— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/04
Leyniskjöl í rangar hendur(mínar)

Þar sem ég var á gangi síðla gærkvölds þá festi ég augu á skjalatösku einni sem lá þarna afsíðis. Mér tókst að opna talnalásinn í áttundu tilraun en lykiltalan reyndist vera 007. Sláandi upplýsingar streymdu inn í gegnum augntóftirnar er ég renndi augum yfir innihaldið á vel skipulagðan hátt. Ég byrjaði uppi í horninu vinstra megin og fór til hægri út að enda blaðsins og þá færði ég mig niður um eina línu. Þannig gekk þetta koll af kolli þar til allir stafir voru búnir.

Þarna var um að ræða leyniskjöl frá CIA frá árinu 2003. Þetta voru upplýsingar yfir þjálfunaraðferðir bandarískra hermanna.

Herforingjar:
2 vikna námskeið í Red Alert. Aðilar skulu hafa náð að klára leikinn a.m.k. tvisvar áður en þeir fá að halda út á vígvöllinn.

Landgönguliðar:
5 sólarhringar án pásu í Counter Strike. Hermönnum verður skipt upp í fjögurra manna teymi og fær vinningsliðið að fara viku á undan í bardaga, auk þess sem þeir fá ótakmarkaðar byssukúlur og vopn að eigin vali.

Flugmenn:
2 vikur í Flight Simulator 3.2, þeir flugmenn sem ná að stökkva yfir 2,10 sentimetrana sleppa við það.

Sjóher:
Þeir þurfa að synda 25 metra án kúta. Þá verða þeir að notast við bringusundtökin en konur og eldri menn mega einnig notast við hundasund eftir þörfum.

Skriðdrekar og aðrar þungavélar:Ökumenn þungavéla verða að hafa lokið a.m.k. 10 ökutímum. Þá mega menn hópa sig saman þannig að t.d. 5 ökumenn þurfa þá bara að hafa lokið 2 ökutímum á mann.

Sprengjuleitarmenn
Sprengjuleitarmenn skulu hafa náð að klára expert stillingu í minesweeper á undir 280 sek. áður en þeir verða sendir á vettvang.

Að lokum voru uppdrög beint frá forsetaskrifstofunni að nýju og endurbættu Scrabble þar sem stafafjöldi orða getur ekki farið upp fyrir 4.

Í ljósi þessara nýju upplýsinga er ekki hægt að furða sig á því lengur hve innrásin í Írak hefur reynst erfiðlega. Sökum frjálss viðskiptanets milli landa virðast Írakar vel kunnugir leikjum á borð við Red Alert og Counter Strike.

Að lokum vil ég biðja fyrir öllum mannslífum og vona að þessum endalausu stríðum geti farið að ljúka.

   (16 af 21)  
1/11/04 04:01

Offari

Hér í sléttuverksmiðjuni er fyrrum Þýskur sjóliði þar er gerð krafa um að sundhæfileikar sú engir enda talin meiri hætta á að sundmennirnir verji skipið ekki eins vel. Heppinn samt að vera með leyninafn njósnari þar sem þú ert hundeltur.

1/11/04 04:01

Don De Vito

Hmmm... Fróðlegt. [Íhugar að skipuleggja innrás á Bandaríkin]

1/11/04 05:00

Ísdrottningin

Ég fékk þessa 'siðferðisspurningu' nýverið: Þú ert í Houston Texas. Þar ríkir mikið öngþveiti, á hefur skollið fellibylur og orsakað hræðileg flóð. Þú ert ljósmyndari, vinnur hjá stóru dagblaði og ert í miðju hinnar hryllilegu hringiðu.
Staðan slæm, þú ert að reyna að taka bestu myndir ferils þíns. Það er brak og fólk fljótandi í vatninu allt í kringum þig. Sumir dragast undir og koma ekki aftur upp. Allt í einu sérðu mann berjast um í vatninu nálægt þér. Hann berst fyrir lífi sínu og reynir á örvæntingarfullan hátt að halda höfðinu upp úr. Þegar hann flýtur nær finnst þér þú kannast við hann. Það rennur allt í einu upp fyrir þér að þetta er George W. Bush!
Á sama tíma sérðu að vatnið er um það bil að færa hann í kaf... að eilífu. Þú hefur tvo valmöguleika: Þú getur bjargað lífi G.W.Bush, eða tekið myndir sem myndu vinna þér inn Pulitzer verðlaun.

Hér kemur spurningin, og mundu að þú verður að svara henni í fyllstu hreinskilni:
Hvort myndirðu velja hágæða litafilmu eða klassíska einfaldleikann sem svarthvítar filmur bjóða upp á?

1/11/04 05:00

Lærði-Geöff

Þetta er mjög eðlileg en á sama tíma erfið spurning. En hjarta mitt segir mér að það eina rétta í stöðunni væri að nota svarthvítt.

1/11/04 05:01

Heiðglyrnir

Ertu þá með rangar hendur Löffi minn, hvar eru þá þínar réttu hendur..?..

1/11/04 05:01

Lærði-Geöff

[Hlær aulalega en sanngjarnt að aulalegum en sanngjörnum brandara riddarans..]

1/11/04 06:01

Hexia de Trix

Heyrðu! Ég get orðið fyrirtaks sprengjuleitarmaður! [Ljómar upp]

1/11/04 06:01

Offari

Næ hvergi lágmarki hér en er góður í kapal!
Ætti ég að sækja um sem rafvirkji hersins?

1/11/04 07:00

Lærði-Geöff

Þá húkkið þið far með næstu fangavél og skráið ykkur. Hef heyrt að það sé boðið upp á einstaklega góðar kleinur og djús. Þeir sem fylla út skráningarblaðið á undir 2 mín. fá barmmerki.

1/11/04 07:01

Sundlaugur Vatne

[Hlær hátt og snjallt að hressilegri fyndni riddarans]
Heyrðu Geöff, þetta er stórmerkileg uppgötvun. CIA notar 007 sem lykiltölu. Svívirða! Þessi tala er frátekin fyrir ágætan njósara í þjónustu hennar hátignar Bretadrottningar [stendur teinréttur, Vatne-menn eru konungssinnar]

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.