:
  • Fæðing hér: 21/8/03 19:36
  • Síðast á ferli: 11/6/23 18:21
  • Innlegg: 7684
Eðli:
Fræðasvið:
Ég er nú sosum ágætur að bakka með kerru.
Æviágrip:
Það rættist bærilega úr okfrumunni.