— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/06
Kæst skata

Upphaflega var ég búin að skrifa þetta inn á [g]Á hvað ertu að hlusta[/g] en þegar ég hélt áfram að skrifa ákvað ég að þetta ætti frekar heima í félagsriti. Ég læt það þó standa eins og ég hafði skrifað það á þræðinum (en ekki birt).

Ég er að hlusta á Svæðisútvarp Vestfjarða þar sem verið er að ræða við Sigurð Helga Guðjónsson fávita, lögmann og formann húseigendafélagsins, þar sem hann minnir fólk á lög (sem hann sjálfur samdi) um fjölbýlishús, þar sem talað er um að sýna þurfi umburðarlyndi og tillitssemi (nema hvað) og falli kæst skata ekki þar undir. Hún sé „árás á lyktarskyn saklausra manna sem búa í sama húsi“.

Hann segir að „skötustækja“ sé „viðbjóðsleg“ og man hann eftir því að hafa, fjögurra ára gamall, brotið allar rúðurnar á heimili sínu því hann vissi að það ætti að vera skata í matinn.

Segir hann einnig að fólk hafi haft samband við húseigendafélagið og sagst vera „stórskaddað, lyktarlega séð frá síðustu jólum og hverju það megi eiga von á þessi jól.“ Hefur fólk einnig sagt honum að það hafi lent í því að nágrannar þess safni rusli mánuðum og árum saman, en það sé þó hátíð miðað við skötustækjuna.

Sigurður segir að hús sem skata sé elduð í angi fram á vor, en aðspurður hví veitingahús sem bjóði upp á skötu angi ekki fram á vor segir hann að „veitingahús kunni einhver ráð til þess að losna við stækjuna“.

Sjálfur borðar hann ekki skötu en þarf að „búa við það“ að kona hans sjóði skötu, þá „flýr (hann) niður í kjallara“. Þegar hún svo borði skötu reyni hann að „koma sem minnst nálægt henni“.

Hvílíkt og annað eins... það er bara ekki í lagi með sumt fólk!

‹Hnussar og fussar›

Hér má hlusta á svæðisútvarpið frá því í dag.

   (4 af 27)  
2/11/06 18:02

Herbjörn Hafralóns

Ég borðaði skötu í dag. <Sleikir útum>

2/11/06 18:02

Jarmi

Þetta er ræfill af verstu sort.
Undan svona mönnum koma bara metró-aumingjar og fm-skækjur... geri ég ráð fyrir.

2/11/06 18:02

Útvarpsstjóri

Ekki dettur mér í hug að borða kæsta skötu, en mér er nokkuð sama þó annað fólk á stigaganginum eldi skötu. Lyktin hverfur fljótlega og mér finnst bara sjálfsagt að þeir sem vilji borða þennan ómat geri það, hvort sem það er á Þorláksmessu eða í annan tíma.

2/11/06 18:02

Grágrímur

Ég er enginn skötuaðdáandi en mun fara í skötu á Slorhák. og hlakka bara til.

2/11/06 18:02

blóðugt

Nákvæmlega! Það er ekki eins og þetta sé það slæmt að fólk beri varanlegan og andlegan skaða af þessu.

Það sem mér datt líka í hug, hvar voru eiginlega foreldrar hans á meðan hann gekk, fjögurra ára, berserksgang um heimilið og braut allar rúður?! Var hann tveggja metra, óstöðvandi beljaki eða?

Kjaftæði...

2/11/06 18:02

Isak Dinesen

Uss! Ætli hann sé kannski líka á móti því að menn geri þarfir sínar í stigaganginum!?

2/11/06 18:02

Lopi

Ilmurinn af jólasteikinni ýtir skötulyktinni yfirleitt algerlega í burtu.

2/11/06 18:02

Tina St.Sebastian

Ég hef fundið fnykinn sem myndast þegar skötuþefur blandast hinni annars yndislegu hangikjötslykt.

[Ælir]

2/11/06 18:02

Herbjörn Hafralóns

Ég var að hlusta á viðtalið við Sigurð, þetta er óttalegt bull hjá honum.

