— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Sloppur
Heiðursgestur.
Sálmur - 4/12/05
Mjér við hlið!

Varð skyndilega hugsað til lagatexta er vjér sömdum á tímum mikils saknaðar! Upprunalega var texti þessi saminn á Engelsexnezku, en er hjér færður á annað tungumál og í örlítið öðru samhengi!<br /> Tekið skal fram að lögmálum um bragfræði og annað er eigi fylgt hjér!

Ég hef oft sagt sjálfum mjér
að jég þarfnist þín heitt.
En það virðist ekki há þjér
því þú lengur vilt mig ekki neitt.

Lofað get jég því,
þú gazt ekkert gert.
Síðustu ár fyrir bí,
það var ei þess vert.

‹viðlag›
Mjér við hlið!
Allt myndi gefa,
fyrir að hafa þig á ný
mjér við hlið!
Mig engin vill sefa,
engin er nógu hlý
mjér við hlið!

Þótt þú sjért mín ei lengur
og jég sit hjér einn.
Líf mitt í söknuði gengur,
mig huggað fær ei neinn.

‹viðlag›

Þegar göngu minni lýkur,
mun jég horfa yfir farinn veg.
Þar þú vanga minn strýkur,
er við stökkvum á næsta steg.

Ei þú getur fyrir þrætt,
oft var hjá oss æði.
Um það verður þó ei rætt,
það við vitum bæði.
Þú enn getur mitt hjarta brætt,
þótt þú farir í mín klæði.

‹viðlag›

Ei þú getur fyrir þrætt,
oft var hjá oss æði.
Um það verður þó ei rætt,
það við vitum bæði.
Enn þú getur mitt hjarta grætt,
er jég hugsunum til þín læði!

‹viðlag› x2

   (10 af 20)  
4/12/05 20:00

Ívar Sívertsen

Og nú er bara að gera köntríslagara við þetta!

4/12/05 20:00

Sloppur

Ætli það gangi?

4/12/05 20:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Fyrirtak.

4/12/05 20:00

Sloppur

Vjér gætum að sjálfssögðu reynt að fínpússa textann, svo hann falli að bragfræðinni, en oss finnst hann eigi koma jafnve út á þann hátt! Samt er að sjálfssögðu tekið á móti hugmyndum að breytingum á texta þessum, þar sem upprunalegi textinn er til á 4 tungumálum!

4/12/05 20:00

Sloppur

Þegar vjér tölum um bragfræði, erum vjér aðallega umhugsað um skrif Ívars um Slagara Köntrís við texta vorn!

4/12/05 20:01

Offari

Hvenær verður platan gefin út?

4/12/05 23:01

Gaz

Mér er alveg sama hvað hinum finnst! Mér finnst þetta góður lagatexti!

5/12/05 00:02

Sloppur

Habbvðu þökk fyrir það!

Sloppur:
  • Fæðing hér: 10/10/05 02:09
  • Síðast á ferli: 12/7/16 21:36
  • Innlegg: 2546
Eðli:
Ferðasloppur sem aldrei getur setið lengi kyrr!
Fræðasvið:
Er nokkuð víðlesinn, en þó einna helst á Ísfólkið! Hef lagt stund á klæðafræði og klæðaleysisfræði! Er með Doktors- og Mastersgráðu í klæðum og afklæðum!
Æviágrip:
Fæddist fyrst sem grenitré á Steinöld hinni síðari, sem til að koma í veg fyrir allan misskilning síðar var kölluð Steinsmuga. Var látinn vaxa í 12 ár og var þá höggvinn niður og notaður í klósettpappír.
Önnur tilvistarkreppan var árið 1885 f.Kr og fæddist þá sem gömul, sjúkdómasjúk mjólkurfata. Lést árið 1884 f.Kr. eftir að fjósamaðurinn reyndi að fleka geldneytið. Kramdist undir fjósamanninum.
Hannyrðingurinn Aristóteles kom með snið til föður míns og bað hann að hanna á sig eitthvað annað en þennan bévaða kufl sem faðir minn hannaði svo eftirminnilega árið áður. Hann vildi fá eitthvað sem hægt væri reyra jafnt að sér, sem og að losa um eftir miklar máltíðir.
Afraksturinn varð ég. Ég er allra fyrsti sloppurinn í mannheimum!