— GESTAPÓ —
Günther Zimmermann
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/08
Til herra Pouls Thomsens

Athugulir lesendur taka eftir að hér er stælt eftir kvæði Jónasar, til herra Páls Gaimards. Það er viljandi. Poul Thomsen er landstjóri alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi.

Þú stendur á hræi látins lands
og lánin okkur býður þiggja,
í þinni hendi þræðir liggja
til forræðistaps og fjötrabands.
En sumir fundu flóttaleiðir,
framhjá vöktun arka gleiðir.
Þótti þér ekki Ísland þá
aflögufærast til að sjá?

Þú gengur um hverfin næstum ný
nærfellt fokheld, hvergi hræða.
Hérna vindar og veður ræða
við tómið, hver hefði trúað því?
Á þessum heiðum faldist fyrrum
fé í lautum, öskup kyrrum.
Þykir þér ekki að Íslands hjú
ógæfu næga þoli nú?

Hjáfræðin alla deyfðu dáð,
duginn löttu, efann kæfðu,
vitið hæddu, hugsun þæfðu,
„háskólum" út um allt var stráð.
Samt er þakkað þeim er færðu
þekkinguna í svað og ærðu.
Nú, kannski verðbréf verndað fá
vitið hégómans fjalli á?

Þvílíkar færum þakkir vér
þér, sem úr fylgsnum auðhyggjunnar
gersemar, áður aldrei kunnar,
með óþrjótanda afli ber.
Heill sér þér, Paul, og heiður mestur!
Hjá oss sat aldrei dýrri gestur.
En kannt þú að finna kóna þá
er kollsteyptu okkar þjóð í vá?

   (5 af 25)  
2/12/08 23:02

Regína

Brilljant. Kvæðið sko.

2/12/08 23:02

Heimskautafroskur

Glæsilegt!

3/12/08 00:00

Bravó!

3/12/08 00:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Firnasnjallt, í einuorðisagt.

3/12/08 00:00

hvurslags

Sem fyrr stendur þú á tindi Heklu hám þegar að kveðskap kemur.

3/12/08 00:00

hvurslags

Ég var að lesa þetta í þriðja skipið. Hreint úrvalsrit.

3/12/08 00:00

Útvarpsstjóri

[klappar] Seigur ertu Gúnter, þynnkan er greinilega ekki að þjaka þig þessa dagana.

3/12/08 00:01

Jarmi

Já. Það verður ekki af þér skafið. Og þó er vinningur.

3/12/08 00:01

Skabbi skrumari

Þetta er frábært Günther minn... Skál

3/12/08 00:01

krossgata

Aldeilis afbragð.

3/12/08 00:01

Golíat

Ljómandi.

3/12/08 00:02

Garbo

Glæsilegt.

3/12/08 03:00

Huxi

Með þessu úrvals kvæði hefur þú enn einu sinn i fært oss sönnun þess að jafnoka áttu fáa í ljóðlistinni.
Skál og ekki prump...

3/12/08 03:00

Rattati

Glæsilegt.

3/12/08 03:01

Günther Zimmermann

Fyrr má nú aldeilis fyrrvera! Ég þakka hlý og óverðskulduð orð. Einn oggulítill fyrirvari um gæði: síðasta erindið er mest stolið. Áhugasamir samanburðarljófræðingar geta elt þessa slóð sér til glöggvunar:
http://www.snerpa.is/net/kvaedi/jonas.htm

3/12/08 03:02

Vladimir Fuckov

Eigi var þetta óskemmtileg lesning. Skál !

3/12/08 04:01

Regína

Ef þetta er mest stolið þá er Günther meistaraþjófur.

3/12/08 02:01

Kiddi Finni

Glæsilegt.

3/12/08 02:01

Nermal

Stolnar vísur hljóma best.

3/12/08 06:01

Ívar Sívertsen

Þetta félagsrit varð mér innblástur...
http://www.mikkivefur.is/files/paul.mp3

Günther Zimmermann:
  • Fæðing hér: 13/11/05 22:34
  • Síðast á ferli: 6/10/16 10:53
  • Innlegg: 2105
Eðli:
Fróðleiksfús fáráðlingur.
Fræðasvið:
Breytingar á hæð og breidd bókstafsins t í bakstöðu eins og specimenið lítur út komið úr penna skrifarans Jóns Bjarnasonar frá Hvammi í mið-Múlasýslu frá maí mánuði 1623 til sumarloka 1624.
Æviágrip:
Fæddur á síðustu öld. Hefur alið aldur sinn í faðmi Fjallkonunnar og Germaníu en gistir Dannebrog í Babýlón við Eyrarsund nú um stundir.