2/11/06 18:02

blóðugt

Ég er nú svo skrítin að mér þykir lyktin af sjóðandi hangikjeti verri en af skötunni, en ekki ætla ég að banna suðu á slíku kjeti í fjölbýlishúsum þó mér verði óglatt af lyktinni.

2/11/06 18:02

blóðugt

Já, Herbjörn. Algjört bull.

2/11/06 18:02

Jarmi

Gott húsráð er að vera með slatta af kertum í kringum eldavélina meðan soðið er. Það brennir í burtu slatta af lyktinni, án þess þó að fjarlægja sjarmann sem auðvitað er nauðsynlegur með.

2/11/06 18:02

Upprifinn

kæst skata er lystaamatur og ég vona að ég beri gæfu til éta skötu á þorlák. það get ég hinsvegar ekki gert heimahjá mér af tilitsemi við aðra sem teljast til sömu fjölskyldu.

og varð mannhelvítið ekki lögfræðingur þegar hann varð stór?

henn er að ljúga með rúðurnar sem hann braut.

2/11/06 18:02

Furðuvera

Ég man þegar við fórum í skötu til hennar ömmu eins og venjulega einhvern tímann, bróðir minn fór með mig og systur okkar á Pizza Hut og í Byko.

Hann fór í Byko til að kaupa sér hvítan samfesting og gasgrímu, og borðaði svo pizzuna með okkur heima hjá ömmu klæddur eins og hann væri staddur í svæði sýktu af fuglaflensu.

2/11/06 18:02

Tina St.Sebastian

Bróðir þinn hljómar eins og maður að mínu skapi. Er hann á lausu?

2/11/06 18:02

krossgata

Ég segi eins og blóðugt: "hvar voru foreldrar hans þegar hann braut allar rúðurnar í húsinu fjögurra ára gamall". Skata er fín og ætla ég að borða slíka á sunnudaginn. Lyktin er farin eftir nokkra tíma, a.m.k. hjá tengdó og aðfangadagur er skötulyktarfrír.

Annars finnst mér ekkert verri lykt af skötu en af hákarli eða harðfiski. Reyndar finnst mér lyktin af öllu þessu svipuð, ég borða samt ekki hákarl.

2/11/06 18:02

Kondensatorinn

Víst er lyktin tilkomumikil.
Skyldi kona Sigurðar elda skötu oft í viku ?

2/11/06 19:00

Kargur

Skata er ágæt, en kæst skata er ekki mannamatur. Þetta er einhvur arfur frá þeim tíma er fólk varð annað hvort að eta það sem bauðst eða hreinlega drepast úr sulti.

2/11/06 19:00

Vladimir Fuckov

Vjer höfum sagt það áður og segjum það enn að hlutverk lyktarskyns er frá náttúrunnar hendi eigi hvað síst að vara við einhverju skemmdu, eitruðu eða hættulegu. Sjaldan fáum vjer sterkari boð þess efnis frá lyktarskyninu en einmitt þegar kæst skata er nálæg. Höfum vjer því m.a. þess vegna litla lyst á henni.

Það sem formaður húseigendafjelagsins leggur til er þó óþarflega langt gengið

2/11/06 19:00

Sundlaugur Vatne

Það væri nær að banna kerlingar sem úða á sig heilu og hálfu ilmvatnsglösunum og hárlakksbrúsunum áður en þær fara út úr húsi. Það hefur nokkrum sinnum liðið yfir mig með hroðalegum afleiðingum þegar slíkar kvenverur ganga hjá og eins hefur sett að mér slíkan hnerra að í eitt skiptið sprakk í mér miltað.... já. og svo eru þeir ekki skárri karlarnir sem hella úr heilu glösunum af rakspíra eða einhverju slíku sulli yfir fésið á sér og aðra líkamshluta... að vera í samskiptum við slíkt fólk getur valdið viðvarandi náttúruleysi. Svona lið ætti bara dæma til ævilangrar veru á Kolbeinsey í stað þess að menga svona umhverfið fyrir okkur hinum svo við verðum að spítalamat langt fyrir aldur fram. Ég er viss um að þessi Sigurður Helgi er einn slíkra mengunarvalda... Ég man eftir kauða þegar hann bjó á Grettisgötunni, hann var alltaf kallaður Siggi súri og fékk aldrei að vera með í bílaleik.
Svo skuluð þið bara, mér að skaðlausu, elda ykkar skötu og háma hana í ykkur eins og ykkur sýnist. Ég ætla að sleppa því sjálfur en þar sem skatan er þjóðlegur og samræmdur íslenzkur matur forn mun ég styðja matseld hennar og át farm í rauðan dauðann. Ísland allt, heill sé fósturjörð vorri!

