— GESTAPÓ —
Ríkisarfinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/11
Til hamingju með daginn.

Ég óska hérmeð öllum unnendum bjórs til hamingju með daginn 1. marz, en á þessum degi árið 1989 varð bjór lögleg söluvara á landinu bláa.
Ég man vel eftir þessum degi fyrir 23 árum síðan, ekki það að ég hafi haft aldur né áhuga á að drekka þennan gyllta vökva þá, en núna kann ég vel að meta góðann øl. Skál, verði ykkur að góðu og hipp, hipp húrra fyrir einum köldum og svalandi bjór.

Góðar stundir.

   (2 af 10)  
3/12/11 05:02

Billi bilaði

Er hægt að fá bjór með gullflögum?

3/12/11 01:01

Huxi

Skál hr.Arfi. Velkominn til okkar aftur.

3/12/11 01:01

hlewagastiR

Nú þarf bara að efna til sambærilegs spíttdags til að koma þessu þjóðfélagi úr sporunum.

3/12/11 01:01

Sundlaugur Vatne

Takk sömuleiðis, Arfi sæll. Gaman að þú skyldir ákveða að láta sjá þig á þessum vettvangi. Jú, víst man maður vel eftir þessum degi... Í dag drögum við bindindismenn fánann í hálfa stöng.

3/12/11 01:01

Heimskautafroskur

Skál fyrir því. Sakna enn Keiser-bjórsins góða frá í árdaga.

3/12/11 01:02

Kargur

Jamm jamm skál skál...

3/12/11 02:00

Mjási

Bjórlíkið var nú samt best.

3/12/11 03:01

Ísdrottningin

Tek ekki mark á svona ófögnuði, en myndi fagna með góðu blóti ef haldið væri upp á dag Ákavítis eða enn betra: Dag íslenskrar einkaframleiðslu...

Ríkisarfinn:
  • Fæðing hér: 27/9/05 23:01
  • Síðast á ferli: 17/3/19 17:34
  • Innlegg: 2833