— GESTAPÓ —
Litli Múi
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 31/10/04
Meistari Nick Cave.

Ég var að fletta í gegnum geisladiskasafnið mitt um daginn, sem ég geri ekki oft, og alltaf eru geisladiskarnir mínir í rústi. Í vitlausum hulstrum eða bara einfaldlega út um allt.
Hvað er þetta með mann og að geta einfaldlega ekki drullast
til að setja geisladiskana sína í rétt hulstur?
En allavega þegar ég var að renna í gegnum þetta safn mitt leitandi að reiðum disk sem passaði við skap mitt,
fann ég óvænt geisladisk sem ég hef ekki séð í þó nokkurn tíma.
Þetta er diskur með Nick Cave einn sá besti sem ég hef heyrt á minni litlu ævi, hann kallast Murder ballads.

Á þessum disk tekst Nick kallinum að koma þessum morðtextum svo vel frá sér að maður situr gáttaður eftir að hafa hlustað á þetta, eða það gerði ég allavega í fyrsta skiptið sem ég hlustaði á hann.
Enda væri það frekar asnalegt að sitja gáttaður í hvert skipti, og maður kannski búinn að hlusta á hann 100 sinnum.

Lagalistinn lítur svona út:
Song Of Joy.
Stagger Lee.
Henry Lee (PJ Harvey).
Lovely Creature.
Where The Wild Roses Grow (Kylie Minogue).
The Curse Of Millhaven.
The Kindness Of Strangers.
Crow Jane.
O'Malley's Bar.
Death Is Not The End.

Vil ég taka það fram að nöfnin innan sviganna eru söngvarar
sem koma fram í lögunum ásamt honum Nick.

Þau lög sem mér finnst skara fram úr eru Stagger Lee, The curse of millhaven og where the wild roses grow. Ég ákvað að hlusta bara á tvö af þessum lögum, því að where the wild roses grow er svo fallegt lag að það átti engan vegin við reiða skapið mitt.
Ástæðan fyrir því að ég kaus að hlusta á hin tvö lögin er sú að þau fjalla um tvo reiða einstaklinga sem ákveða að myrða ákveðinn fjölda af fólki (ekki það að mig hafi langað að myrða einhvern en mér finnst gott að hlusta á þessa texta til að losna við reiði).

Stagger Lee fjallar um stórann og vægðarlausan kúreka að nafni Stagger Lee, hann er nýbúinn að lenda í riflildi við konuna sína sem henti honum út og eyðir nú kvöldinu í að vafra um í drullunni, að leita að veseni
. Hann kemur loks á bar sem kallast Blóðfatan (Bucket of blood), fer þar inn og sest við barborðið.
Hann spyr barþjóninn hvort hann viti hver hann sé, barþjónninn svara nei, og mér er drullu sama. Ég hendi fávitum eins og þér út á hverju kvöldi (Well those were the last words that the barkeep said Cause Stag put four holes in his motherfucking head ) afsakið enskuna en þetta er allt of flott lína til að breyta henni.
Ég ætla nú ekki segja frá öllum textanum enn hann er mjög flottur og ég hvet alla til að hlusta á hann.

The curse of Millhaven fjallar aftur á móti um allt öðruvísi morð
en byssukvelli og annað því um likt. Þessi texti er um lítið bæjarfélag sem kallast Millhaven og undarlegir hlutir fara að gerast þar. Nick setur sig þarna í líki 15 ára stelpu sem lýsir atburðarrásinni fyrir manni á einstakan hátt, hvernig fólk byrjar að deyja í bænum.
Hundur finnst negldur við hurðina hjá eiganda sínum,
strákur finnst á botni árinnar með vasa fulla af grjóti og fleira krassandi.

Ég vona að ég hafi gefið ykkur smá innsýn inn í þessa mögnuðu plötu og fyllt löngun ykkar til að hlusta á hana því þetta er meistaraverk og gef ég meistara Nick Cave fimm stjörnur fyrir.

   (8 af 11)  
31/10/04 13:01

blóðugt

Nick Cave er bara snillingur! Þessi plata er einnig á meðal uppáhalds hjá mér. Uppáhaldslögin mín eru The Kindness of Strangers og Henry Lee.
Þú hlýtur að hafa hlustað á plötuna úr Boatmans Call!?

31/10/04 13:01

Litli Múi

Henry Lee er Líka mjög gott lag það kemur stuttu á eftir where the wild roses grow, sem mér finnst alveg meistaraleg frásögn. Hef reyndar ekki hlustað mikið á plötuna sem þú nefnir, en ég á allt safnið með honum sem er pínu stórt þannig að maður hefur kannski ekki hlustað á allar plöturnar eins mikið og maður vildi gera. Ef þú mælir með henni þá prufa ég að hlusta betur á hana.

31/10/04 13:02

Jóakim Aðalönd

Það er rétt að Nikulás Hellir á góða spretti. Jafnvel þó mér líki fæst annað en sígild tónlist, get ég alveg slappað af við Nikulás vin minn. Hafðu þökk fyrir þennan pistil Múi. Meira svona.

31/10/04 14:02

Litli Múi

Takk fyrir það Jóki, alltaf gaman að hitta félaga Nikulásar.

Litli Múi:
  • Fæðing hér: 20/9/05 19:30
  • Síðast á ferli: 15/2/09 18:57
  • Innlegg: 29
Eðli:
Litli Múi litli maðurinn sjálfur er alltaf glaður. Hversu lítill er hann gætuð þið spurt jah svo lítill að hann sést ekki með venjulegu mannsauga, líklega þyrfti maður að nota róbot auga eða eitthvað því um líkt til að sjá mig. en ekki örvænta ég er með mynd af mér og er ég sláandi líkur Bill Cosby finnst ykkur ekki.
Fræðasvið:
Allskonar littlir hlutir sem detta á götuna fyrir framan mig t.d. ungbörn.
Æviágrip:
Jah hvað getur lítill maður sagt um ævi sína annað en TÁFÝLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!hef samt haft lúmskt gaman af steppdansi alla ævi.