— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 10/12/04
Nú er það blóðugt.

Í morgun svaf ég yfir mig. Ég ætlaði að vakna rétt rúmlega sex eins og venjulega svo ég hefði tíma til fyrir mitt venjulega morgunstúss, en þess í stað var klukkan orðin 7:36 þegar ég reis úr rekkju,
Eflaust kannast allir við það að sofa yfir sig og þá hræðilegu skelfingu sem það hefur í för með sér. Þetta hryllilega augnablik þegar þú opnar augun og gerir þér grein fyrir því að þú varst ekki að vakna við vekjaraklukkuna. Þú stekkur á fætur og það sem flýgur í gegnum huga þinn og út um munninn hefur ekkert með guð og englana að gera.
Ekki er vænlegt að byrja daginn á slíkum og þvílíkum munnsöfnuði, en þannig byrjaði minn.
Eftir ca. 20 sekúndur af því að æða stjórnlaust um svefnherbergið, bölvandi og ragnandi og leitandi að einhverju sem ég í raun vissi ekkert hvað var, ákvað ég að enda þessa morgunskelfingu eins og ég byrjaði hana. Með ljótum orðum. FOKK IT! Ég sleppi bara heimspeki! Mæti bara í skólann klukkan níu og KEM SVO Á BAGGALÚT Í HÁDEGINU OG SKAMMA ALLA FYRIR AÐ LÁTA MIG SOFA YFIR MIG!

SKAMM!

Það er alltaf svo gott að kenna öðrum um eigin ófarir.
*glottir*

   (26 af 27)  
10/12/04 05:01

Skabbi skrumari

Fyrirgefðu... ef það er einhver huggun þá svaf ég yfir mig líka...

10/12/04 05:01

Vladimir Fuckov

Sváfum vjer þá ekki undir oss í morgun ?

Vjer vöknuðum nefnilega hálftíma fyrr en til stóð (sem er frekar óvenjulegt).

10/12/04 05:01

salvador

Ég svaf ekki yfir mig en drattaðst á lappir 25mín. eftir að klukkan hringdi. Það var gott !

10/12/04 05:01

Krókur

Ég svaf líka yfir mig í morgun. Eigum við ekki bara að lýsa yfir alþjóðlegum yfirsofunardegi í dag?

10/12/04 05:01

Vladimir Fuckov

Nei, það gengur ekki því að meðaltali sváfu þeir er hjer hafa tjáð sig eigi yfir sig.

10/12/04 05:01

Krókur

Ég kann nú að taka nokkuð margar tegundir af meðaltölum og ég fæ ekki séð hvaða aðferð þú notar Vlad. Kannski notar þú einhverja aðferð sem ég kannast ekki við?
[Ljómar upp]

10/12/04 05:01

Vladimir Fuckov

Ef þjer sváfuð t.d. hálftíma yfir yður en vjer hálftíma undir oss þýðir það að það var að meðaltali vaknað á rjettum tíma.

10/12/04 05:01

Krókur

[Verður fyrir vonbrigðum]
Æi, ég var að vonast til að hér væri á ferðinni einhver ný reikniaðferð sem ég hef ekki séð áður.
Ég ætla nú ekki að fara að gerast svo rúðustrikaður að fara í einhverja mótsögn við þig Vlad, út af einhverjum meðaltalsreikningum. Við verðum bara að halda upp á alþjóðlegan yfirsofunardag einhverntíman seinna.

10/12/04 05:01

Leir Hnoðdal

Ég er alveg að sofna núna...ssssssssssss

10/12/04 05:01

Bangsímon

ég var að vakna.

10/12/04 05:01

blóðugt

Mig langar að fara að sofa!

10/12/04 05:01

Tigra

Hey ég svaf yfir mig. Vaknaði 10 mín áður en ég átti að mæta í vinnuna.

10/12/04 05:01

Litli Múi

Gaman að minnast á það að ég get ekki sofið yfir mig, því ég vinn eftir stimpilklukku, vinn bara lengur í staðinn.

10/12/04 05:01

blóðugt

Er þetta svona félagslegur sjúkdómur hér? Að sofa yfir sig?

10/12/04 05:01

Ísdrottningin

Ég vaknaði alveg á réttum tíma...til að halda áfram að sofa.

10/12/04 05:01

Nornin

Ég svaf vist líka yfir mig. Það var algjörlega ófyrirgefanlegt þar sem ég var meira að segja vakin með símtali í morgun, en sofnaði aftur!

10/12/04 05:01

Vímus

Ég svaf ekki dúr. Ætli ég sé á túr?

10/12/04 05:02

blóðugt

Það væri blóðugt...

10/12/04 05:02

albin

Blody hell

10/12/04 05:02

Limbri

Ég svaf yfir mig ásamt ykkur hinum. Sváfum við þá saman yfir okkur ? Sem dregur upp spurninguna: voruð þið í DK ?

Annars svar ég bara yfir þann tíma sem ég hafði sett sjálfum mér, því ég átti "frí" í dag.

-

10/12/04 05:02

Doofus Fogh Andersen

Æji hvað það er gott að hafa frjálsan vinnutíma.

10/12/04 05:02

Tumi Tígur

Ég einmitt vaknaði líka rúmlega 7 í morgun.
Fannst það ekkert sniðugt þar sem ég vinn vaktavinnu og átti ekkert að mæta í vinnu fyrr en kl. 16:00 í dag. [Dæsir mæðulega og horfir út um gluggann]

10/12/04 06:00

Don De Vito

Ég er kannskieinum degi og seinn en ég svaf ekki yfir mig í gær. Ég hafði sofið yfir mig á mánudegi, þriðjudegi og miðvikudegi en ekki í gær. Tilviljun? Kannski.

10/12/04 06:01

Alvitur asnastrik

Er ekki öllum sama þó þú sofir yfir þig mín kæra? Plató og hvað-hann-heitir fara ekki langt þó þú mætir ekki.

10/12/04 06:02

blóðugt

Það er rétt, þeir fara ekki langt. Ég ætti kannski bara alltaf að sofa af mér heimspekitíma. Það er náttúrulega hryllilega með mann farið að hafa þetta alltaf klukkan 8 á morgnana!

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.