— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 10/12/04
Nýgræðingur með ritstíflu?

Svo er víst...

Það var ykkur gamalkunn félgaskona sem benti mér á að hér væri hægt að kveðast á við skemmtilegt fólk. Hún hélt að hér gæti ég fundið eitthvað við mitt hæfi. Vér skulum sjá...

Ég tel mig ekki vera mikið skáld, heldur hef aðeins stundað þetta til gamans (virðist ég hafa fest í klámvísubransanum). Máski má þó læra eitthvað af ykkur.

   (27 af 27)  
10/12/04 04:02

Prins Arutha

Skáld eða ekki. Vertu velkominn hingað í samfélagið.

10/12/04 04:02

Doofus Fogh Andersen

Huh... Klámhundur. Hefurðu leitað til Gunnars í krossinum. Hann ku geta læknað slíka kvilla sem og kynvillu.

10/12/04 04:02

Doofus Fogh Andersen

Annars velkominn

10/12/04 04:02

blóðugt

Leyfum Gunnari að lækna leiðingjörnu kvillana. Ég vil halda mínum skemmtilegu.

Takk einnig Hr. Andersen

10/12/04 04:02

Heiðglyrnir

Velkomin blóðugt og njóttu vel. Svo að maður röfli nú yfir e-u þá er nafn yðar svolítið blóðugt. hvað segir þú um t.d. Gæðablóð, fullt af gæðum og fullt af blóði. hmmm.

10/12/04 04:02

blóðugt

Hvaða hvaða... haldiði ekki að ég hafi endilega þurft að prófa X-ið í horninu þarna. Eins og það væri fólki ekki fullljóst hvaða afleiðingar það hefði.

Ég endurtek þá orðin sem stóði í þeim belg.

Það mun vera velkomin. Takk fyrir kæri Prins.

10/12/04 04:02

blóðugt

Já þú segir nokkuð Heiðglyrnir. Mér þætti bara svo asskoti blóðugt að breyta því núna.

Svo erum vér ekki svo viss um að blóð vort sé af miklum gæðum

10/12/04 04:02

Heiðglyrnir

Í öllu blóði leynast e-r gæði, en þetta var nú bara vinsamleg ábending. "blóðugt" var það heillin.

10/12/04 04:02

blóðugt

Þú segir nokkuð. Ég væri kannski nýt í slátur.

10/12/04 04:02

Sundlaugur Vatne

Hmmm. Blóðugt er greinilega kvenmaður sem kýs að kalla sig lýsingarorði í hvorugkyni með litlum staf.
Ekki er nú öll vitleysan eins.

10/12/04 04:02

blóðugt

Nei nei... þá væri heldur ekkert gaman.

10/12/04 05:00

Hakuchi

Velkomið blóðugt.

[Horfir á myndina]

Má ekki bjóða þér sjúss?

10/12/04 05:00

blóðugt

Slæ nú ekki hendinni á móti því.

10/12/04 05:00

Bölverkur

Kveðum saman klám í dag,
kveðum dýrar vísur,
kveðum blautan, klúran brag,
kveðum nú um skvísur.

10/12/04 05:00

Nafni

Blessað vertu blóðugt
blætissjúka grey (mey?)
Hræktu vísu hróðugt
í hrynjandinnar fley

10/12/04 05:00

Skabbi skrumari

Klámsins flóru könnumst við
kindug er sú ljóðugt
Vil þó muna vænan sið
-Velkomin hér blóðugt

10/12/04 05:01

blóðugt

Voða eruð þið vinsamleg og hagyrt með eindæmum... þakka pent,

10/12/07 04:01

Wayne Gretzky

Til hamingju með rafmællið...

1/11/07 04:01

Geimveran

Hvaða dagur er í dag?

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.