— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Upprifinn
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 9/12/10
Furđuför.

Kemur samt Furđuveru ekkert viđ ţannig séđ.

Núna akrar engi og tún,
öllum litum skarta,
Ekki gleđst ţví yfir hún,
i mér hugsun svarta.

Argur leiđur öllum sár,
engrar hlýju vona.
Ţó liđin séu allmörg ár
mig elskar varla kona.

Fullur edrú út á hliđ,
engum manni líkur.
Annan finniđ ei mann ţiđ,
sem öđlingur er slíkur.

Bros og gleđi grín og fjör,
gotterí í poka.
Vísnahringsins furđuför,
fer ég nú ađ loka.

   (9 af 115)  
9/12/10 04:01

hlewagastiR

Vel mćlt.

9/12/10 04:02

Grýta

Vel gert Uppi. Ţú kannt ţetta!

9/12/10 04:02

Regína

Jamm.

9/12/10 05:01

Heimskautafroskur

Hversu oft hefur manni ekki liđiđ svona – bara skort getuna til ađ orđa ţađ. SKÁL.

9/12/10 08:01

Vamban

Ég geri ráđ fyrir ađ gotteríiđ í pokanum sé kóbaltbćtt, ekki satt?

10/12/10 00:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Kostagott kvćđi – SKÁL !

Upprifinn:
  • Fćđing hér: 29/9/05 23:51
  • Síđast á ferli: 29/8/23 02:32
  • Innlegg: 16116
Eđli:
Ómótstćđilega myndarlegur og skemmtilegur kall á besta aldri.
Frćđasviđ:
Sérfrćđingur í ţví sem ég tel mig hafa vit á hverju sinni.
Ćviágrip:
Fćddist hér feimin og undirgefinn um áriđ. kynntist skáldskaparmálum og ánetjađist allsvakalega um tíma en hef nú náđ ţeim tökum á fíkninni ađ ég tek frekar túra en ađ liggja hér alla daga. Náđi embćttum í krafti frekju og peningagjafa til ákveđinna stofnanna auk ţess ađ misnota takmarkađa skáldagáfu til hins ýtrasta.