— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Galdra
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 8/12/04
Ritstífla

Þegar andinn flýr

Mér fannst það viðeigandi að vera titluð nýgræðingur með ritstíflu hér á Baggalút. Hvernig vissuð þið það? Ég hef síðustu vikur setið við og reynt að klára lokaverkefni mitt sem því miður hefur gengið fremur illa. Ritstífla á háu stigi sem lýsir sér þannig að í hvert sinn sem sest er niður og ætlunin er að skrifa einhvern gáfulegan og umfram allt fræðandi texta þá er eins og maginn herpist og vanmáttur gýs upp. Ég er orðinn sérfræðingur í frávikshegðun, forðast eins og heitan eldinn að byrja á nokkru sem tengist verkefninu og hef náð mikilli færni í að gera alla aðra mögulega hluti. Það skýrir veru mína hér á Baggalút, að sitja hér og skrifa um ritstífluna er frávikshegðun á æðsta plani. Með þessu er ég nánast að hæðast að sjálfri mér með því að sýna fram á að ég get tjáð mig skriflega en samt gengur ekkert á því sviði sem það þarf að ganga.
Mín inngróna bjartsýni heldur mér samt gangandi og ég lifi í þeirri von að einn daginn þá muni allt breytast, ég fái andann aftur yfir mig, rífi af mér slenið og galdri fram svo sem eins og eitt stykki ritgerð.

   (1 af 1)  
8/12/04 18:00

Krókur

Þetta tengist sjálfsagt því að þú gerir allt of miklar kröfur til sjálfs þíns. Sestu niður og gefðu þér leyfi til að skrifa ömurlega lélega. Ég geri það alltaf og það sést líka. En ég er þó allavega ekki með ritstíflu.
(svo má alltaf breyta og lagfæra á eftir ef textinn skiptir einhverju máli)

8/12/04 18:00

Galdra

Gott ráð. Ég skal reyna að koma einhverju á blað. Eins og þú segir þá er alltaf hægt að laga til eftir á.

8/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Velkomin Galdra og njóttu vel, þetta er gott ráð hjá Krók. Tengist svolítið fullkomnunaráráttu og prófkvíða, sem lýsir sér einmitt þannig að betra sé að gera ekki neitt, en að gera e-ð illa.

8/12/04 18:01

Ég sjálfur

Svo þegar þú ert búin að skrifa texta, lagfæra breyta og bæta, er mjög gott að fá einhvern annan til að lesa hann yfir. Sjá efnið frá öðrum sjónarhóli og sá sem les yfir getur líka séð villur sem þú hefur ekki tekið eftir.

8/12/04 18:01

Hakuchi

Mikið kannast ég við þessa tilfinningu.

8/12/04 18:02

B. Ewing

[finnur ritstíflu hjá sjálfum sér og reynir að losa hana með kemískum stíflueyði]

8/12/04 21:01

hundinginn

Ritstífla já. Hentu bara draslinu frá þjer og fáðu þjer göngutúr í rigningunni. Það losar allt!

Galdra:
  • Fæðing hér: 17/8/05 10:38
  • Síðast á ferli: 16/3/08 12:14
  • Innlegg: 0