— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Dagbók - 2/11/06
Hvað hefur íslenski maðurinn margar gangtegundir?

Niðurstöður hávísindalegrar rannsóknar sem gerð var í samvinnu hestaháskólans á Hólum og kynjafræðideildar Háskólans í Vatsnsmýri.

Rannsóknin fór fram á tímabilinu júní til ágúst árið 2007. Viðmiðunarhópurinn var samsettur úr 1000 hrossa stóði og 1000 manna slembiúrtaki ú þjóðskrá. Þess var gætt að kynjahlutföllin væru jöfn.

Helstu niðurstöður voru eftirfarandi.

Íslenski hesturinn hefur 7 gangtegundir; hlaup, stökk, brokk, fet, skrið, skeið og tölt.

Íslenski maðurinn hefur 4 gangtegundir; yfirgang, frágang, útigang og ágang.

Af þessu má draga þá ályktun að þeir sem eru að leita sér að göngufélga ættu frekar að fá sér hest en mann.

   (9 af 29)  
2/11/06 05:01

Tigra

Ég vissi ekki að hestar skriðu.
Með "skökk" áttu svo væntanlega við stökk?
Hlaup... já... áhugavert.

Með manninn held ég samt að þú hafir rétt fyrir þér.
[Hleypur með hestum]

2/11/06 05:01

Útvarpsstjóri

[Klórar sér í hausnum]

Eru hlaup og skrið líka séríslenskar gangtegundir?

Hvað með gangtegundir mannsins, er einhver þeirra séríslensk?

2/11/06 05:01

Dula

Hva' með uppgang og niðurgang.

2/11/06 05:01

Vladimir Fuckov

Einnig vantar fíflagang. Skál !

2/11/06 05:01

Texi Everto

Þarna hefur orðið ruglingur í mælingum. Hestar skríða ekki, það gera menn hinsvegar. Líklegast hefur það ruglað vísindamennina í ríminu að þegar maður skríður þá er hann á fjórum fótum og líkist því hesti...

2/11/06 05:01

Galdrameistarinn

Gæsagang vantar líka en þjóðverjar fundu hann upp á tímum Hitlers.
Síðan skríða hestar ekki heldur valhoppa en það er rétt hjá Texa að menn líkjast æði mikið hrossum þegar þeir eru komnir á fjóra fætur og skríða.
Síðan má nefna afgang á færeyska vísu.
[Glottir]

2/11/06 05:01

Fíflagangur

Kominn! Skál! Hvað er málið Vladi minn? Heyrði einhvern umgang.

[Snýr sér við í inngangnum og hefur útgang]

2/11/06 05:01

Ívar Sívertsen

Hálfvitagangur, úrgangur, afgangur, forgangur, framgangur, atgangur, brotthlaup, áhlaup, rækjuhlaup, sprettur, í-hægðum-sínum-gangur...

2/11/06 05:01

krossgata

Frumhlaup og flumbrugangur.

2/11/06 05:02

Útvarpsstjóri

... að ógleymdum stigagangi.

2/11/06 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Seinagang og fljótfærni

2/11/06 05:02

Hakuchi

Fjandakornið, búið að minnast á gæsagang og feminista. Það hefði verið hægt að meitla gott og snaggaralegt svar við þessu en andartakið er flogið á brott.

2/11/06 01:02

krumpa

Mótmæli þessu með frágang - hef aldrei séð þá gangtegund hjá manni, þ.e. nema kvenkyns manni og e.t.v. einu og einu kynbættu úrvalseintaki af karlmanni. Brokkgang og brokkgengi kannast ég hins vegar við.

2/11/06 03:00

Jóakim Aðalönd

Djöfulgangur...

2/11/06 03:00

Hvæsi

Frekjugangur er algengur hjá konum.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.