— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/12/05
Pólskir landflóttamenn

Skýrsluhöfundur vill taka það fram að fyrir honum eru allir menn jafnir, hvort heldur þeir séu hvítir, sólbrúnir eða jafnvel rauðhærðir.

Undanfarna mánuði hef ég verið að gera könnun á lífsháttum pólsks landflóttafólks. Niðurstöðurnar hafa komið mér þó nokkuð á óvart. Þarna er á ferðinni eindæma hagsýnt fólk sem flytur inn í landið með sér helstu nauðsynjavörur svosem bjór, tóbak og yfirvaraskegg. Einnig virðast þeir mjög lífsglöð þjóð þar sem skærgular yfirhafnir prýða heilu hópana. Þeir eru mjög stoltir af þjóðerni sínu þar sem jafnvel hérlendis þá halda þeir sér austan siðmenningarinnar.

Svo eru Pólverjar líkt og bláber að því leyti að sjáir þú einn, þá sérðu von bráðar a.m.k. 50 í viðbót. Þessari samheldni var ég þó nokkurn tíma að átta mig á en svo komst ég að því að þeir eiga sér allir sama áhugamál, stærðfræði. Þó ég kunni ekkert í pólsku þá er eitt orð sem þeir nefna meira en önnur en það er kúrva. Þeir standa oft í hópum og ræða mismunandi stærðir og gerðir af kúrvum og virðast taka hugleiðingarnar mjög nærri sér. Ef einhver þeirra nefnir kúrvu sem virðist ekki rétt útfærð verður öðrum heitt í hamsi og koma eins og skot með aðrar tillögur af kúrvum. Að máli athuguðu má vel sjá að þar sem þetta eru langflest verkamenn sem ég hef verið að rannsaka þá hlýtur pólska þjóðin að vera mjög framarlega á sviði stærðfræðinnar.

Eitt atriði í viðbót þótti mér athugavert, en það er hversu ferðaglaðir þeir eru. Þeir ræða ferðir sínar til Spírdala ótt og títt. Ekki kannast ég við Spírdali hérlendis og leikur mig nú mikil forvitni á hvar þessir dalir liggja, en miðað við áhuga Pólverjanna þá er það líklega fagur staður.

Þá vil ég enda þessa skýrslu á viðeigandi hátt með tilvitnun í hin frægu orð James Belushi: ,,Viva la Poland!”

   (6 af 21)  
1/12/05 17:01

Offari

Það væri gaman að sjá launakúrvuna hjá þeim.

1/12/05 17:01

Poxxx

Þetta er gott fólk, alveg eins og við hin.

1/12/05 17:01

Jóakim Aðalönd

Já og harðduglegt.

1/12/05 17:02

blóðugt

Hahahahahaaha!!!!! Vá ég skellti heldur betur uppúr!

Ég spilaði einu sinni pool við pólskan gaur sem fór að tala um kúrvur í hvert skipti sem kúlan fór ekki niður.

1/12/05 18:00

Lærði-Geöff

Mér skylst að launakúrva þeirra sé meira eins og I í laginu.

Jújú ef tennis við miklu-eldriborgara er undan skilin þá er ég alla vega lítið betri en aðrir.

Gaurinn í poolinu var náttúrulega að segja við sjálfan sig að þarna hefði hann nú átt að taka snúninginn á þetta.

1/12/05 18:01

fagri

Þar sem ég er vinna með nokkrum pólverjum sá ég mig knúinn til að sýna þeim pistil þennan.
Þó að þeir skyldu ekki mikið virtist þó lifna yfir þeim þegar þeir sáu eftirlætisorðið sitt og sögðu einum rómi: "MIGID KÚRVA".

1/12/05 18:01

Lærði-Geöff

Já þetta er skemmtilegt lið. Áður en ég kom hingað austur fyrir fjöll og jökla og fólk þá var ég með pólskan yfirmann. Frábær gæi og gaman að honum þegar mikið gekk á, lemjandi í borð og syngjandi fallegum ómi "Kúrva!".

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.