2/11/06 19:00

Isak Dinesen

Þó einhverjir hafi e.t.v. tæpt tungu sinni á mannaskít í æsku finnst mér eðlilegt að taka ofan fyrir þeim þá er þeir hætta loksins þeim ósið á eldri árum.

Það sama mun ég gera er íslensk þjóð hættir þessari vitleysu sem hún tamdi sér í bernsku.

2/11/06 19:00

blóðugt

Fyrirgefðu Sigurður... ég meina Isak... ég ætlaði ekki að móðga þig. [Glottir eins og fífl]

2/11/06 19:00

Tígri

Maðurinn er ræfill og heigull að láta svona út úr sér.
Ég bað blessunina hana móður mína að elda alveg sérlega sterka skötu handa mér á þorlák, þá sterkustu sem hún mögulega gæti fundið.
Hitt er svo annað mál, að flestir hér í blokkinni sjóða skötu og enginn kvartar yfir því enda býr hér fólk sem kann gott að meta og skilur þarfir annara og tekur tillit til þeirra.
Það býr enginn Sigurður hér.

2/11/06 19:00

Skabbi skrumari

Ég vil alldrei neinum nokkuð illt... því elda ég sterkustu skötu sem ég fæ og elda á mínum stigagangi - með opna hurð...
Því hvað er betra til að koma fólki í gott jólaskap en dýrindis skötuveisla... verst að ég get ekki yfirgnæft Þorláksmessukryddveislu Indverjans sem býr í sama stigagangi...

2/11/06 19:01

Dula

Tölum um alvöru mat, sigin grásleppa er málið.

2/11/06 19:01

Texi Everto

Hann Ragnar frá Brimslæk fór með þennan gamla húsgang fyrir mig þegar ég bauð honum í nefið í afmælisskoðunarferð Sundlaugs um Ýsufjörð:

Skötuveislu skal nú halda,
(fa la la la la, fa la la la).
Það skelfilegum fnyk mun valda,
(fa la la la la, fa la la la).
Og þess vegna er þér nú boðið,
(fa la la, fa la la, fa la la).
Þar til borðið verður hroðið,
(fa la la la la, fa la la la).

Þorláksmessukvöld mig kætir,
(fa la la la la, fa la la la).
Þú kannski hringir ef þú mætir,
(fa la la la la, fa la la la).
Svo að enginn svangur fari,
(fa la la, fa la la, fa la la).
Set ég þá upp -brosið spari-,
(fa la la la la, fa la la la).

2/11/06 19:01

Tigra

Ég ét skötu hvern þorlák heima hjá pabba og finnst ekki vera jól án þess.
Pabbi eldar hana sjálfur, en ég verð sjaldan núorðið vör við neina lykt, eftir að pabbi fékk sér ofurviftu fyrir ofan eldavélina. Hún sýgur mestu lyktina burt.
Síðan þegar búið er að elda skötuna, þá sýður konan hans pabba hangikjötið og það gæti enginn giskað á að skata hafi verið étin í þessu húsi.

Þessi maður er augljóslega fáviti og bíddu... er ekki skatan uppurin á Vestfjörðum? Þar er hún hvað best kæst skilst mér, en þar komst einmitt pabbi upp á lagið með að éta hana, þegar hann var þar í námi.

Þessi karl ætti að vera stoltur af þessum Vestfirska sið og halda sér saman svona einu sinni.

