— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/04
Amma feministi!

Sumir dagar eru einfaldlega viðburðarríkari en aðrir

Dagurinn byrjaði í ræktinni og síðan fór ég til vinnu eins og flesta daga. Stemningin var þó ekki eins og flesta daga. Því í dag beið ég eftir fyrsta barnabarninu. Ömmur eru misjafnar eins og gengur. Ég drap tímann meðan ég beið eftir prinsinum með því að vinna, fara á kaffihús, fara í kröfugöngu, fara á baráttufund, fara út og borða og ....................þá loks fæddist snáðinn svona líka fallegur og fínn

   (18 af 29)  
1/11/04 01:00

Heiðglyrnir

Til hamingju með ömmusnáðan feministi. Magnaður dagur til að fæðast á. Þið megið ekki gleyma afmælinu hans í jafnréttis- baráttunni. (Bara grín)

1/11/04 01:00

feministi

Takk fyrir það riddari góður, nei afmæli snáða gleymist ekki svo glatt, enda merkisdagur.

1/11/04 01:00

Hakuchi

Æ, djöfull. Ég sem var að skrifa dreplangt svar í síðasta pistli femínista. Nú er pistillinn horfinn og enginn mun lesa romsuna.

1/11/04 01:00

Hakuchi

Til hamingju annars. Megi móður og barni heilsast vel.

1/11/04 01:00

feministi

Takk fyrir það Hakuchi, ég las þitt dreplanga svar og held satt að segja að við ættum að ræða þetta á þræði einhvern daginn. Líkast til ber ekki svo mikið á milli mín og þín þegar upp er staðið. En nú er kominn háttatími hjá ömmum, ef þær geta þá sofnað.

1/11/04 01:00

Hakuchi

Já, mig grunar að það sé ekkert ginnungagap okkar á milli. Eigðu góða nótt góði femínisti.

1/11/04 01:00

Mosa frænka

Þvílíkur dagur! Til hamingju, feministi.

1/11/04 01:00

blóðugt

Innilega til hamingju með drenginn Amma feministi!

1/11/04 01:00

Bölverkur

Hjartanlega til hamingju, en eru það ekki stóru tíðindin að tugir þúsunda kvenna vilja gera eitthvað fyrir þig? Börn fæðast alltaf og sum átt þú en önnur ekki.

1/11/04 01:00

Jóakim Aðalönd

Börn eru gimsteinar í hring hversdagsins. Til hamingju með snáðann.

1/11/04 01:00

Bölverkur

Jóakim Aðalgeir er greinilega krati, vill ekki sjá stóra samhengið.

1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Til hamingju með barnabarnið!

1/11/04 01:00

Offari

Til hamingju.

1/11/04 01:00

Litli Múi

Til hamingju.

1/11/04 01:01

B. Ewing

Til hamingju.

1/11/04 01:01

Ugla

Svona kornung kona orðin amma!
Til hamingju.

1/11/04 01:01

Sundlaugur Vatne

Til hamingju, amma Feministi!
Megi snáðinn dafna og þroskast og megir þú einngi dafna í nýju hlutverki.
Barnabörn eru bara til yndis.

1/11/04 01:01

Vladimir Fuckov

Frábært - til hamingju ! Vonandi heilsast öllum vel. Þetta hefur sannarlega verið minnisstæður dagur.

1/11/04 01:01

Grýta

Innilega til hamingju með snáðann Amma feministi.

1/11/04 01:01

Sæmi Fróði

Á ekki að skýra krógan í höfuðið á ömmu gömlu?

1/11/04 01:01

feministi

Þakka ykkur góðar kveðjur. Ég á ekki von á því að snáði fái nafn ömmu sinnar þó glæsilegt sé, enda þótt mannanafnanefnd hafi gengið út.

1/11/04 01:01

Hakuchi

Fyrir rétta upphæð erum ég og 'samstarfsmenn' mínir reiðubúnir að berja mannanafnafasistanefnd til að samþykkja hvaða nafn á barnið sem er.

Æ fjandinn hafi það. Ég lem þetta pakk frítt.

1/11/04 01:02

Ívar Sívertsen

Til hamingju feministi! Við erum þó sammála um að þetta hefur kórónað daginn fyrir þig!

1/11/04 01:02

Hildisþorsti

Til hamingju með ömmubarnið.
Megi hamingjan hossa ykkur öllum.

1/11/04 01:02

spermus

Til hamingju með drenginn.

1/11/04 02:01

Enter

Hjartanlega til hammó.

1/11/04 02:01

Júlía

Til hamingju með fyrsta barnabarnið, kæri feministi!

1/11/04 03:00

Ísdrottningin

Innilega til hamingju með drenginn.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.