— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Gagnrýni - 31/10/04
Einrömmungar Hugleiks

Hugleiðinga mínar um af hvernig í ósköpunum ég gat hlegið svona mikið við lestur bókarinna Forðist okkur.

Hugleikur Dagsson hefur undanfarin ár fengist við að segja sögur í einni mynd eða það sem hann sjálfur kýs að kalla einrömmung. Þetta gerir hann vel og ótrúlegt hvað Óla prik persónurnar eru lifandi. Skrítlurnar í bókinni eru flestar um misnotkun, morð ofbeldi og alls konar skítlega framkomu. En á einhvern dularfullan hátt er þetta ofboðslega fyndið. Ég sat ein á kaffihúsi þegar ég las bókina og skellti upp úr hvað eftir annað. Það er ekki laust við að ég hafi skammast mín fyrir að finnast svona hræðilegir hlutir sniðugir. Ég veit að ofbeldi er ljótt og allir eiga að vera góðir, og ég á heldur ekki í neinum vandræðum með að fara eftir því. Hvernig getur þá staðið á því að stundum er það ljóta, vonda og bannaða sniðugt. Gæti þetta verið af sama meiði og þegar venjulegt fólk vill taka ofbeldisseggi og pína þá til dauða. Hver hefur ekki hlegið þegar ljóti kallinn fær makleg málagjöld í spennu-gaman myndum.

Ég hvet ykkur til að kíkja í þessa bók og finnst að hún ætti að liggja frammi á öllum kaffihúsum Íslands í stað Séð og nú eða þess háttar blaða.

   (20 af 29)  
31/10/04 17:01

hlewagastiR

Mér sýnist þessi gaur vera snillingur.

31/10/04 17:01

Heiðglyrnir

Þetta verður að skoða, þakka þér Feministi fyrir það.

31/10/04 17:01

Anna Panna

Mér finnst sumt vera fyndið, annað finnst mér alveg hrikalega ófyndið og ömurlegt. Ég væri samt alveg til í að sjá leikritið sem er búið að gera upp úr þessu, kannski maður skelli sér við tækifæri.

31/10/04 17:02

Þarfagreinir

Mér finnst þetta skrípó drepfyndið, enda er ég sjúkur andskoti.

31/10/04 18:00

Skoffín

Eg missti einmitt þvag af hlátri í fyrradag af eftirfarandi línu úr einni þessara bóka: "Konan mín saumaði saman á mér rassgatið og ég er allur að fyllast af kúk"
Og þess má til gamans geta að ég er líka sjúkur andskoti, kannski maður ætti að leita upp fyrirbæri á borð við "Sjúkir Andskotar Anonymous". Við Þarfagreinir ásamt fleirum hefðum eflaust gott af því.

31/10/04 18:00

Litli Múi

Amen við því Skoffin.

31/10/04 18:01

Hundslappadrífa í neðra

Það sem er áhugaverðast við svona húmor er að maður kynnist einmitt takmörkum sjálfs síns við lesturinn.

31/10/04 18:01

blóðugt

Þetta er snilldarbók. Ég er búin að fletta í henni nokkrum sinnum og skelli alltaf uppúr.

31/10/04 19:02

Hakuchi

Ég hef fylgst með Hugleiki í gegnum árin. Þessi groddalegi og sóðalegi húmor er drepfyndinn.

Það er vissulega furðulegt í ljósi þess að oft er um virkilega grimma brandara að ræða. En málið er oft er þarna að finna umfjöllun á ógeði eins og barnaníðingshætti sem aldrei virðist vera tekið á í dómskerfinu. Þannig safnast upp einhver vanmáttug reiði í flestum, sem á annað borð eru ekki siðlausir sósíópatar, og ég held að Hugleiki takist ansi vel að tappa af þessari reiði með groddalegum húmor sínum.

Það er líka merkilegt að honum tekst einhvern veginn að sleppa við að vera 'explójtasískur' í þessum viðbjóði öllum. Það er sannarlega viss hæfileiki sem margir búa ekki yfir.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.