— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/04
Já, ég þori get og vil!

Jafnréttið mun ekki koma af sjálfu sér og ef sagan er skoðuð sést að ef konur hefðu ekki sett hnefann í borðið og barist fyrir sínu hefði lítið breyst.

Ég er orðin hundleið á því að talað sé niður til þeirra sem berjast fyrir jafnrétti. Heldur þetta fólk að konur hafi fengið kosningarétt að sjálfu sér? Eða að öll þau lagalegu réttindi sem konum eru tryggðar í dag hafi komið án baráttu? Auðvitað ekki. Þegar fortíðin er skoðuð sést að allar þessar breytingar hafa fengið mikinn mótbyr. þegar konur á Íslandi fengu kosnigarétt var t.d. ekki talið sanngjarnt að svipta karlmenn völdum allt í einu með því að fjölga kjósendum svona mikið á einu bretti, því var ákveðið að fyrst um sinn fengju einungis konur 40 ára og eldri að kjósa.
Í dag munu fjölmargar konur standa upp og ganga út líkt og fyrir 30 árum, til að verkja athygli á því að enn er margt óunnið. Það sést best á því að við konur höfum einungis 64,15 af launum karlmanna og erum nánast ósýnilegar í stjórn stórfyrirtækja og banka. Einungis þriðjungur þingmanna eru konurog kona hefur aldrei gengt starfi forsætisráðherra. Karlar eru alsráðandi í í Íslensku þjóðkirkunni enda er Guð kynntur sem karlmaður. Hvernig ætli standi á því að ummönnunarstörf, sem eru s.k. kvennastörf, séu svo illa launuð? Kannski vegna þess að á sínum tíma var öllu stjórnað af karlmönnum sem ekki mátu vinnuframlag kvenna.
Jafnréttisbaráttan gengur út á það að jafna möguleika karla og kvenna til þess að fá frama á vinnumarkaði eða vera heima hjá börnum. Karlana heim segi ég, því ef þeim er gert kleyft að taka meiri ábyrgð á börnum og heimili mun þetta breytast. Byrjum heima og á okkar vinnustað.

Ég hugsa til báráttukvenna fortíðainnar með þakklæti og vei þeim sem tala illa um rauðsokkurnar.

   (19 af 29)  
1/11/04 00:01

Sæmi Fróði

Ég er sammála, jafnrétti þarf að vera við líði, en ég verð að koma með einn vinkil, vilja konur þessi hálaunastörf, vilja þær vinna langan og erfiðan vinnudag, vilja þær vera á þingi? Ef svo er þá stend ég ekki í vegi fyrir þeim.

1/11/04 00:01

Hundslappadrífa í neðra

Þær vilja það allavegana jafntítt og karlar.

1/11/04 00:01

Grýta

Á meðan jafnrétti er ekki orðið sjálfsagt mál, þurfum við að berjast og minna á okkur konur.

Áfram stelpur!

1/11/04 00:01

Litli Múi

Ég hef ákveðið að hætta að tjá mig um þetta mál, enda hefur það alltaf endað illa fyrir mig.

1/11/04 00:01

Nornin

Ég er jafnréttissinni. Mér finnst óþarfi að tala um kvennréttindi (alveg án óvirðingar við rauðsokkur fortíðarinnar) en við þurfum að berjast fyrir jafnrétti.
Ég vil ekki fara á þing og ég vil ekki vera forstjóri, en ég vil fá sömu laun og karlmaður í sömu stöðu með sambærilega menntun. Hver vill það ekki?
Þessi dagur er góður til að vekja athygli á misréttinu í samfélaginu, en eru kvennréttindi ekki orðin úrelt hugtak? Ættum við ekki að vera að berjast fyrir því að fólk fái það sem það á skilið? Sama hvort það er KK eða KvK?

Svo faktískt séð er ég sammála þér feministi.
Húrra fyrir deginum í dag!
(Jafnvel þó hann þýði töluðvert meira álag fyrir mig persónulega)

1/11/04 00:01

Hexia de Trix

Ég vil alls ekki tala illa um þá sem hafa barist fyrir breytingunum í gegnum tíðina. Ég er bara hundleið á því að það er verið að endurtaka sömu baráttuaðferðirnar trekk í trekk. Það er ekki bara kominn tími til að skipta um gír, heldur líka að líta á landakortið og skipta um leið, því landslagið hefur breyst!

Jafnrétti er ekki sama og kvenréttindi eða kvenfrelsi. Jafnrétti er fínt, en kvenréttindi er úrelt hugtak. Og mér er slétt sama hver er forsætisráðherra eða biskup eða stjórnarformaður Flugleiða og Eimskipa - svo framarlega að viðkomandi sé fær í sínu starfi. Hvort viðkomandi hefur tippi eða brjóst er bara einkamál hans eða hennar.

1/11/04 00:01

Hexia de Trix

Já og bara smá viðbót: „Jafnrétti í raun“ er eitthvað sem er komið þegar við HÆTTUM að pæla í því hvort viðkomandi er karl eða kona. Jafnrétti í raun - það er þegar okkur verður alveg sama þó að tilfældigvis sé bara ein kona eða kannski enginn karl á þingi eitthvurt kjörtímabilið. Fyrr en það gerist, þá er ekki komið jafnrétti í raun!

1/11/04 00:01

Ísdrottningin

Norna og Hexia sögðu allt sem segja þarf að mínu mati.
Heyr heyr...