2/11/06 19:01

blóðugt

Ég heyrði í morgun að í blaðagrein sem hann skrifaði í blaðið 24 stundir, þá hefði hann sagt að það hefði oft þurft að mála stigaganga og skipta um teppi eftir skötuveislur íbúa. (Fásinna auðvitað...)

En, takið eftir. Hann segir að húsin angi fram á vor. Hann segir líka að konan hans eldi skötu og þá flýji hann í kjallarann og forðist konuna. Forðast hann þá konuna fram á vor og fær mannskap til þess að mála húsið sitt allt að innan og skipta um gólfefni á milli jóla og nýárs?!

Hvílíka ekkisens vitleysu, fulla af þversögnum, hefi ég aldrei áður á ævinni heyrt!

Mann bara langar að löðrunga... einhvern...

2/11/06 19:01

Jarmi

Ég vann einu sinni hjá fiskverkanda sem svo seldi húsið sitt. Húsið hafði verið notað undir fiskvinnslu, -geymslu og -þurrkun í tugi ára. Án þess að skipta út svo mikið sem einni spýtu og án dropa af málningu var húsið selt lyktarlaust. Kaupandinn notaði húsið svo undir þvottahús.

2/11/06 19:01

Golíat

Ég var að ljúka við að troða í mig þeirri alsterkustu og bestu skötu sem ég hef fengið. Þvílíkur dýrðarinnar matur. Skatan á það líka sameiginlegt með frænda sínum hákarlinum að fara sérlega vel í maga og vera nánast læknislyf fyrir þá sem búa við vangæfar magasýrur.
Varðandi lyktina, auðvitað er lykt af skötunni og sumum finnst hún slæm. En hún er aldrei svo sterk að hún hopi ekki hratt og örugglega fyrir hangikjötsilminum.
Auk þess geta menn beitt húsráði sem ég veit ekki hvaðan er runnið, en er þannig að þú vætir bómull í ediki og setur á brúnina á pottinum sem skatan er soðin í. Edikvætt bómullin á að draga til sín talsverðan hluta þeirra lyktar sem ella dreifist um nágrennið.

2/11/06 19:01

Golíat

Varðandi Sigurð Helga. Það er náttúrulega ekki í lagi með manninn. Ég er feginn að ég bý í einbýli.
En takk fyrir þarfan pistil blóðugt.

2/11/06 19:01

Galdrameistarinn

Hér verður ekkert forskot tekið á sæluna en ég pantaði það sterkasta sem hægt er að fá í skötu á þorlák og með því verður að sjálfsögðu að bryðja vestfirskan hnoðmör.
Skatan verður að vera svo sterk að maður svitnar við lyktina af henni
Síðan tek ég undir með Golíat þetta með hákarlinn og læknislyfið sem hann er.
Sigurður er smásál og ræfill. Ekki vestfirðingur fyrir fimmeyring. Honum hefur örugglega verið smyglað þangað frá Reykjavík.

2/11/06 19:01

Tigra

Svo er líka það skemmtilegasta sem ég geri að gefa útlendingum skötu, hárkarl og brennivín til að skola því niður með!
[Ljómar afar mikið upp með hrekkjaglampa í augnunum]

2/11/06 19:01

PabbiBakkus

Á hverju ári fer ég í skötuveislu með fjölskyldunni, og á hverju ári reyni ég einzog ég get að troða skötunni ofan í mig. En aldrei næ ég meira en nokkrum munnbitum áður en ég gefst upp og hrökklast niður að barnaborðinu og fæ mér kjúkling.

Það er ömurlegt að vera það ómenni að geta ekki tuggið skötu.

2/11/06 19:01

blóðugt

Sem minnir mig á það, þarf að setja brennivínspelann í frysti.

2/11/06 19:01

Jarmi

PabbiBakkus. Meiri hamsa og meiri tólg. Og meiri hita. Prufaðu það og þú verður hissa á hvað þú kemur miklu niður.

Svo stöppum við fyrir börnin 70% kartöflur og 30% skötu fyrstu árin. Það virkar kannski á þig líka.

