— GESTAPÓ —
Litli Múi
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/04
Klósettpappír

Ég pæli í mörgum hlutum misgáfulegum og mismikilvægum, en einn hlutur er það sem ég hef spáð í sem virðist ekki mikilvægur en í mínum augum er hann mjög mikilvægur, og það er blessaður klósettpappírinn.
Jú við verðum nú að nota þetta blessaða verkfæri allavega einu sinni á dag, eða í mínu tilviki þrisvar til fjórum sinnum.
Sem maður með lélegann ristil og stundum mikla krampa sem fylgja því eyði ég mörgum stundum í að tefla við páfann,
og hef ég notað þau nokkur salernin víðsvegar um landið.
Það sem ég hef einkum tekið eftir er hvað Íslendingar eru einstaklega lagnir við að velja lélegasta klósettpappír sem þeir finnainná almenningsklósett landssins okkar (Þá er ég að tala um stóru hvítu pappírsrúllurnar sem eru fjöldaframleiddar fyrir fyrirtæki og eru ekki nokkrum manni sæmandi)
því alltaf erum við jú að spara.
Ekki reyni ég að spara í klósettpappír, en oft er tíðin slæm og verður maður þá að láta sér nægja bónuspappír eða sandpappír eins og ég vil kalla hann.
Eitt kvöldið þegar ég sat á klósettinu með bónuspappír mér í hægri hönd,
var mér hugsað til þess sem margir hafa eflaust pælt í. Hver fann eiginlega upp þennan merka grip og hver er saga hanns?
Ég lauk sandpappírsmeðferðinni af og tiplaði rasssærður upp tröppurnar inní herbergið mitt og hóf leit að þessu svari og fann þetta:

Fyrir tíma klósettpappírsins notaði fólk hina ýmsu hluti sem ímyndunaraflið gaf þeim t.d. Laufblöð gras híði utan af korni og brenninetlu (kannski ekki brenninetlur, allavega ekki nema einu sinni).
Grikkir til forna notuðu oft steina eða leir í sínum athöfnum.
Rómverjar voru öllu sniðugri og notuðu oft svampa sem voru festir á spítuenda og dýfðu þeim svo ofan í krukkur fullar af saltvatni og notuðu þá svo aftur.
Aðrar minna þróaðar þjóðir notuðu nú bara vinnstri hendina, og er oft talað um að margar Afríkuþjóðir geri það en þann dag í dag.

Fyrsti klósettpappírinn sem vitað er um kom til sögunar á 14.öld og voru það kínverjar sem byrjuðu að nota hann,
þetta voru eitt og eitt blað (60cm*90cm) sem kínverskir keisarar létu gera fyrir sinn gullrass.
Amerikanar notuðu snemma dagblöð og tímarit á sínum kömrum, en það var hann Joseph C. Gayetty sem kom með fyrsta pakkann af klósettpappír á markaðinn,
og var það í formi eins og eins blaðs og nefndist þessi vara "Gayetty’s Medicated Paper", og var nafn Joseph C. Gayetty prentað á hvert blað (ekki vil ég vita ástæðuna hví hann gerði það).
Pappírinn í rúllunum sem við könnumst við í dag var aftur á móti ekki fundinn upp fyrr en 1880 og hét fyrirtækið "Albany Perforated wrapping (A.P.W.) paper company".

Hérna í lokin er svo mynd sem ég fann á netinu með einni fyrstu klósettpappírsauglýsingu sem vitað er um.

http://nobodys-perfect.com/vtpm/ExhibitHall/Informational/1886_APW_ad.jpg

   (10 af 11)  
31/10/04 05:02

albin

Þetta var fræðandi. Nú ætla ég að verma postulínið.

31/10/04 06:00

Hvæsi

Merkilegt nok.

En hver fann upp á máltækinu að sitja í HÆGÐUM sínum????

Það væri vissulega hlýtt fyrst um sinn, en afskaplega ónotalegt held ég.

31/10/04 06:00

Lærði-Geöff

O hvað mig langar að losa einn pundara núna, verst að mér er ekki til setunnar boðið.

31/10/04 06:01

Sæmi Fróði

Þetta vissi ég ekki. Af öllu sem þú lýsir hér að ofan finnst mér svampurinn bestur, nýveiddur og ferskur.

31/10/04 06:01

Illi Apinn

HA! er hægt að nota pappír til að skeina sér, allt er nú til...

31/10/04 06:01

Tigra

hvæsidillumeistari:
Þetta er dregið af orðinu hægur en ekki hægðir.
Þar er meint að menn sitja rólegir að dunda sér.

Litli Múi:
  • Fæðing hér: 20/9/05 19:30
  • Síðast á ferli: 15/2/09 18:57
  • Innlegg: 29
Eðli:
Litli Múi litli maðurinn sjálfur er alltaf glaður. Hversu lítill er hann gætuð þið spurt jah svo lítill að hann sést ekki með venjulegu mannsauga, líklega þyrfti maður að nota róbot auga eða eitthvað því um líkt til að sjá mig. en ekki örvænta ég er með mynd af mér og er ég sláandi líkur Bill Cosby finnst ykkur ekki.
Fræðasvið:
Allskonar littlir hlutir sem detta á götuna fyrir framan mig t.d. ungbörn.
Æviágrip:
Jah hvað getur lítill maður sagt um ævi sína annað en TÁFÝLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!hef samt haft lúmskt gaman af steppdansi alla ævi.