1/11/04 00:01

Hakuchi

Ég vil bæta því við að nú virðist þessi blessaða tala, 64,5% vera að rata í vitund þjóðarinnar sem einhvers konar mælikvarði á launabil milli kynjanna. Það er miður og það er rangt. Þetta eru atvinnutekjur samkvæmt skattskrá, sem segir lítið um launabil per se. Ekkert tillit tekið til vinnutíma, menntunar, starfsreynslu, fjölda starfa eða annarra þátta sem ber að taka til vilji maður skoða launabil af einhverju viti.

Það þýðir ekki að launabil milli kynja sé ekki til staðar, því það er vissulega til. Í þeim rannsóknum sem ég hef séð hafa laun kvenna reikað á milli 80-90% (VR könnunin var með ca. 14% minnir mig) af launum karla fyrir sambærileg störf og miðað við sambærilega menntun (etc etc). Það er sannarlega munur sem vert er að taka á. Hitt bilið er ýkt og segir fátt og erumræðunni alls ekki til framdráttar.

Yfirleitt er kynjaþátturinn afgangsstærð í svona tölfræðilegri greiningu, þ.e. týndar eru til lógískir þættir sem gætu útskýrt launamun, s.s. leiðrétt er fyrir aldri, menntun osfrv, síðan er settur inn kynjaþáttur. Sumir innan fræðanna, vilja takmarka val á þessum þáttum og hefta þannig útskýrimátt allra þátta, þannig að launabilsmunurinn sem rakinn er til kyns verði sem mestur. Það eru vond vísindi. Auðvitað á að velja sem flesta þætti af gögnum sem útskýra þennan launamun milli kynja því markmiðið er væntanlega að skilja af hverju þessi launamunur er til staðar því án skilnings þýðir ekkert að berja í borðið og heimta aðgerðir sem enginn veit hverjar eru (nú eða fólk telur sig vita hverjar þær eru en hefur í raun rangt fyrir sér).

1/11/04 00:01

Ívar Sívertsen

[Tekur ofan fyrir Hakuchi og vísar á félagsrit sitt]

1/11/04 00:01

Hexia de Trix

[Afhendir Hakuchi risastóran og fleytifullan bolla af rjúkandi kakói og skellir vænni rjómalufsu ofaná]

1/11/04 00:01

Jóakim Aðalönd

Þarft innlegg í umræðuna Hakuchi. Ég vil líka segja að Hexía hitti svo sannarlega naglann á höfuðið í seinna innlegginu. Það verður aldrei jafnrétti fyrr en við útrýmum kynjaþættinum.

1/11/04 00:02

feministi

Þið hafið sjálfsagt öll eitthvað til ykkar máls en mér finnst samt að við ættum að hætta að leita að afsökunum fyrir launamismuninum. Ef við gefum okkur að þið hafið rétt fyrir ykkur (not) og svo og svo mikið sér útskýrt af þessu og hinu, þá situr eftir sú spurning af hverju er það misafnlega metið til launa? Hvaða grundvallarlögmál stjórna því?

1/11/04 01:00

Hakuchi

Hægan nú. Það sem sumir kalla afsakanir kalla aðrir hreinlega útskýringar. Ef þú vilt ekki útskýringar, og þar af leiðandi ekki skilja hvað er að, tja...þá hlýtur bara eitthvað að vera að.

Hafðu hugkvæmt að útskýringar eru alls engar afsakanir. Að skilja vandann gefur grundvöllinn fyrir því að leysa hann. Að neita að skilja hann, berja bara hnefanum í borðið og heimta úrbætur á einhverju sem kallað er launamunur segir hreinlega nokkurn skapaðan hlut og leysir ekkert (nema það tappi af skiljanlegri bræði í sumum, sem leysir þó engan vanda).

Hver á að taka á launamuninum? Hvaðan kemur hann? Hvernig á að taka á honum og hvaða stofnanir/samtök/hópar þurfa að breyta mestu?

Eru það kvenhatandi karlmenn sem í reykfylltum bakherbergjum hafa ákveðið að skaffa konum músarlaun? Kannske. Er það kannski rótgróin heimilishlutverkaskipting sem heldur konunni meira heima við en körlum með tilheyrandi launamun? Er það herfileg frammistaða leiðtoga kvenverkalýðsfélaga?

Mikið væri nú gaman og gagnlegt að skilja hvaða ofangreindir þættir spila mest inn í (og aðrir) í staðinn fyrir að öskra átómatískt um launamun. Eins og þrjú ofangreind (ýkt) dæmi sýna þá kalla þau á gersamlega mismundandi viðbrögð. Fyrsta dæmið væri hægt að leysa með lagasetningu og eftirliti. Annað dæmið er varla hægt að leysa með öðru en fræðslu/áróðri. Það þriðja með átaki innan verkalýðsfélaga.

Einhvers konar humbukkheildaraðgerðir gegn óljósum launamun er hreinlega ekki hægt að framkvæma með árangursríkum hætti.

Ég tel að það ætti að leita uppi allar útskýringar(afsakanir) á launamun. Greina þá þætti sem hafa mest að segja, einangra þá og finna leiðir til að leysa þá. Einhvern veginn held ég að slík aðferð sé mun árangursríkari en slagorðakenndar heimtingar sem áttu sinn tíma og gerðu sitt gagn á sínum tíma. Nú eru vandamálin hins vegar fíngerðari (grófgerð=augljós mál eins og enginn kosningaréttur kvenna á sínum tíma). Pólitískur rétthugsunartónn um að það EIGI að vera bara einhver stór launamunur, vísindalega útskýrður, sem notaður er sem áróðurstæki er algerlega út í hött.

Sem sagt: Skilja - greina - leysa. Það getur varla skaðað að reyna slíka aðferð. Er það?

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.