— GESTAPÓ —
Salka
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/11/04
Gesta- stikluvik

Þá er komið að æfingu á fleiri vísna gerðum.<br /> Hér birtast nokkrar sem ég hef samið í stikluvika formi.<br /> Enn og aftur takið viljan fyrir verkið.

blóðugt alltaf blíð og góð
brosir út í annað.
Hún er geysi fagurt fljóð
fallega hún yrkir ljóð.

Grímu mikla gestur ber
Gunnar H. Mundason.
Vonina hann veitti mér
velkomna að dafna hér.

Núna vísu Nafni fær
næst við skulum kveða.
Ræfillinn með rímur tvær
reyndar ekki að mér hlær.

Ræfill hvorki né róni er
rímnaskáldið góða.
Nafni vænsti, veittu mér
vináttuna bestu hér.

aulinn loftið lítur á
ljómandi er æskan.
Allir munu seinna sjá
sálin hún er fögur, já.

Stríðið magnar, stofnar hér
stoltur Don De Vito
Glímufélag gott það er
grínistinn hann skemmtir sér.

Vímus hann er vænsta skinn
vísu hann fær núna.
Eðal gaurinn aldrei finn
ávalt legg þó kinn við kinn.

Vladimir mér vildi tjá
velkomna formlega
Yður mun vjer aftur sjá
ætíð Gestapónum á.

Múi Litli mælir jú
magnaður og ljúfur
Velkomin Salka vertu nú
vinir góðir ég og þú.

   (6 af 8)  
2/11/04 07:00

Ívar Sívertsen

Og enn bíð ég... Annars góð framþróun og skemmtilega ort.

2/11/04 07:00

Offari

Þetta er gaman Takk fyrir.

2/11/04 07:00

Sæmi Fróði

Flott er, þú ert listaskáld.

2/11/04 07:00

Litli Múi

Frábært.
[Klappar ákaft]

2/11/04 07:01

Lærði-Geöff

Stöðugt meira Salka sækir
sú er heldur fljót að læra
konan stiklum kveðskap flækir
kveður brátt án landamæra.

Flott gert hjá þér.

2/11/04 07:01

blóðugt

Takk fyrir mig.

2/11/04 07:01

Heiðglyrnir

Jújú Salka mín, þetta er allt á réttri leið. Gaman að þessu..!..

2/11/04 07:01

Sundlaugur Vatne

[brosir breitt] Skemmtilegt

2/11/04 07:01

Salka

Þakka ykkur fyrir kæru Gestapóar.

2/11/04 07:01

Mjákvikindi

Mjög skemmtilegt, bíð spennt eftir meiru.

2/11/04 07:01

Nafni

Ég er bara ræfill og róni
röflandi bytta og dóni
Salka mín systir
súran mig hristir
Ég vonsvikin vinalaus góni

2/11/04 08:00

Salka

Kæri Nafni.
Ég bætti við annari vísu fyrir þig.

E.s. Í fyrri vísunni notaði ég orðin sem þú kenndir mér á "Gesta-vísur"

2/11/04 08:00

Limbri

Skemtanagildi vísna þinna jafnast á við gamlan vin minn hér á Gestapó, hann Skabba. Ekki svo að skilja að ég sé að ætla þér að fylla í hans stóru fótspor, en gleðin sem vaknar hjá mér við að lesa svona vinalegar vísur minnir mig á þegar Skabbi samdi samskonar vísur um okkur hér á Gestapó. Kannski sakna ég hans bara svona mikið að ég sé hann í hverju horni, en sannleikurinn er sá, að sumt skilur eftir sig spor og það gerði hann Skabbi okkar svo sannarlega.

Þína skál og höfum það Skabba-skál.

Skál !

-

2/11/04 08:00

Salka

Ó kæri Limbri.
Orð þín eru svo einlæg og falleg.
Ég hef heyrt um hann Skabba. Hvar er hann ? Afhverju fór hann?
Vildi óska að hann væri hér svo ég gæti kynnst honum.
Ég sakna hans með þér.
Skabba-skál!

Salka:
  • Fæðing hér: 27/10/05 01:44
  • Síðast á ferli: 4/1/18 20:58
  • Innlegg: 5970