Lengi getur vont versnað (og venst slíkt eigi)
Ritað hinn 10. desember á því herrans ári 2018.
Vart hefur farið framhjá mörgum að mannanafnanefnd hefur undanfarin ár oft legið undir harðri gagnrýni og eigi að ósekju. Höfum vjer t.d. ástæðu til að ætla að nafn vort yrði aldrei samþykkt af (ó)nefnd þessari nema ríflegar mútur kæmu til. En nú er ljóst að til er önnur nefnd sem miklu meira tilefni er til að gagnrýna harðlega. Er þar um að ræða sk. \"götunafnanefnd Reykjavíkur\" er oss var reyndar ei kunnugt um fyrr en í dag.
Nú berast sem sagt frjettir frá sk. \"fjölmiðlum\" þessa lands þess efnis að nefndarómynd þessi leggi formlega til að götur á Esjumelum fái nöfnin Gullsljetta, Silfursljetta, Járnsljetta, Málmsljetta, Bronssljetta, Koparsljetta, Steinsljetta og Kalksljetta. Þetta er afleit tillaga eins og öllum ætti að vera ljóst; vissum vjer ei betur teldum vjer að hjer væri um misheppnað grín að ræða. Hjer ægir öllu saman, nokkrum málmum er jafnframt eru frumefni, málmi er í raun er efnasamband og inn í þetta er svo blandað smá skammti af grjóti, kalki og málmum almennt. Járn og brons eiga ekkert erindi innan um gull, silfur og kopar. Þessu málmdrasli ber þegar í stað að skipta út og fá í staðinn nöfnin frá hinum göfugustu málmum, nefnilega Kóbaltsljetta og Plútóníumsljetta Ljómar upp. Almennt grjót á heldur ekkert erindi hjer. Í stað þess ber að sjálfsögðu að nota hið hljómfagra og þróttmikla nafn Baggalútssljetta Ljómar enn meira upp. Málmar eru síðan almennt fremur fornaldarlegir og ber þegar í stað að skipta þeim út fyrir harðasta þekkta efnið: Demanta. Þá er bara eftir vandræðagripurinn Kalksljetta. Í stað hennar gæti komið Enterssljetta; færi það nafn best þeirri götu er liggur inn á viðkomandi svæði (eða kemst næst því).
Stórendurbætt tillaga (eða öllu heldur krafa) í tengslum við götunöfn á Esjumelum er því:
Gullsljetta, Silfursljetta, Kóbaltsljetta, Demantasljetta, Plútóníumsljetta, Koparsljetta, Baggalútssljetta og Enterssljetta.
Ljómar upp eins og plútóníumfriðarsúla
Þetta er eigi órjettmæt ábending; færi e.t.v. betur á því að nota t.d. nafnið Glúmssljetta eða jafnvel Texasljetta í staðinn fyrir nafnið Koparsljetta.