— GESTAPÓ —
lappi
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/06
Sumar blíðan horfin brott, vetur genginn í garð

Sumarið er liðið í þetta sinn, vetur kóngur tekin við völdum,með frosti og snjó. Vonandi eru allir sem á annað borð ferðast á bílum búnir að gera þá klára í vetrarsvallið. Það hefur verið brjálað að gera á öllum vígstöðvum hjólbarða ,eins og vera ber,. Ég Sakna sumarsins sen var mjög gott framanaf ,sannkallað baðstrandar veður í jún og júlí fram undir miðjan ágúst sól og blíða upp á hvern dag. Getum við kvartað?Ég segi nei. Gott sumar, þau gerast ekki betri hér á okkar blessaða landi, eða hvað segið þið, -------------- Það gerði svolítið strik upp á veðrið upp
úr miðjum ágúst þá fór að rigna með tilheirandi roki og vindgangi,
sem stóð svo til stannslaust fram undir veturnætur. Sumarið var gott
segi ég mér er sama hvað aðrir segja. Vonandi verður veturinn góður
og öllum landsmönnum hagstæður,.

Þegar lít ég liðinn tíma
sé ég ljós sem aðeins bærist
þar ég þekki lampa mína
þá sem augað tæpast sér.
En nú bið ég til þín Herra
því mig langar til að verða
ljós sem lýsir hér i heimi
lampi tendraður af þér.

Hjálpa mér að geæða sárinn
hanns sem liggur einn við veginn.
Hjálpa mér að þerra tárin
þeirra sem að sorgir hrjá
hjalpa mér að styrkja veika.
Hjálpa mér að rækja sjúka
þá sem aðrir flýja frá.

Gef mér visku til að vægja
þegar vinafriður spillist.
Gef mér gæfu til að gleðja
þegar grátur vætir brá.
Gef mér hugmóð til að hefja
nafn þitt hærra kæri Jesús
gef mér gæfu til að muna
það sem aðrir eiga að sjá.

Af því skulu allir þekkja,að þér eruð lærisveinar
að þér elskiðhverjir aðra,eins og Drottins börnum ber.
Og nú þið ég til þín herra,því mig langar til að verða
ljós sem lýsir hér í heimi
lampi tendraður af þér.

Veit því miður ekki hver höfundur er.

   (5 af 9)  
1/11/06 05:02

Skabbi skrumari

Verði veturinn þér góður Lappi minn... salút...

1/11/06 05:02

Texi Everto

Flottur sálmur, vel ort, Lappi.
Þú ætti að selja þjóðkirkjunni þetta í hvelli áður en fanturinn hann Guðlaugur Kári lætur einkavæðana.

1/11/06 07:00

Leiri

Hrikalega illa ort og væmnin yfirgengileg. Takk fyrir Lappi. Þú klikkar ekki.

lappi:
  • Fæðing hér: 24/10/05 22:18
  • Síðast á ferli: 18/11/20 15:00
  • Innlegg: 4008
Eðli:
Lappi karlinn kom hingað á Lútinn 24/ 10 vegna þess
að besti frændi hanns og æskuvinur, var afmáður eða svoleiðis
héðan af lutnun.
Fræðasvið:
Óbreittur almúgamaður,,Skólaganga , barna og lífsinsskóli.´ Með ,gráðu,. Lífið mig hefur leikið við ljúfar átt hef stundir. rétt af gömlum sveita sið sjálfur tek þar undir.
Æviágrip:
kom á lútinn., 24/10- 2005,

Frekar aldurhniginn en samt ungur í andanum,.
hef stundað allslags störf um daganna. Sjósókn á mínum
ingri árum.oft á tíðum sukksamt eins og gefur að skylja
á trillum , árabátum , og Mótorkúkútterum. En mikið var
lífið dásamlegt þá ,.Svo liðu árin við allskonnar störf bæði
á sjó og landi. Svo hófst alvara lífsins, hjúskapur kona og
börn,. Tveir ljúfir pabbastrákar sem nú eru báðir fullornir
menn.Annar floginn ú hreiðrinu ,á konu og tvær yndislegar
afa og ömmu hnátur,Nú erumvið gömlu brínin og litli stóri svanurinn
okkar,eftir í hreiðrinu.