— GESTAPÓ —
Carrie
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/06
Flogist á í 101

Í morgun er ég gekk heim heyrði ég skyndilega mikið garg og læti fyrir aftan mig. Er ég sneri mér við sá ég hrafn og tvær kríur fljúgast á. Kríurnar stungu sér að hrafninum og gogguðu í hann. Hrafninn faldi sig öðru hverju fyrir vörgunum í háu grasi en reyndi þess á milli að fljúga burt. Á meðan svifu kríurnar yfir og biðu færis að gogga aftur í krumma. Þau hurfu öll þrjú að lokum á bak við hlíð svo ég veit ekki hvernig fór.

   (1 af 5)  
4/12/06 20:01

Útvarpsstjóri

Bölvaðar kríurnar að fara svona tvær í einn hrafn. Það er ójafn leikur.

4/12/06 20:01

krossgata

Bannsett frekjan alltaf og ofbeldið í þessum kríum!
[Blótar herfilega og rífur hár sitt]
Ég hefði líka haldið með krumma.

4/12/06 20:01

Grágrímur

Sama hér, Kríur eru andsk... íllfygli.
Krummar eru eins og allir vita Álfar í dulargerfi.

4/12/06 20:01

Billi bilaði

d~d~d~ Aumingja krummi.

4/12/06 20:01

Hakuchi

Greyið hrafninn. Krían ætti að skammast sín fyrir slíka framkomu. Ég mun skrifa bréf í Velvakanda.

Annars varð ég vitni að geysilegum þrastaslag á Lækjargötu í fyrradag. Leikurinn byrjaði við ljóta húsið þar sem strætóbiðsjoppan er og náði út að torfuhúsunum hinum meginn við götuna og svo var flogið yfir Pravdahúsið (sem þá átti rúman klukkutíma eftir ólifaðan) og niður Austurstrætið. Þá missti ég sjónar af þeim.

Voðalega eru fuglarnir skapstyggir um þessar mundir.

4/12/06 20:01

Jarmi

Ég hef aldrei slegist í 101.

[Horfir eins sakleysislega á alla viðstadda og mögulegt er]

4/12/06 20:01

Offari

Ég hef áhygjur af þessu sívaxandi ofbeldi í borgini. Þetta endar sjálfsagt eins í Bandaríkjahrepp þar sem bæði fólk og fuglar þurfa að ganga með skotvopn á sér til að verja líf sitt.

4/12/06 20:01

Vímus

Fuglar í miðbænum eru upp til hópa alkóhólistar og dópistar. Bjórinn flæðir um göturnar og menn losa sig við spíttið um leið og fíknó nálgast. Blessaðir fuglarnir ánetjast þessu og verða snarbilaðir og nojaðir.
Ég vona bara að Krummi geti kríað skaðabætur út úr helvítis kríunum.

4/12/06 20:02

Regína

Ég held með kríunum.

4/12/06 20:02

Herbjörn Hafralóns

Komu kríurnar svona snemma í ár?

4/12/06 20:02

Carrie

Já, þetta er góð spurning. Þær koma yfirleitt á þessum tíma - uppúr miðjum apríl til mánaðarmóta apríl/maí.
Mér sýndist þetta vera kríur - hvaða fuglar gætu þá komið til greina ef þetta voru ekki kríur?

4/12/06 21:00

Jarmi

Þernur?

4/12/06 21:00

Regína

Auðvitað voru þetta þá hettumáfar. Bölvaðir hettumáfarnir að vera svona vondir við krumma!

4/12/06 21:01

Hakuchi

Tjörnin er reyndar að fyllast af mávum; vorboðinn ljúfi.

Ég bíð enn eftir að Grísli Marteinn komi út úr ráðhúsi með haglarann og fari að plaffa þennan ófögnuð niður. Átti ekki að eyða þessu sem fyrst?

4/12/06 21:01

Carrie

Nei, þettu voru ekki mávar. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki fuglasérfræðingur en þekki þó máva frá kríueftirhermum. Ég kaupi margt annað en ekki þá í þessu tilviki.

4/12/06 21:01

hvurslags

Hvers vegna eru mávar "vondir" fuglar?

4/12/06 21:01

Blástakkur

Þeir eru nefnilega eins og óstöðvandi her fugla sem traðka allt niður sem verður í vegi þeirra. Næstum eins og þeir þjóni einhverjum æðri yfirvöldum sem með hjálp nýjustu tækni stjórni aðgerðum þeirra. Hver það er er ómögulegt að segja.

