— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Sálmur - 2/11/04
Matur eða hvað?

Eða hvað, með það?

Smjör eða tólg?

Þá segi ég nú bara hvað meinarðu?

Á ýsuna eða saltfiskinn, heilhveitibrauðið eða rúgbrauðið.

Það skiptir öllu máli, ekki spyrja eins og fífl.

Fífl!

Ja so, sumum er bara ekki flysjað saman.

Hvað meinarðu? Ertu að tala um kartöflur?

Kartöflur og hveiti, sei sei já.

Mörg kartaflan hefur fallið fyrir göflum og knífum!

Einmitt það já, en göflurum og kvígum?

Jólasveinn!

Já.

   (15 af 42)  
2/11/04 04:01

blóðugt

Nú langar mig í ýsu með kartöflum og smjöri.

2/11/04 04:01

Offari

Ég vil Saltfiskinn

2/11/04 05:00

Heiðglyrnir

Eða plokkfisk með svörtum pipar, rúgbrauði og smjöri...ummm namminamm

2/11/04 05:00

Jóakim Aðalönd

Já, plokkfisk! Ýsa og saltfiskur eru ekki gódur matur.

2/11/04 05:00

blóðugt

[Býr til plokkfisk úr saltaðri ýsu fyrir Jóakim]

2/11/04 05:00

Sæmi Fróði

[Slefar] Dýrlegur er fiskurinn í öllum sínum þokka og yndisauka, saltaður sem og í plokkfisk, með tólg eða smjöri.

2/11/04 05:01

Litli Múi

Já djöfull sem mig langar í saltfisk.

2/11/04 05:01

Lærði-Geöff

Ekki má búast við fræðilegu hjali frá svöngum Sæma. Ertu að segja að jólasveinninn sé fífl?
Já mikið rétt.

2/11/04 05:01

Tigra

Mmmm... plokkfiskur

2/11/04 06:01

Limbri

Nú er ég búinn að lesa þetta af og til yfir síðastliðna 2 daga eða svo. Og ég bara á ekki orð.

Minnir á Anar en samt öðruvísi.

Gæði: viðunnandi.

-

2/11/04 06:01

Sæmi Fróði

Þakka þér fyrir Limbri, met álit þitt mikils, en verður þú ekkert svangur við lesturinn? Langar þig ekki í saltfisk, plokkfisk eða einhvern annan gómsætan fiskrétt við lesturinn?

2/11/04 06:01

Limbri

Reyndar er þetta það eina sem hefur getað vakið vott af hungri í mér. Ég er nefnilega fárlasinn sjáðu til.

-

2/11/04 06:01

Sæmi Fróði

Hver þremillinn karlinn minn, vonandi líður það hjá. Svo vil ég biðjast afsökunar á þessum undarlega gjörningi sem þetta félagsrit er.

2/11/04 06:01

Offari

Komdu bara með Jólahlaðborð Næst.
Takk fyrir og góðan daginn vinur.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).