— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/08
Fegurđ

Einu sinni var ung stúlka, ung stúlka sem fannst hún ófríđ. Stúlkan eyddi óratímum fyrir framan spegilinn og bölvađi sjálfri sér. Nefiđ var of stórt, augun of grá, varirnar ekki nógu ţykkar og fitan var of mikil. Ef ţú hefđir séđ ungu stúlkunnar, hefđi ţér án efa ţótt hún afskaplega venjuleg og jafnvel fríđ.

Einn daginn ákvađ unga stúlkan ađ ráđfćra sig viđ gömlu konuna sem bjó rétt fyrir utan bćinn, orđrómur var á kreiki ađ kerlingin vćri norn. Orđrómurinn reyndist réttur. Stúlkan grátbađ nornina um fegurđ. Kerlingin sagđist geta gefiđ henni fegurđ, en ekkert var ókeypis. Fegurđ fengi hún, en í hvert skipti sem unga stúlkan myndi mćta dauđanum myndi hún syrgja eins og hún hefđi misst ástvin.
Nćsta dag er unga stúlkan vaknađi leit hún í spegilinn, sem hún hafđi eytt svo mörgum tímum fyrir framan. Augun voru ekki lengur lítil og grá, heldur stór og ljósblá. Nefiđ var lítiđ og pent og varirnar ţrýstnar og rauđar. Fegurđ hafđi hún fengiđ.

Ţegar út var komiđ horfđu allir á ungu stúlkunna, hún naut ţess ađ hafa allra augu á sér og aldrei hafđi hún veriđ svo hamingjusöm. Gékk hún fram hjá húsi ţar sem gamall mađur bjó. Hann fékk hjartaslag og dó. Stúlkan féll saman fyrir utan og hágrét. Var hún inni fyrir dögum saman ţví sorgin var of mikil. Ţegar stúlkan var loks tilbúin ađ fara út var kind slátrađ í nágrenninu, eins og áđur féll hún saman og grét. Margir dagar liđu áđur en hún fór aftur út. En um leiđ og út var komiđ steig hún á mađk, féll hún saman og syrgdi mađkinn eins og hún myndi syrgja sinn eigin föđur.

Svona gekk ţetta í langan tíma. Stúlkan var ţreytt, ţreytt á sorginni og ţreytt á ađ syrgja. Aumingja fallega stúlkan endađi líf sitt.

Og nú eyđir hún eilífđinni í ađ syrgja sjálfa sig.

   (1 af 56)  
2/12/08 20:02

Wayne Gretzky

Sjálfa sig

2/12/08 20:02

Skabbi skrumari

Góđ saga...

2/12/08 21:00

Herbjörn Hafralóns

Prýđisgott eins og margt annađ, sem ţú hefur skrifađ.

2/12/08 21:01

Villimey Kalebsdóttir

Góđ saga. Já minn eini. Spegillinn segir ekki alltaf satt. [dćsir]

2/12/08 21:01

Regína

Af hverju vildi nornin hafa ţetta svona?

Annars hef ég oft furđađ mig á ţví ađ sćtu stelpurnar leggja meiri áherlsu á útlitiđ heldur en hinar. Ég meina, sumar ţurfa ekkert ađ gera en gera sig fallegri samt, svo eru ađrar sem veitti ekkert af smá framköllun, en gera ekki neitt.

2/12/08 21:01

Garbo

Góđa saga og hugvekjandi.

2/12/08 21:02

Nermal

Ytri fegurđ hefur lítiđ ađ segja ef innri fegurđina vantar.

2/12/08 21:02

Offari

Góđ saga. Ţađ er nefnilega ekki allt fengiđ međ fegurđini.

2/12/08 22:02

Texi Everto

Ég er ofbođslega sćtur.
[Lagar hattinn og blikkar viđstadda]

2/12/08 22:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórgott stykki & prýđisvel pćld dćmisaga.

2/12/08 22:02

Aulinn

Nú nornin vildi hafa ţetta svona ţví ađ hún vissi ađ ţegar stúlkan myndi mćta sínum eigin dauđa myndi hún syrgja sjálfa sig.

2/12/08 22:02

Bleiki ostaskerinn

Mjög gott og vekur umhugsun.

3/12/08 01:00

Einstein

Átakanlegt.

2/11/09 03:01

Sannleikurinn

fokk hvađ ţjer eruđ ruglađur.
En annars ágćtlega vel saminn teksti.
Endar vel , ´og nú eyđir hún eilífđinni í ađ syrgja sjálfa sig´.
Í stađ ţess ađ vera ´fokking rugluđ´.
Annars á hjer ađ vera góđ og vönduđ íslenska og biđst jeg velvirđingar á málfarsvillum innleggja minna........

2/11/09 09:02

Sannleikurinn

Já , helvítis fokking fokk!!!!

Aulinn:
  • Fćđing hér: 6/8/05 10:57
  • Síđast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eđli:
Aulinn er ung, ójarđbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Frćđasviđ:
Ég er alveg ofsalega góđ í ţví ađ borđa.
Ćviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fćdd í Reykjavík.