— GESTAPÓ —
Anar
Nýgræðingur.
Pistlingur - 9/12/04
Dagurinn hefur gildi.

~Biturt er meyjarhaftið~

Allt fram streymir og allt það. Menn ausa úr vösunum bæði peningum og tíma. Já tíma, því það kostar ótrúlega mikinn tíma að hafa efni á Nokia handa öllum krökkunum og pels á konuna (þó gerfi sé). En maður ætti ekki að bregða sér í gervi því það dugar ekki að fela sig frá sírúllandi hjóli tímans. Miklu gáfulegra að færa sig nær miðju þar sem maður snýst jafn marga snúninga en ekki næstum eins hratt. Næstum freistaðist ég nú samt til að sletta úr klaufunum og bara skella þessu öllu "á hestana" eins og við segjum. Hestarnir eru ekki eins kátir og þeir voru og það gerir mig ekki eins kátan að sjá þá. Hef séð margt. Ekki allt samt. Sumt er samt hluti af öllu. Og ég hef séð sumt. Enda hef ég séð allt sem ég hef séð. Sjónin er verðmæt. Sjónræningjar æða um öldur ljósvakanna. Þeir stela sjóninni. Ætti að segja að þeir haldi henni í gíslingu. Þeir heimta tíma í lausnargjald. Ég læt of oft undan kröfunum. Kröfuharðir menn hafa hærri laun, þegar þeir hafa laun á annað borð. En ég sit ekki við sama borð. Ég sest við annað borð. Borða líf mitt upp, meðan börnin borða SMS og konan borðar nælon.

~Stay in school~

   (11 af 11)  
9/12/04 02:00

Hakuchi

Súkkulaðisjónarspil. Ég er sammála þessu um eyrnatappana og tómatinn.

9/12/04 02:00

Gísli Eiríkur og Helgi

þú segir það

9/12/04 02:01

B. Ewing

..að hafa efni á Nokia handa öllum krökkunum... ...þýddi hér áður fyrr að hafa nokkur pör af stígvélum frammi á gangi. Þannig var nú það [Dæsir mæðulega og lítur yfir skóhilluna]

9/12/04 02:01

hundinginn

Flott ritað. Tærar hugsanir sem renna fram í fingurna og flæða um lyklaborðið. Brilliant!

9/12/04 02:01

Grýta

Ótrúlega skemmtilegt orðafar hjá þér! Hefuru samið ljóð?

9/12/04 02:01

Krókur

Skemmtileg stemming hér á ferð. Meira svona!

9/12/04 04:02

Ormlaug

Ætli það sé hægt að kaupa Viking farsíma í kaupfélaginu?

Anar:
  • Fæðing hér: 6/8/05 12:47
  • Síðast á ferli: 8/5/06 11:05
  • Innlegg: 0