4/12/06 21:01

Furðuvera

Hrafnar eru æði, uppáhalds fuglarnir mínir. Kríur eru kannski árásargjarnar, en þær eru kúl fyrir að fljúga lengra en flestir aðrir fuglar.
Ég er alltaf jafn pirruð yfir því að það megi skjóta hrafna. Hrafnar hafa gáfur á við 5 ára barn! Ekki myndi fólk skjóta 5 ára barn er það?! HA?!!

Hverjum er ekki sama um lömbin sem þeir ráðast STUNDUM á. Enda étum við lömbin, er það ekki? Fólk grenjar ekki yfir því.

4/12/06 21:01

Regína

Mér er ekki sama um lömbin.
En ég er sammála því að hrafninn er skemmtilegur fugl, hann er mikill húmoristi. Hugsanlega var hann bara að stríða hettumávunum og lokka þá í burtu frá .. einhverju..
En kríum og hettumávum er oft ruglað saman. Hettumávar eru litlir, gráir, með hettu niður á háls en ekki kollhettu eins og kríurnar. Hljóðin eru líka mjög svipuð, en stélið er miklu fallegra á kríunum, klofið en ekki þverskorið.
Og mér finnst kríur skemmtilegri en hettumávar.

4/12/06 21:01

Carrie

Fyrr breyti ég þessu félagsriti í smásögu en að setja hettumáva í frásögnina.
Skál annars [Sýpur á asnalegu hanastéli]

4/12/06 21:01

Hakuchi

Kríur eru fallegar, stílhreinar. Fáir fuglar fljúga af eins mikilli list og krían. Hins vegar er bölvað gargið í henni leiðinlegt. Þá kýs ég heldur skemmtilegt krunkið í krumma.

4/12/06 21:02

Carrie

Krummar eru einstaklega fallegir fuglar. Vænst þykir mér um að krummi reynir ekki að gogga í höfuðið á mér eins og sumir fuglar [sendir kríunni illa augnaráðið] þó þeir meini vel, allavega fyrir ungana sína.

4/12/06 21:02

Hakuchi

Já. Krummi er númer eitt. Svo er hann gáfaðari en flestir fuglar, og reyndar flest dýr ef út í það er farið.

4/12/06 22:01

Barbapabbi

Rétt rétt eins og Alþingið mætti stundum taka sér hrafnaþingin sér til fyrirmyndar.

4/12/06 22:01

Steinríkur

Jé, eða Þarfaþingin...

5/12/06 06:02

hvurslags

"Ég er alltaf jafn pirruð yfir því að það megi skjóta hrafna."

(Hrafnar eru reyndar friðaðir á Íslandi, þannig að áhyggjur þínar eru sem betur fer ástæðulausar.)

9/12/06 02:02

albin

Hvurslags er þetta. Vissulega er hrafninn friðaður eins og ALLIR fuglar á Íslandi.
Veiðitímabilin heita "Undanþágur frá friðun" og er hagað með eftirfarandi hætti:

Undanþágur frá friðun

1. Allt árið: Svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur ,hrafn

2. Frá 20. ágúst til 15. mars: Grágæs, heiðagæs.

3. Frá 1. september til 15. mars: Fýll, dílaskarfur, toppskarfur, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita.

4. Frá 1. september til 10. maí: Álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi

5. Frá 15. okt. 30. nóv. 2006: Rjúpa, veiðar eru ekki heimilaðar mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

6. Heimilt er að veiða kjóa í og við friðlýst æðarvarp á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí

Því má veiða hrafn allt árið á Íslandi samkv. reglugerðum.

6/12/07 03:00

Grágrímur

Ég sakna Carrie

31/10/07 01:00

Billi bilaði

Ég líka! Til hamingju með rafmælið Carrie! <Skálar og blæs í ýlu>

5/12/08 01:02

albin

Ég líka. Skál!

31/10/09 01:01

Lopi

Og ég. Saknisakn.

Carrie:
  • Fæðing hér: 1/10/05 02:19
  • Síðast á ferli: 15/8/12 18:11
  • Innlegg: 3034
Eðli:
Carrie er vitavörður í Baggalútíu og býr í vitanum sínum. Hún er einnig öryggiskona í Hlerunarstofnuninni.
Fræðasvið:
Vitavörður og öryggiskona.
Æviágrip:
Carrie fluttist til Baggalútíu í byrjun október 2005. Daginn eftir komuna hingað klippti illgjörn tvíburasystir hennar bremsur bíls hennar í sundur svo hún keyrði fram af klettum og slasaðist. Í eitt ár lá hún minnislaus á sjúkrahúsi í Chile. Er minnið fór að skila sér lét hún flytja sig tafarlaust aftur til Baggalútíu og hefur dvalið hér síðan.
Carrie gætir öryggis starfsfólks Hlerunarstofnunarinnar. Einnig er hún vitavörður.