— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/04
Ó vei! Ó vei!

(Sound of the hour) Nick Cave - Black Betty<br /> Geisp!

Hér sitjum vér í heimspeki að gera eitthvað allt annað en það sem vér eigum að vera að gera.
Nietzsche er bara einfaldlega ekkert heillandi svona snemma á morgnana. Sérstaklega þegar hlutir eins og kerfislíkan Eastons og uppbygging Lenín á kommúnistaflokknum eru ennþá syndandi í höfðinu frá því í gær.
Ég er orðin allt of gömul fyrir svona krefjandi verkefni. Gamalmenni eiga ekki að vera í skóla. Gamalmenni eiga ekki að þurfa að hugsa um Nietzsche á morgnana, nema þau hafi lært um hann sem unglingar og vinni nú við að kenna hann eða eitthvað þvíumlíkt. Gamalmennum á ekki að finnast þau vera gamalmenni þegar í raun þau eru kornung ennþá. ‹dæsir›

Ég á í svona "ég hefði ekki átt" krísu. Ég hefði ekki átt að sofa svona lengi á laugardagsmorguninn. Ég hefði ekki átt að vera svona lengi í heimsókn hjá systur minni á laugardaginn. Ég hefði ekki átt að láta plata mig út á djammið á laugardaginn og koma heim á vægast sagt ókristilegum tíma. Ég hefði ekki átt að vinna í gær.
Þetta þykir mér miður þar sem lífsmottó mitt er að sjá ekki eftir neinu sem ég geri. Það er bara svo asskoti erfitt svona snemma á morgnana!

Jæja nú skulum við láta þessu væli lokið og taka upp léttara hjal. Mig langar aðeins að þakka honum Sundlaugi fyrir að gera gærkvöldið/nóttina aðeins bærilegri en hún hefði verið ef ég hefði eingöngu haft stjórnmálafræðina til að ylja mér. Það er ágætt að geta hlegið á meðan maður les um leiðinlegheit eins og kenningar John Rawls um réttlæti og jöfnuð.
Svo er það líka Sundlaugi að þakka að ég hef hlotið nafnbótina "fastagestur". Sundlaugur "rúlar" eins og unglingarnir bekkjarfélagar mínir myndu eflaust segja.

Ég ætla að lifa hættulega og nota restina af þessum heimspekitíma til að lesa meiri stjórnmálafræði.

   (25 af 27)  
31/10/04 03:00

Bölverkur

Blóðugt, verð að segja það.

31/10/04 03:00

blóðugt

Já... og algjör bölverkur.

31/10/04 03:00

Sundlaugur Vatne

Já, við syndum í gegnum þetta ;o)

31/10/04 03:00

Skabbi skrumari

Skrumskæling...

31/10/04 03:01

blóðugt

[ullar á alla... vegna þess að... afþví bara!] Afsakið. Svefngalsinn er að fara með mig. [ ákveður að nota þá afsökun fyrir undarlegri hegðun það sem eftir lifir dags]

31/10/04 03:01

Sundlaugur Vatne

Svefngalsi hvað?????? Ertu að segja að ég rúli ekki???? //tárast//

31/10/04 03:01

blóðugt

[flissar]Það er ekki ÖLL hegðun undarleg hjá mér í dag. Tja a.m.k. misundarleg. Þetta var með vægari tilfellum. Svo þú rúlar víst.

31/10/04 03:01

Sundlaugur Vatne

[Ljómar upp og gengur blístrandi út í sólskinið]

31/10/04 03:01

B. Ewing

[kveikir á sólmyrkvanum og skilur Sundlaug eftir í myrkri. Gengur síðan sjálfur blístrandi í burtu.]

31/10/04 03:01

blóðugt

[Veltir fyrir sér hvar í fjandanum menn eru að finna sólskin í dag.]

31/10/04 03:01

Sæmi Fróði

Fróðlegt í meira lagi.

31/10/04 03:01

Litla Laufblaðið

Það er alltaf sólskin í kring um hann Sundlaug skal ég segja ykkur.

31/10/04 03:01

Sundlaugur Vatne

[Ljómar enn meir og gefur litla laufblaðinu frostpinna]

31/10/04 03:01

blóðugt

Veistu hvað ljóminn er ljómandi góður?

31/10/04 03:02

hundinginn

Hvernig er hægt að kenna speki? Mjer er bara spurn.

31/10/04 04:00

blóðugt

Góður punktur...

31/10/04 04:01

Litla Laufblaðið

Víí frostpinni! [klínir honum út um allt svo hún verður græn í framan...eee bíddu]

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.