— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/04
Úlfar

Hér ber að líta fróðleiksmola dagsins.<br /> Allt saman frumsamið og vandað, upplýsingar safnaðar saman og skrifað niður af mér.<br /> Algjörir Englar...


Líkamsbygging úlfa
Líkami úlfa er sterkur og þeir eru massaðir ef svo má að orði komast, úlfar eru með þéttan feld sem þekur líkamann. Þeir eru með langt, loðið skott og eru með sterka fætur sem er gott að hlaupa með. Úlfar eru með langt og velþroskað trýni og þeir eru með sperrt eyru. Karl- og kvendýrin eru mjög lík fyrir utan það að kvendýrin eru minni. Beinagrind úlfa er öðruvísi en annarra spendýra af því leyti að höfuðkúpan er löng með stórar tennur, hálsinn er langur og úlfurinn hefur löng og sterk leggjabein.
Úlfar eru bara ein tegund af hundi. Úlfar hafa mjóa vöðva og eru með gul leiftrandi augu.
Úlfar eru með axla- og mjaðmaliði sem leyfa léttan snúning og eykur fimleika úlfsins. Úlfar geta orðið 1,5 metra langir og orðið 80 kg.
Fæða
Úlfar hafa mikinn félagsanda og leggja alltaf saman af stað í stórum hóp til að veiða. Þeir veiða vanalega á nóttinni og aðalfæða þeirra á norðurslóðum eru lítil dýr t.d. mýs, fuglar, froskar og eðlur, svo éta þeir líka stór dýr eins og elgi og hreindýr. Úlfar nota aðalega þefskynið til að finna bráðina og þeir veiða mjög hljóðlega, síðan þegar þeir eru búnir að hremma bráðina spangóla þeir til að kalla saman hjörðina.
Þegar úlfar veiða sveima þeir um sléttuna og kanna hversu mikið dýrin vilja standa móti þeim, það gera þeir með því að ógna þeim. En ef dýrið sem úlfarnir ætla að veiða sýnir mikla mótspyrnu nenna þeir ekki að drepa það og reyna að finna einhverja auðveldari bráð (semsagt ekkert sérstakir til þess að setja í herinn, ef einhver hefur fengið þá hugdettu).
Fullorðinn úlfur þarf að meðaltali 2,5 kg af kjöti á dag en ef hann er mjög svangur getur hann borðað um 10 kg.
Sögur um úlfa
Hundar hafa alltaf verið hetjurnar í öllum sögum og besti vinur mannsins, á meðan úlfarnir frændur þeirra hafa alltaf verið vondi kallinn og mesti óvinur mannsins. Menn hafa alltaf verið hræddir við úlfa og búið til margar sögur um þá. Til dæmis hafa menn sagt að úlfar hafi ráðist á fólk af ástæðulausu og það þekkja náttúrulega allir varúlfa sem eiga að vera menn sem breytast í úlfa þegar það er fullt tungl.
Sögur um varúlfa eru sennilega til út af því að fólk hefur heyrt úlfa spangóla þegar himininn er stjörnubjartur og það er kalt veður, en þá heyrist best gólið. Úlfur er það dýr sem mest hefur komið fram í sögum. Annað hvort sem vondi kallinn sem étur menn að ástæðulausu og/eða étur sauðfé (sem reyndar gerist). Síðan eru líka til úlfar sem ala upp aðal sögupersónuna. En úlfar geta náttúru-lega fengið hundaæði eins og hundar og bitið allt sem fyrir verður. En úlfar hafa samt aldrei ráðist á fólk nema hann (úlfurinn) sé mjög svangur.

Munurinn á hundum og úlfum
Munurinn á hundi og úlf er ekkert rosalega mikill en hér kemur samt munurinn. Fullorðnir karlúlfar eru 1,5 metri á lengd með skotti og hann vegur um 50 kg sem er aðeins meira en venjulegur hundur. Höfuð úlfa er líka hlutfallslega stærra og úlfar eru alltaf með lafandi skott en ekki hundar. Svo er líka annar munur en það er að hnén á úlfinum snúa aftur, en þau snúa meira fram á hundum. Svo er líka eitt aukaatriði en það er það að allir hata úlfa, en elska hunda.
Afkvæmi úlfa
Afkvæmi úlfa heita ylfingar og þegar þeir fæðast eru þeir mjög bjargarlausir. Nýfæddir ylfingar eru 21 cm að lengd frá stuttu trýni til mjós skotts. Fyrst eru ylfingarnir blindir, heyrnarlausir og geta ekki staðið, en eftir tvær vikur fara þeir að opna augun. Eins og önnur spendýr drekka ylfingar bara móðurmjólk þegar þeir eru nýfæddir en síðan eftir fimm vikur fara þeir að éta fasta fæðu.

Ég vona að þið hafið ekki vitað allt sem stendur hér að framan, og einnig ætla ég að vona að hann Limbri fyrirgefi mér sjónmengunina í síðasta félagsriti.

   (37 af 49)  
2/11/04 04:01

Offari

Gott og fræðandi Félagsrit Takk fyrir.

2/11/04 04:01

Limbri

Stórt framskref í ritun. Stafsetning sérlega góð og málfræðin viðunnandi.

Þó vil ég benda þér á að auka notkun á persónufornöfnum í slíkum texta sem þessum. Orðið 'úlfur' er ofnotað að mínu mati (ekki að það sé neitt rangt við það) og myndi textinn vera mun þægilegri aflestrar ef þú myndir blanda orðunum 'hann', 'þeir' og 'dýrin' inn í stað 'úlfur'. Gættu þess þó að aðgreina vel á milli þegar hætta er á misskilning um hvað er rætt, eins og þegar hundarnir koma inn í umræðuna. Þetta er þó bara persónulegur smekkur minn og skaltu ekki taka þessu of alvarlega.

Upplýsingarnar voru margar hverjar nýjar fyrir mér og skaltu þakkir hafa fyrir það. Þó vil ég mótmæla þeirri fullyrðingu að líkamsbygging þeirra sé frábrugðin öðrum spendýrum út frá þeirri forsendu að þeir hafi löng leggjabein og ílanga hauskúpu. Líttu bara á hest eða gíraffa (sem dæmi). Tel ég líklegt að þú hafir átt við að þeir hafi sérstaka byggingu miðað við rándýr í spendýraflokknum.

En annars fræðandi og vel unnið.

-

2/11/04 04:01

Don De Vito

Ég skal hafa það hugfast sem þú sagðir og jafnvel pæla í því ef ég er í stuði.

Í sambandi við mótmælin: Ég fór nú bara eftir þeim heimildum sem ég hef og samkvæmt þeim er þetta allt saman 100% sannleikur. En það er aldrei að vita...

2/11/04 05:00

blóðugt

Merkilegt.

2/11/04 05:00

Sæmi Fróði

Segðu þetta tvisvar í viðbót og ég mun hætta að trúa þér!

2/11/04 03:00

Vauni

Ekki vissi ég þetta: ,,Þeir eru með langt, loðið skott og eru með sterka fætur sem er gott að hlaupa með." Hlaupa þeir ekki á löppunum? En ef þeir hlaupa með þær, á hverju hlaupa þeir þá?
Annars góður pistlingur.

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.