— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Saga - 1/11/06
Jarðarför kvennamanns

Frásögn úr jarðarför Fálka Frægssonar sem frægur var fyrir orðheppni, kvennafar og drykkjskap.

Sólin skein fallega þennan laugardag síðla árs. Lágt á lofti og það var eins og hún daðraði við kirkjugestina þegar hún sendi þeim áleitna geisla sína. Rétt eins og Fálki sjálfur væri mættur, maðurinn sem hafið svo sterka útgeislun að konur litu undan tilliti hans. Hitnuðu. Bráðnuðu. Þennan dag litu þær einungis undan sólinni.
Fjöldi hafði safnast saman til að kveðja þennan mann sem konur hötuðu að elska en karla elskuðu að hata. Þarna voru saman komnar allar hans fyrrverandi og líka margar hinna sem hann hafði átt vingott við inn á milli og meðfram. Systur hans og dætur voru mættar og horfðust kannski í fyrsta skipti í augu við hversu margar konur höfðu skipað ríkan sess í lífi Fálka, eða var það öfugt. Auðvitað voru þarna líka nokkrir gamlir vinir úr menntaskóla, föðurbróðir og systursynir.
Það myndaðist sérstök stemning þegar kirkjugestir völdu sér sæti. Gamlar kærustur sem vildu kveðja en höfðu ætlað að laumast á aftasta bekk fundu þar fyrir margar kunningjakonur. Það var eiginlega grátbroslegt að horfa yfir kirkjuna, nokkrir karlmenn og allar þessar konur sem sátu í hnapp aftast.
Það var svo skrítið að eingin þeirra grét. Rétt eins og þungu fargi væri af þeim létt eða að álögum hefði verið aflétt. Það er alsiða að konur gráti við jarðarfarir eða séu með grátstafinn í kverkunum en þennan dag var sem þær héldu niður í sér hlátrinum.
Eitt var víst ekkert yrði aftur eins. Í það minnsta ekki hjá þeim sem hittu systir sína eða móðir fyrir á aftasta bekk.

   (11 af 29)  
1/11/06 11:01

Skabbi skrumari

Þetta er kómísk lýsing... salút...

1/11/06 11:01

krossgata

Það er sérstök stemming yfir þessari sögu. Skál!

1/11/06 11:01

albin

Skemmtilegt sögubrot.

1/11/06 11:01

Leiri

Nokkuð gott af femínista að vera.

1/11/06 11:01

blóðugt

Jahá...

1/11/06 11:01

Álfelgur

Sniðugt, mann langar að vita meira um manninn sem verið er að jarða, vonandi kemur meira.

1/11/06 11:01

Regína

Missti ég af einhverju?

1/11/06 11:02

Texi Everto

Dánarorsök: Skyndilegur kviðmágur.

1/11/06 12:00

Amma-Kúreki

Djöfulls dramb á kellinguni núna ( Blindfull )
náði að lesa -- Sólin skein fallega á aftasta bekk.

1/11/06 12:01

Golíat

Já, jarðarfarir eru vanmetnar skemmtanir.

1/11/06 13:01

Sundlaugur Vatne

Já, táp og fjör og fríkir menn finnast hér á landi enn...
Nú er Fálki farinn yfir móðuna miklu og blessaður Feministinn hefur hitt fyrir einhverja óþarflega nána í jarðarför hans.
Skemmtileg og skondin saga.

1/11/06 13:02

krumpa

Maður sér þetta nú bara fyrir sér - afar skemmtilegt.

1/11/06 14:01

Heiðglyrnir

Heyr heyr feministi...altof lítið af svona örlítið súrum og skemmtilegum pistlum...Þakka þér...Riddarakveðja

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.