— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/07
Ritgerðin hún brást, ruglingsleg og snúin.

17 október 2005.

Kæra dagbók, helginni eyddi ég í vitleysu. Þegar ég var á gangi síðastliðinn laugardagsmorgun rak ég augun í lítinn ára sem var að þvælast niðri við Esjurætur. Ég náði að fanga greyið með myndavélinni en það er í algjörri andstöðu við tilgátur mínar sem ég setti fram um tilvist ára og myndfælni þeirra. Þessi ári var nokkuð keikur (til að byrja með) og stillti sig upp fyrir framan linsuna eins og Fjölnir fyrir framan Séð og heyrt ljósmyndarann!

Reyndar gerðist eitthvað við myndatökuna, hann stífnaði allur upp og varð grjótharður, ég henti honum því í bakpokann og er hann nú inná rannsóknastofunni og bíður þess að verða kryfjaður (ef það er hægt), búinn að kaupa mér sandpappír og fer bráðum að ræsa ljóseindarokkinn. Læt þig vita hvað gerist.

   (26 af 42)  
31/10/04 17:01

Sindri Indriði

Þetta var nú skemmtilegt Sæmi

31/10/04 17:01

Furðuvera

Þetta er nú bara hann Vésteinn, hann á það til að breytast í stein og hræða svo líftóruna úr fólki með því að lifna aftur við í miðri krufningu.

31/10/04 17:01

Litli Múi

Verða árar ekki bara að stein í dagsbirtunni ?

31/10/04 17:01

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]
Vonandi er þetta ei Frelsishetjan. Hann/hún er u.þ.b. að komast í tölu sjaldsjeðra hvítra hrafna og vonum vjer að eigi sje hjer skýringin á því fundin.

31/10/04 17:01

Sæmi Fróði

Nýjasta uppfærsla: ég stillti ljóseindarokkinn á 50 volt og tók ég þá eftir því að árinn grjótharði byrjaði að mýkjast upp, jafnframt því að samhvæmt efnaferilssamrunabylgjumælinum þá er hann byrjaður að ljóstillífa!

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).