2/11/06 19:01

Galdrameistarinn

Rétt Jarmi, það virkaði á mig og nógu anskoti mikið af hnoðmör í þetta.
Svo er líka gott fyrir byrjendur að fá sér minnst kæstu skötuna en hjóla ekki í það sterkasta.
Sjálfur tek ég það allra sterkasta sem býðst.

2/11/06 19:01

Isak Dinesen

Blóðugt: Við skulum nú vona að konan hans (mín?) fari oftar í bað en veggirnir á heimili meðal Íslendingsins eru þrifnir. Þess utan er fólk að jafnaði þakið "fatnaði" þegar það eldar þvílíkan viðbjóð, en ekki hefur enn komist í tísku að þekja veggi og gólf fyrir þesskonar eldamennsku.

Það er svo alltannað mál hvort það væri ekki ráð.

2/11/06 19:01

blóðugt

Já, en fyrst ekki er hægt að ræsa pestina út með því að opna glugga og e.t.v. sjóða hangikjet, og ekki er hægt að þvo hana af veggjum og úr teppum heldur verði að mála og teppaleggja upp á nýtt, ætti þá að vera hægt að þvo hana úr fötum? En bursta hana úr tönnum eða þvo af húð?

Þú hlýtur að sjá vitleysuna í þessu.

2/11/06 19:01

Regína

Það er vel hægt að borða skötu án þess að hafa brennivín með. Sama má segja um hákarl.
En ég hef smakkað mat sem var óætur án brennivíns. [Ljómar upp]

2/11/06 19:01

Nermal

Ég man bara hlandbrækjuna sem kom frá nágrönunum hérna um árið. Álíka kræsilegt og að þefa uppúr sandkassa kattarins.

2/11/06 19:01

Isak Dinesen

Jújú, lyktin skemmir líklega seint húsnæði - þó gaman sé að reyna að færa rök fyrir þeirri vitleysu. Það þarf þó ekki að deila um að óþverrinn hefur marga notalega stundina eyðilagt - til dæmis hjá mér.

En ég mun þó seint fara að mæla með boðum og bönnum í þessu máli frekar en flestum öðrum, en sjálfsagt þykir mér að þið hlustið á skoðanir annarra hvað þetta mál varðar. Því það hefur ekki bara með átvöglin að gera. Og Sigurður er ekki að fara að setja lög um þetta sjálfur - slíkt er í höndum Alþingis auk þess sem húsfélög geta sett reglur sem félagsmenn þeirra verða að fylgja. Hann er hinsvegar bara að tjá (í þessu tilfelli skynsama) skoðun sína. Sjálfum þætti mér rétt að víkja væri ég í hópi skötusmjattara og æti "herlegheitin" frekar á veitingahúsi.

2/11/06 19:01

Huxi

Það er engin ástæða til að vera að éta skemmdan mat. Þó að forfeður vorir hafi þurft þess sökum hungurs og harðréttis. Þeir tímar eru liðnar. Megi þeir aldrei aftur koma.

2/11/06 19:02

albin

Fyrrverandi tengdó hefur gjarnan boðið mér til sötuveislu, nema í ár þar sem hún er erlendis, eldar sína skötu í snyrtilegu eldhúsi sínu sem er á snyrtilegu heimili hennar. Það er að vísu sér hæð í húsi. En téð fyrrverandi tengdó er hreinlega með ajax í æðunum og líður engan sóðaskap né skítalykt á sínu heimili.
Samt sem áður hefur hún unun af því að bjóða í skötuveislu og mátæplega fynna lyktina að veislu lokinni. (Hugsanlega má um kenna lömuðu lyktarskyni að veislu aflokinni)

Eitt af leyndardómum þess að elda veislu mat þennan er að hafa lokað að sér í eldhúsinu á meðan ef unnt er og hafa glugga vel opna. Edik í skál ku hafa einhver lyktareyðandi áhrif og svo er best að bíða með að þrífa fyrir jólin þar til að lokið hefur verið við skötuveisluna.

Ég hef áhyggjur af því að komast ekki í skötu í ár.

