— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Pistlingur - 6/12/07
Lelluskuður

Uppskrift fyrir metnaðralausa og lata heimiliskokka.

Takið rolluhakk úr frysti og látið þiðna á eldhúsborðinu: Ef köttur er á heimilinu, gætið þess þá að setja lok annað hvort yfir köttinn eða kjötið. Skerið kjötið í fingurþykkar sneiðar þegar það er orðið vel þýtt. Setjið sneiðarnar á snark heita pönnu með Ljóma smjörlíki. Kryddið vel með Season All, til dæmis það þykkt lag að það sjáist ekki í kjötið. Steikið vel og lengi.

Hálft kíló rolluhakk
Season All eftir smekk
Ljóma Smjörlíki

Með þessum rétti er gott að bera fram ákavíti og snæða á hvítum hlýrabol með vinum séu þeir fyrir hendi.

Verði ykkur að góðu

   (7 af 29)  
6/12/07 04:01

Lepja

Alveg þekki ég nokkra sem eru hrifnir af svona. En engar stelpur samt. Skrítið.

6/12/07 04:01

Wayne Gretzky

Skál í botn!

6/12/07 04:01

hlewagastiR

Þetta gæti verið gott með tómatsósu.

6/12/07 04:01

Tigra

Bíddu bíddu... hvernig sker maður hakk í fingurþykkar sneiðar? Er það ekki þúst... hakkað?

6/12/07 04:01

Tigra

Lepja: Ég er stelpa og mér finnst svona ljómandi gott. En af einhverjum ástæðum er alltaf sett lok á mig þegar svona er eldað.

6/12/07 04:01

krossgata

Erfðaprinsinn minn elskulegur, nánar tiltekið gelgja, er hrifinn af svona, en eingöngu ef hann getur keypt það á yfirlýstri skyndibitabúllu.

6/12/07 04:01

Günther Zimmermann

Oj það er mónósódíum glútamat (E621) í allrahanda.

6/12/07 04:02

Kargur

Þetta á vel heima í uppáhaldsmatreiðslubók minni; The treasury of white trash cooking.

6/12/07 04:02

Garbo

[Skellir upp úr]

6/12/07 05:00

Jóakim Aðalönd

[Skellir niður úr]

6/12/07 05:00

blóðugt

Loksins! Loksins! Uppskrift af lelluskuðum! [Fer og tekur rolluhakksrúllu úr frysti]

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.