— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Gagnrýni - 1/11/04
Veðrið.

Við íslendingar tölum gjarnan um veðrið þegar við vitum ekki hvað við eigum að segja en getum ekki þagað.

Hvað er þetta með veðrið? Af hverju hefur það svona mikið áhrif á mig. Núna sit ég inni á hlýrri skrifstofu en get ekki haldið mér að vinnu, því veðrið er ömurlegt. Veður dagsins getur þó varla talist með verstu veðrum og fengi sjálfsagt ekki hátt skor á vetrarlægða mælikvarða. Samt nagar það mig að veðrið sé vont og ég kvíði því óskaplega að skjótast milli húsa til að komast heim. Kökkurinn í hálsinum stækkar og stækkar þegar nær dregur heimferð. Skynsemin segir mér að þetta sé bara bull og þvæla, snjórinn nái varla upp á rist hvað þá meir. Vindhraðinn sé ekki meiri en í hárþurkunni hjá hárgreiðslumeistaranum hér á horninu.
Ég er engu nær og spyr enn. Hvað er þetta með veðrið?

   (17 af 29)  
1/11/04 02:01

Sæmi Fróði

Veðrið stjórnast í fyrsta lagi af sólinni, snúningi jarðar um sólu, möndulhalla og snúning jarðar um eigin ás.

Veðrið hefur lítil áhrif á mig, það er bara þarna.

1/11/04 02:01

Litli Múi

Maður verður nú bara að sætta sig við þetta ef maður ætlar að búa á þessu skeri hérna.
Muna bara að klæða sig vel.

1/11/04 02:01

Sæmi Fróði

Ég verð þó að viðurkenna að frostaveturinn mikli hafði áhrif á mig, hendurnar frusu fastar við vininn, gulir kögglar komu út úr honum og klingdi í þegar þeir lentu í jörðinni og gigtin tók sig upp.

1/11/04 02:01

Narfi

Eins og allir vita þá endurtekur sagan sig alltaf og ef veturinn byrjar svona núna þá ætla ég ekki að spyrja um leikslokin.

1/11/04 02:01

blóðugt

Leikslokin... já jeminn. Það gæti endað á því að það kæmi vor!

1/11/04 02:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Det fins inget dåligt väder bara dåliga kläder!

1/11/04 02:02

feministi

Já, þetta helvíti er farið að koma á hverju ári.

1/11/04 03:00

Jóakim Aðalönd

Hehe, það er bezt að flýja veturinn og fara til suðurálfu! Mwahahahaha! Kveðja, Jóakim í 10° hita.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.