2/11/06 19:02

Kargur

Þessi kallpungur var í útvarpinu í dag. Hann er lygari.

2/11/06 19:02

blóðugt

Kargur, hvar var hann í útvarpinu? Þ.e. á hvaða rás og hvenær?

2/11/06 19:02

Kargur

Ætli það hafi ekki verið milli ellefu og tólf á rás 1.

2/11/06 20:00

blóðugt

Ok, ég er að byrja að hlusta núna. Ég býst samt við því að verða brjáluð af pirringi á meðan...

2/11/06 20:00

Galdrameistarinn

Heyrði þetta og hvað er hægt að segja um svona fólk?
Á það ekki heima á einhverri lokaðri deild á Kleppi?

2/11/06 20:01

blóðugt

Það hefði ég haldið. Ég næ ekki utan um það hvað þetta er mikið rugl!

2/11/06 20:01

Galdrameistarinn

Einhverjir eru byrjaðir að væla hér í stigaganginum nú þegar. Held að það sé í tveim íbúðum á efstu hæð en þeim var snarlega bent á að steinhalda kjafti því allir aðrir sjóða skötu hér og þau réðu engu um það.

2/11/06 20:02

Huxi

Þó svo að ég borði ekki skemmdan fisk, s.s. kæstan hákarl, signa grásleppu eða kæsta skötu, þá er ég ekki rífandi kjaft yfir því að aðrir leggi sér þetta til munns. Það er nefnilega fasismi og frekja.
Gleðilega Þorláksmessu.

2/11/06 20:02

Isak Dinesen

Það er ekki fasismi að rífa kjaft yfir einhverju. Það er að nýta sér tjáningarfrelsi.

2/11/06 21:00

Grágrímur

Þetta segja nýnasistar líka...
[glottir svo skín]

2/11/06 21:00

Skabbi skrumari

Það er samt helber misskilningur að hér sé um skemmdan mat að ræða... þetta er ákveðin verkun á matnum... hann er ekki skemmdur...

2/11/06 21:01

Regína

Ég fékk skötu í dag. [ Ljómar upp]

2/11/06 22:02

Tina St.Sebastian

Ég bannaði móður minni að sjóða skötu. Hún stóð á kafi í einhverjum kæli í Krónunni í dag. Lyktin þar var nógu slæm, ég legg ekki í fnykinn sem gýs upp við suðu.

Auk þess fær hún brjóstsviða og bjúg af skötu.

2/11/06 22:02

krossgata

Skötuneyslu ársins er bjargað.
[Ljómar hærra en friðarsúluverkið]

2/11/06 22:02

Vladimir Fuckov

Eigi fengum vjer skötu í gær, eigi í dag og eigi á morgun [Ljómar upp].

2/11/06 23:00

blóðugt

Ég fæ sko skötu í hádeginu á morgun!

2/11/06 23:00

Jóakim Aðalönd

Á aðfangadag?

Annars var skata og vel kæst tindabykkja í matnum í vinnunni á föstudaginn. Það voru fáir sem mættu í matinn. Mér fannst þetta algjört lostæti og hnoðmörinn maður!

2/11/06 23:00

Galdrameistarinn

Eftir aðeins átta tíma verður hér hjá foreldrum mínum skötuveisla þar sem verða meira að segja nokkrir bitar af sterkustu skötunni á boðstólum. Það merkilega við þetta boð er að hingað kemur þjóðverji sem búsettur er á Egilsstöðum, bara til að fá skötu og það verðum ég og hann sem sláumst um þá sterku.
Og að sjálfsögðu er hnoðmör með þessu.
[Ljómar fjóra hringi í kringum sólkerfið]

2/11/06 23:01

Tigra

Skötuveislan í dag var yndisleg. Einstaklega vel heppnuð skata.
Já jafnvel hundurinn minn fékk smá bita af lítið kæstri skötu og eins og vel upp öldum hundum sæmir, skóflaði hann því í sig og vildi meira!

2/11/06 23:01

blóðugt

Mmm namm ég borðaði skötu í hádeginu. Hún hefði mátt vera örlítið sterkari, en hún var samt góð.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.