— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/05
Systir

Stundum segir skynsemin mér að segja ekki meira.

-*-

Aumrar telpu táraflóð
telur ljóð.
Særir eigið systurblóð,
systir góð.

-*-

   (10 af 27)  
9/12/05 07:01

Offari

Ég á líka góða systir.

Systir mín í borg nú býr
borgin hana felur
Eflaust heim hún aftur snýr
aftur hjá oss dvelur.

9/12/05 07:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stutt & stílhreint.
Yrkisefnið virðist á allpersónulegum nótum, eðahvað . . .

9/12/05 07:01

blóðugt

Jújú, mikið rétt.

9/12/05 07:01

Grámann í Garðshorni

Varzt það þú sem særðir eða öfugt ?

9/12/05 07:01

Finngálkn

Ég var eimmitt að skíða ofan af minni! - En hún grét nú ekki blessunin heldur hafði gaman af...

9/12/05 07:01

Gvendur Skrítni

Hver hefur ekki gaman af því að láta skíða á sér...

9/12/05 07:01

Haraldur Austmann

Þetta er gott eins og allt sem frá þér kemur.

9/12/05 07:01

Gaz

Ég held samt í þann rétt sem stóra systir að vera leiðinleg við litly systurnar mínar.

9/12/05 07:01

Heiðglyrnir

Angurvært og ljúfsárt. Þakka.

9/12/05 07:02

Hakuchi

Fagurt í einfaldleika sínum. Kúdós.

9/12/05 08:00

Sundlaugur Vatne

Ljúft, næmt og tilfinningaþrungið. Það er list að segja mikið í stuttu máli. Enn er ýmislegt óuppgert, ekki satt?

9/12/05 08:01

Jóakim Aðalönd

Systur mínar eru báðar látnar og gleður það mig mjög. Þetta er annars fín vísa hjá þér blóðugt.

9/12/05 08:01

Úlfamaðurinn

Jæja systir mín. Nú skalt þú setjast í læri hjá Hakuchi og kíkja á kveðskap hans. Hann kennir þér að skrifa ljóð, enda finnst mér enginn kveðskapur í þessu ´ljóði´. En þér eru ekki þar með sagt allar bjargir bannaðar í kveðskap. Ég lærði um ljóð sem voru laus við allar rýmur á sínum tíma í kvennó en hef gleymt þeim í dag.

Hef samt trú á þér á þessu sviði, reyndu að semja ljóð um sannleikann og láta eitthvað rýma við hann.

kær kveðja,

matrixs@mi.is

9/12/05 08:01

krumpa

Úlfamaður - hef aldrei vitað til þess að neinn læri neitt í Kvennó - annars eiga nýliðar að temja sér ákveðna auðmýkt og virðingu gagnvart eldra og þroskaðra fólki en ekki stíga á stokk með svívirðingum besserwisseraháttum og leiðindum (það má allt gera seinna).
Fallegt ljóð og afar tilfinningaríkt!

9/12/05 08:01

Úlfamaðurinn

Hún var að svívirða mig en ég var samt ekkert að svívirða hana. Ég er sjálfur reyndar vonlaus sem stendur í að semja eitthvað sem rýmar, what the hey maður

9/12/05 08:01

Úlfamaðurinn

Takk samt kærlega fyrir gagnrýnina

9/12/05 08:01

Úlfamaðurinn

reyndar ekki svívirða mig en tala við mig eins og ég hafi ekki málfrelsi

9/12/05 08:01

Úlfamaðurinn

a skiptir ekki máli lengur enda liðin tíð

9/12/05 08:02

blóðugt

Þakka ykkur öllum.

Úlfamaður minn, ljúfurinn. Það er greinilegt að ég særði þig mikið með því að segja þér að þegja. Aumingjans anginn. Ég hefði betur þagað, gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir svona barnalega hörundsár. Takk samt fyrir ummælin, mér þóttu þau afskaplega fyndin. Endilega haltu áfram á sömu braut. Reyndu að niðurlægja mig sem mest, mér þykir fátt skemmtilegra en svívirðingar frá mér heimskari mönnum. Fyrirgefðu vinurinn, ég skal fara betur með barnshjartað þitt framvegis. Kannski getum við talað saman þegar þú ert orðinn fullorðinn.

9/12/05 08:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég skil þig blóðugt.

9/12/05 09:00

Jóakim Aðalönd

Ég átta mig bara alls ekki á þessu...

9/12/05 09:01

Úlfamaðurinn

Voðaleg væmnissýki er þetta. Á Baggalútnum er enginn okkar sá sem hann er í raun og veru. Ekki er ég úlfamaður í raun né þú sverðgyðja, en það gerir Lútinn einmitt svona snilldarlegann.

9/12/05 09:01

Úlfamaðurinn

Prentvilla; vænissýki. Vinur minn hann Sigurþór, sérfræðingur í íslensku var að láta mig vita. Nú heldur Sigurþór fyrirlestur og segir Stalín hafa verið með vænissýki en steingleymir að nefna mig, mann sem nýtur þess að vera sammála Salvador Dalí þegar hann talar um mikilvægi vænissýkinnar í listum

9/12/05 09:01

Úlfamaðurinn

Það er greinilega mikil Guðs gjöf að vér varúlfar vorum þannig hannaðir af náttúrunnar hendi að þegar við breyttumst gætum við hvorki notað sverð né skambyssur. Jafnvel ekki einu sinni hríðskotabyssur, en hins vegar var alltaf í gegnum tíðina nóg til af silfurkúlum til að skjóta okkur úr hinu, og ábyggilega silfursverðum til að hakka okkur í spað. T.d. gæti ég varla hugsað mér hvernig japanskt Samuraijasverð samsett úr blöndu af adamantium og silfri myndi fara með mig ef einhver ræki það í gegnum mig.
Ef slíkt myndi gerast þá myndi fréttin um það hvernig andláti mínu bar að ekki vera tilkynnt í neinum viðurkenndum, íslenskum fjölmiðli.

9/12/05 09:01

blóðugt

Þessi ummæli þín hafa ekki neitt með það að gera er rætt var hér á undan.

9/12/05 12:02

Hakuchi

Þetta er afskaplega aumkunarverð framkoma hjá Úlfamanninum. Hann ætti að vita betur. Skamm.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.